Körfuboltakvöld um Kane: „Finnst hann ekki hafa gert neitt hrikalegt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2024 10:31 DeAndre Kane á það til að koma sér í klandur og getur það meira segja í leikjum sem lið hans er með yfirburði. vísir / anton brink Það urðu mikil læti í hálfleik á leik Grindavíkur og Hattar í Bónus deild karla í körfubolta á fimmtudagskvöldið þótt að Grindvíkingar væru þá 23 stigum yfir í leiknum. Deandre Kane var enn á ný í sviðsljósinu og Körfuboltakvöld ræddi umdeilda Grindvíkinginn og framkomu hans. Bónus Körfuboltakvöld sýndi viðtölin úr Smáranum sem Ágúst Orri Arnarson tók og sérfræðingarnir Teitur Örlygsson og Helgi Már Magnússon sögðu síðan sína skoðun á því sem gekk á. Ágúst Orri ræddi við bæði Kane og Courvoisier McCauley um atvikið sem og við þjálfara beggja liða, Viðar Örn Hafsteinsson hjá Hetti og Jóhann Þór Ólafsson hjá Grindavík. Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður, spurði sérfræðingana um þetta atvik þegar Kane gekk inn á vallarhelming Hattar og truflaði upphitun liðsins. Honum og McCauley lenti þá saman. Verst voru viðbrögð Hattarmanna „Hann á ekkert erindi þangað og ég skil alveg viðbrögðin. Mér finnst þetta ekkert stórmál en hann bara ýtir og slær eitthvað frá sér. Það meiðist enginn og persónulega finnst mér þetta ekkert stórmál,“ sagði Helgi Már Magnússon. „Það sem mér finnst versti parturinn við þetta allt saman voru viðbrögð Hattarmanna inn á vellinum í þriðja leikhluta. Hvernig þeir svöruðu fyrir sig. Ég hélt að þeir myndu koma út alveg bandbrjálaðir og mögulega negla Kane í einhverri hindruninni eða eitthvað. Það var ekkert svoleiðis,“ sagði Helgi. „Teitur, hvað hefði gerst ef einhver hrokagikkur, einhver týpa eins og Kane, hefði gengið inn í upphitun hjá Njarðvíkurliðinu í gamla daga og hrint eða stjakað við leikmanni,“ spurði Helgi. „Það hefði bara orðið svipuð viðbrögð. Það hefði einhver sagt honum að drulla sér í burtu,“ sagði Teitur. Teitur er samt viss um að hans menn hefði svarað þessu betur inn á vellinum sjálfum. Fannst þetta svo skemmtilegt „Mér fannst þetta svo skemmtilegt af því að það brugðust allir við. Allir, hver einasti maður í húsinu. Það eru samt tveir menn sem hafa séð þetta allt áður,“ sagði Teitur og vakti athygli á viðbrögðum þjálfara Grindvíkurliðsins. „Það eru allir úr Kópavogi komnir út á gólfið en þeir haggast ekki. Hvað lesið þið í þetta? Eru þeir orðnir þreyttir á þessu eða vanir þessu,“ spurði Teitur. „Það má segja að maður sé að kóa með einhverju en hann er bara svona týpa og er á línunni. Stígur stundum yfir línuna og er örugglega krefjandi í samskiptum. Þetta er það góður körfuboltaleikmaður,“ sagði Helgi. Þetta er blíðasti drengur „Þetta er blíðasti drengur en um leið og körfuboltaleikurinn byrjar þá verður hann dálítið villtur,“ sagði Teitur. „Mér finnst hann ekki hafa gert neitt hrikalegt,“ sagði Helgi. „Mér fannst Viðar [Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar] fara svolítið hátt upp í þessu viðtali. Það var eins og hann hefði kippt Vidda algjörlega úr sambandi þarna,“ sagði Teitur. Málið er komið inn á borð aganefndar KKÍ. Það má sjá alla umfjöllunina um atvikið hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld tók fyrir Kane málið Bónus-deild karla Körfuboltakvöld UMF Grindavík Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Sjá meira
Bónus Körfuboltakvöld sýndi viðtölin úr Smáranum sem Ágúst Orri Arnarson tók og sérfræðingarnir Teitur Örlygsson og Helgi Már Magnússon sögðu síðan sína skoðun á því sem gekk á. Ágúst Orri ræddi við bæði Kane og Courvoisier McCauley um atvikið sem og við þjálfara beggja liða, Viðar Örn Hafsteinsson hjá Hetti og Jóhann Þór Ólafsson hjá Grindavík. Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður, spurði sérfræðingana um þetta atvik þegar Kane gekk inn á vallarhelming Hattar og truflaði upphitun liðsins. Honum og McCauley lenti þá saman. Verst voru viðbrögð Hattarmanna „Hann á ekkert erindi þangað og ég skil alveg viðbrögðin. Mér finnst þetta ekkert stórmál en hann bara ýtir og slær eitthvað frá sér. Það meiðist enginn og persónulega finnst mér þetta ekkert stórmál,“ sagði Helgi Már Magnússon. „Það sem mér finnst versti parturinn við þetta allt saman voru viðbrögð Hattarmanna inn á vellinum í þriðja leikhluta. Hvernig þeir svöruðu fyrir sig. Ég hélt að þeir myndu koma út alveg bandbrjálaðir og mögulega negla Kane í einhverri hindruninni eða eitthvað. Það var ekkert svoleiðis,“ sagði Helgi. „Teitur, hvað hefði gerst ef einhver hrokagikkur, einhver týpa eins og Kane, hefði gengið inn í upphitun hjá Njarðvíkurliðinu í gamla daga og hrint eða stjakað við leikmanni,“ spurði Helgi. „Það hefði bara orðið svipuð viðbrögð. Það hefði einhver sagt honum að drulla sér í burtu,“ sagði Teitur. Teitur er samt viss um að hans menn hefði svarað þessu betur inn á vellinum sjálfum. Fannst þetta svo skemmtilegt „Mér fannst þetta svo skemmtilegt af því að það brugðust allir við. Allir, hver einasti maður í húsinu. Það eru samt tveir menn sem hafa séð þetta allt áður,“ sagði Teitur og vakti athygli á viðbrögðum þjálfara Grindvíkurliðsins. „Það eru allir úr Kópavogi komnir út á gólfið en þeir haggast ekki. Hvað lesið þið í þetta? Eru þeir orðnir þreyttir á þessu eða vanir þessu,“ spurði Teitur. „Það má segja að maður sé að kóa með einhverju en hann er bara svona týpa og er á línunni. Stígur stundum yfir línuna og er örugglega krefjandi í samskiptum. Þetta er það góður körfuboltaleikmaður,“ sagði Helgi. Þetta er blíðasti drengur „Þetta er blíðasti drengur en um leið og körfuboltaleikurinn byrjar þá verður hann dálítið villtur,“ sagði Teitur. „Mér finnst hann ekki hafa gert neitt hrikalegt,“ sagði Helgi. „Mér fannst Viðar [Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar] fara svolítið hátt upp í þessu viðtali. Það var eins og hann hefði kippt Vidda algjörlega úr sambandi þarna,“ sagði Teitur. Málið er komið inn á borð aganefndar KKÍ. Það má sjá alla umfjöllunina um atvikið hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld tók fyrir Kane málið
Bónus-deild karla Körfuboltakvöld UMF Grindavík Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Sjá meira