Þarf háskólamenntað fólk til að kenna litlum börnum? Aldís Björk Óskarsdóttir skrifar 19. október 2024 20:32 Það sýndi sig hvaða stéttir eru ómissandi þegar heimsfaraldur ógnaði heimsbyggðinni. Ein þeirra er starfsfólk í leikskólum. Á tímum Covid-19 var leikskólinn eina skólastigið sem lokaði aldrei. Þá vorum við framlínustétt, núna upplifi ég okkur stétt sem er með vesen, það kristallast í viðbrögðum SÍS, sem hefur stefnt Kennarasambandinu til félagsdóms vegna verkfallsboðunar. Mig langar aðeins að fara yfir stöðuna eins og ég sé hana: Ég valdi mér starf, ég er leikskólakennari, ég lærði í fimm ár í Háskóla Íslands um menntun ungra barna, nám sem byggir á rannsóknum undanfarna áratugi. Ég er sérfræðingur í mínu starfi og á skilið að vera með laun sem eru í takt við aðra sérfræðimenntaða einstaklinga á markaðnum. Kjarabarátta kennara er ekki ný af nálinni. Fólk er uggandi yfir þeirri stöðu sem upp er komin, að það þurfi að grípa í verkföll. Jöfnun launa á markaði er aðal atriðið í þessari kjarabaráttu og það er bara sanngjarnt. Er það ekki? Kröfurnar hafa verið skýrar, en það er hægt að stefna okkur og eyða dýrmætum tíma í þær aðgerðir, vegna þess að engin “eiginleg kröfugerð” hefur komið fram. Formaður kennarasambandsins svaraði þessu í kvöldfréttum í vikunni, þar sem hann tók það fram að þessar kröfur hafa verið skýrar, a.m.k. frá árinu 2016, þegar samkomulag var gert um jöfnun launa sérfræðinga í kennarastétt og sérfræðinga á almennum markaði, en það hefur ekki verið gert. Ég valdi mér þetta starf af því að ég vil leggja mitt af mörkum í að byggja upp sterkt menntakerfi fyrir yngstu börnin okkar. Mig langar að fólk átti sig á því, af hverju það er mikilvægt. Í leikskólum borgarinnar erum við að takast á við endalausa manneklu, veikindi starfsfólks spila þar stórt hlutverk. Starfsmannavelta er mun meiri en gengur og gerist á almennum markaði (eðlileg starfsmannavelta er 7-10%). Án þess að gera lítið úr ófaglærðu starfsfólki, þá er raunstaðan sú að starfsmannaveltan hjá þeim er 33% en 7-10% á meðal kennara sem hafa fjárfest í menntun. Kennararnir eru bara alltof fáir. Þetta er starfsumhverfi sem er ekki hægt að sætta sig við til lengdar og allra síst það námsumhverfi sem við viljum bjóða börnunum okkar upp á. Dæmi: Sum börn fara stundum í gegnum eitt skólaár með 8 mismunandi einstaklinga sem sinna þeim, það er mikið rót fyrir ung börn og hefur slæm áhrif á geðtengsl þeirra. Sterk geðtengsl á milli kennara og barna leiða af sér börn sem hafa betri sjálfstjórn, treysta öðrum betur og eflir þau í félagslegum samskiptum. Ef við getum ekki veitt börnum þennan stöðugleika, hvernig getum við þá ætlast til þess að þeim vegni vel? Við erum með börnunum í 8 klst á dag, 5 daga vikunnar, sjáið þið hvað þetta skiptir miklu máli? “það þarf ekki háskólamenntað fólk til þess að kenna litlum börnum” Þetta eru fordómar fyrir menntunarfræði ungra barna. Við þurfum sem samfélag snúa þessari orðræðu við og átta okkur á því að menntun er lausnin en fólk sækir bara ekki í hana af því að launin eru alltaf lægst allra launa. Við þá sem segja að ekki þurfi háskólamenntað fólk í kennslu yngstu barnanna langar mig að nefna hér kenningar sem eru frekar nýlegar á nálinni (póststrúktúralískar kenningar) sem fjalla um að innleiða kennsluhætti sem byggja á jafnræði og þannig getum við sem fagfólk reynt að koma í veg fyrir útilokun eftir bestu getu. Með þessum verkfærum er snemma hægt að koma auga á þau börn sem eru útsett fyrir einelti, sem veldur vanlíðan, kvíða og einmanaleika. Við vitum að börn eru að kljást við svakalega vanlíðan. Erum við að átta okkur á mikilvægi hlutverks kennara fyrir framtíð barna? Skortur á kennurum er að koma niður á gæðum í kennslu. Við þurfum að jafna launin, fjárfesta í kennurum og byggja menntakerfi sem er aðlaðandi fyrir kennara að starfa í, fyrir framtíð barna okkar. Höfundur er leikskólakennari og aðstoðarleikskólastjóri í leikskóla í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Leikskólar Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Það sýndi sig hvaða stéttir eru ómissandi þegar heimsfaraldur ógnaði heimsbyggðinni. Ein þeirra er starfsfólk í leikskólum. Á tímum Covid-19 var leikskólinn eina skólastigið sem lokaði aldrei. Þá vorum við framlínustétt, núna upplifi ég okkur stétt sem er með vesen, það kristallast í viðbrögðum SÍS, sem hefur stefnt Kennarasambandinu til félagsdóms vegna verkfallsboðunar. Mig langar aðeins að fara yfir stöðuna eins og ég sé hana: Ég valdi mér starf, ég er leikskólakennari, ég lærði í fimm ár í Háskóla Íslands um menntun ungra barna, nám sem byggir á rannsóknum undanfarna áratugi. Ég er sérfræðingur í mínu starfi og á skilið að vera með laun sem eru í takt við aðra sérfræðimenntaða einstaklinga á markaðnum. Kjarabarátta kennara er ekki ný af nálinni. Fólk er uggandi yfir þeirri stöðu sem upp er komin, að það þurfi að grípa í verkföll. Jöfnun launa á markaði er aðal atriðið í þessari kjarabaráttu og það er bara sanngjarnt. Er það ekki? Kröfurnar hafa verið skýrar, en það er hægt að stefna okkur og eyða dýrmætum tíma í þær aðgerðir, vegna þess að engin “eiginleg kröfugerð” hefur komið fram. Formaður kennarasambandsins svaraði þessu í kvöldfréttum í vikunni, þar sem hann tók það fram að þessar kröfur hafa verið skýrar, a.m.k. frá árinu 2016, þegar samkomulag var gert um jöfnun launa sérfræðinga í kennarastétt og sérfræðinga á almennum markaði, en það hefur ekki verið gert. Ég valdi mér þetta starf af því að ég vil leggja mitt af mörkum í að byggja upp sterkt menntakerfi fyrir yngstu börnin okkar. Mig langar að fólk átti sig á því, af hverju það er mikilvægt. Í leikskólum borgarinnar erum við að takast á við endalausa manneklu, veikindi starfsfólks spila þar stórt hlutverk. Starfsmannavelta er mun meiri en gengur og gerist á almennum markaði (eðlileg starfsmannavelta er 7-10%). Án þess að gera lítið úr ófaglærðu starfsfólki, þá er raunstaðan sú að starfsmannaveltan hjá þeim er 33% en 7-10% á meðal kennara sem hafa fjárfest í menntun. Kennararnir eru bara alltof fáir. Þetta er starfsumhverfi sem er ekki hægt að sætta sig við til lengdar og allra síst það námsumhverfi sem við viljum bjóða börnunum okkar upp á. Dæmi: Sum börn fara stundum í gegnum eitt skólaár með 8 mismunandi einstaklinga sem sinna þeim, það er mikið rót fyrir ung börn og hefur slæm áhrif á geðtengsl þeirra. Sterk geðtengsl á milli kennara og barna leiða af sér börn sem hafa betri sjálfstjórn, treysta öðrum betur og eflir þau í félagslegum samskiptum. Ef við getum ekki veitt börnum þennan stöðugleika, hvernig getum við þá ætlast til þess að þeim vegni vel? Við erum með börnunum í 8 klst á dag, 5 daga vikunnar, sjáið þið hvað þetta skiptir miklu máli? “það þarf ekki háskólamenntað fólk til þess að kenna litlum börnum” Þetta eru fordómar fyrir menntunarfræði ungra barna. Við þurfum sem samfélag snúa þessari orðræðu við og átta okkur á því að menntun er lausnin en fólk sækir bara ekki í hana af því að launin eru alltaf lægst allra launa. Við þá sem segja að ekki þurfi háskólamenntað fólk í kennslu yngstu barnanna langar mig að nefna hér kenningar sem eru frekar nýlegar á nálinni (póststrúktúralískar kenningar) sem fjalla um að innleiða kennsluhætti sem byggja á jafnræði og þannig getum við sem fagfólk reynt að koma í veg fyrir útilokun eftir bestu getu. Með þessum verkfærum er snemma hægt að koma auga á þau börn sem eru útsett fyrir einelti, sem veldur vanlíðan, kvíða og einmanaleika. Við vitum að börn eru að kljást við svakalega vanlíðan. Erum við að átta okkur á mikilvægi hlutverks kennara fyrir framtíð barna? Skortur á kennurum er að koma niður á gæðum í kennslu. Við þurfum að jafna launin, fjárfesta í kennurum og byggja menntakerfi sem er aðlaðandi fyrir kennara að starfa í, fyrir framtíð barna okkar. Höfundur er leikskólakennari og aðstoðarleikskólastjóri í leikskóla í Reykjavík.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun