Fyrsti Íslendingurinn sem vinnur: Þú trúir þvi ekki hversu ánægður ég er Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2024 11:32 Auðunn Guðmundsson var mjög ánægður í viðtalinu eftir keppnina. Skjámynd/Youtube Auðunn Guðmundsson skrifaði söguna í gær þegar hann tryggði liði sínu, Team Thor, sigur í LMP3 kappakstrinum í Le Mans Cup en þetta var lokakeppni tímabilsins og fór fram í Portimao í Portúgal. Þetta var í fyrsta sinn sem íslenskur ökumaður og íslenskt lið fagnar sigri í þessari keppni en þetta var líka söguleg keppni fyrir Auðunn því þetta var hans síðasta keppni. Með því að vinna lokakeppni tímabilsins þá komust lið Auðuns upp úr sjöunda sæti upp í það fjórða. Þeir hoppuðu því upp um þrjú sæti. Auðunn keyrir bílinn ásamt Bretanum Colin Noble. Það gekk mikið á fyrri hluta keppninnar en Auðunn og félagar komust í gegnum þann hamagang og voru í góðum málum seinni hlutann. Auðunn keyrði bílinn í fyrri hlutanum en Noble tók svo við. ELMS & LMC Media tók viðtal við Auðunn og liðsfélaga hans Colin Noble eftir að sigurinn var í höfn. „Þetta er mín síðasta keppni og þú trúir því ekki hversu ánægður ég er. Ég átti ekki von á þessu í morgun og þessi sigur kom því algjörlega úr heiðskíru lofti,“ sagði Auðunn. Þetta var rosaleg keppni og hann datt niður í ellefta sætið þegar öryggisbílinn kom fyrst inn á braut. „Ég var þarna orðinn ellefti en síðan náði ég sama hraða og hinir,“ sagði Auðunn. Hann náði hópnum áður en Colin tók við. „Þessi sigur er mjög mikilvægur. Ég hef verið að stefna að þessu næstum því allt mitt líf. Þetta verður því varla mikilvægara,“ sagði Auðunn eins og sjá má hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=NX28oScyh3c">watch on YouTube</a> Akstursíþróttir Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Fleiri fréttir Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR Óðinn Þór markahæstur að venju Háspennuleikir á Akureyri og Króknum KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Amad líklega frá út tímabilið Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sætti sig við þriggja mánaða bann eftir nuddið Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sjá meira
Þetta var í fyrsta sinn sem íslenskur ökumaður og íslenskt lið fagnar sigri í þessari keppni en þetta var líka söguleg keppni fyrir Auðunn því þetta var hans síðasta keppni. Með því að vinna lokakeppni tímabilsins þá komust lið Auðuns upp úr sjöunda sæti upp í það fjórða. Þeir hoppuðu því upp um þrjú sæti. Auðunn keyrir bílinn ásamt Bretanum Colin Noble. Það gekk mikið á fyrri hluta keppninnar en Auðunn og félagar komust í gegnum þann hamagang og voru í góðum málum seinni hlutann. Auðunn keyrði bílinn í fyrri hlutanum en Noble tók svo við. ELMS & LMC Media tók viðtal við Auðunn og liðsfélaga hans Colin Noble eftir að sigurinn var í höfn. „Þetta er mín síðasta keppni og þú trúir því ekki hversu ánægður ég er. Ég átti ekki von á þessu í morgun og þessi sigur kom því algjörlega úr heiðskíru lofti,“ sagði Auðunn. Þetta var rosaleg keppni og hann datt niður í ellefta sætið þegar öryggisbílinn kom fyrst inn á braut. „Ég var þarna orðinn ellefti en síðan náði ég sama hraða og hinir,“ sagði Auðunn. Hann náði hópnum áður en Colin tók við. „Þessi sigur er mjög mikilvægur. Ég hef verið að stefna að þessu næstum því allt mitt líf. Þetta verður því varla mikilvægara,“ sagði Auðunn eins og sjá má hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=NX28oScyh3c">watch on YouTube</a>
Akstursíþróttir Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Fleiri fréttir Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR Óðinn Þór markahæstur að venju Háspennuleikir á Akureyri og Króknum KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Amad líklega frá út tímabilið Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sætti sig við þriggja mánaða bann eftir nuddið Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sjá meira