Hættum þessu bulli – enga strúta hér á landi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar 20. október 2024 10:31 Þetta er ekki flókið. Náum sátt um menntakerfið og málið er dautt. Eldgamalt vandamál sem þarf að leysa. Kjör á pari við viðmiðunarstéttir miðað við fimm ára háskólanám. Kjarasamningur þar sem kennarar þurfa ekki að selja sálu sína til að koma út í plús. Viðunandi starfsaðstæður sem veikja ekki einstaklinga vegna álags og myglu. Skýr framtíðarsýn svo allir séu að slá taktinn saman. Börn eiga rétt á menntakerfi sem er ekki á virku sprengjusvæði. Kennarar eiga rétt á kjörum og starfsskilyrðum sem hægt er að lifa á eins og aðrir háskólamenntaðir og valda ekki veikindum. Foreldrar eiga rétt á menntakerfi sem virkar fyrir börnin þeirra. Hvað er málið ? Ætlum við virkilega að halda þessari vitleysu áfram ? Það breytist ekkert ef við breytum ekki neinu. Það er ekki nóg að slökkva elda hér og þar. Það þarf róttækar breytingar og allt samfélagið þarf að koma inn í þá jöfnu. Það sér það hver heilvita maður að sveitarfélögin eru ekki að ráða við það verkefni að reka grunnskólana. Ríkið þarf að stíga fast inn. Á meðan við höldum þessu bulli áfram þá erum við að viðhalda menntakerfi sem dansar á brúninni. Girðum okkur í brók. Það er til haugur af skýrslum og rannsóknum sem styðja það sem ég er að segja. Það mun taka tíma að lagfæra það menntakerfi sem við búum við í dag en á meðan stjórnvöld stinga hausnum í sandinn þá munum við halda áfram að búa við það sama. Strútar eru ekki góðir viðsemjendur. Höfundur er grunnskólakennari og stjórnarmeðlimur í Kennarafélagi Reykjavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Réttindi barna Rakel Linda Kristjánsdóttir Mest lesið Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Þetta er ekki flókið. Náum sátt um menntakerfið og málið er dautt. Eldgamalt vandamál sem þarf að leysa. Kjör á pari við viðmiðunarstéttir miðað við fimm ára háskólanám. Kjarasamningur þar sem kennarar þurfa ekki að selja sálu sína til að koma út í plús. Viðunandi starfsaðstæður sem veikja ekki einstaklinga vegna álags og myglu. Skýr framtíðarsýn svo allir séu að slá taktinn saman. Börn eiga rétt á menntakerfi sem er ekki á virku sprengjusvæði. Kennarar eiga rétt á kjörum og starfsskilyrðum sem hægt er að lifa á eins og aðrir háskólamenntaðir og valda ekki veikindum. Foreldrar eiga rétt á menntakerfi sem virkar fyrir börnin þeirra. Hvað er málið ? Ætlum við virkilega að halda þessari vitleysu áfram ? Það breytist ekkert ef við breytum ekki neinu. Það er ekki nóg að slökkva elda hér og þar. Það þarf róttækar breytingar og allt samfélagið þarf að koma inn í þá jöfnu. Það sér það hver heilvita maður að sveitarfélögin eru ekki að ráða við það verkefni að reka grunnskólana. Ríkið þarf að stíga fast inn. Á meðan við höldum þessu bulli áfram þá erum við að viðhalda menntakerfi sem dansar á brúninni. Girðum okkur í brók. Það er til haugur af skýrslum og rannsóknum sem styðja það sem ég er að segja. Það mun taka tíma að lagfæra það menntakerfi sem við búum við í dag en á meðan stjórnvöld stinga hausnum í sandinn þá munum við halda áfram að búa við það sama. Strútar eru ekki góðir viðsemjendur. Höfundur er grunnskólakennari og stjórnarmeðlimur í Kennarafélagi Reykjavíkur
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun