Menntun er fjárfesting í framtíðinni Geir Sigurðsson skrifar 20. október 2024 13:30 Menntakerfi geta verið helvíti kostnaðarsöm. Séu þau vel úr garði gerð eru þau mann-, tækja- og húsnæðisfrekar stofnanir sem krefjast umfangsmikillar stoðþjónustu, ítarlegrar stefnumótunar og ekki síst kennara af holdi og blóði sem annast störf sín af kostgæfni og helst ástríðu. En sé litið til lengri tíma geta vanræksla og vanfjármögnun menntakerfa haft enn meiri kostnað í för með sér. Nú þegar verkföll eru yfirvofandi hjá kennurum í leik-, grunn- og framhaldsskólum er ekki úr vegi að staldra aðeins við og velta fyrir sér tilgangi menntunar. Til hvers höldum við úti þessum dýru kerfum? Svo virðist sem þeirri grundvallarspurningu sé sjaldan varpað fram og þó er brýnt að regluleg umræða hana eigi sér stað – svona rétt til áminningar. Margt má læra af framandi menningarheimum. Í kínverskum konfúsíanisma til forna, heimspeki eða hugmyndafræði sem var opinber stefna kínverska keisaraveldisins í yfir 2000 ár, var litið á menntun sem ófrávíkjanlega grunnforsendu þess að hægt sé að viðhalda blómlegu samfélagi. Án menntunar getur ekkert samfélag þrifist. En áherslan var ekki á að læra tiltekna tækni til að geta gegnt ákveðnum störfum, heldur var gildi menntunar fyrst og fremst fólgið í því að styðja baki við og þróa áfram menninguna – þetta ósýnilega afl sem heldur fólki saman í samfélaginu – svo hún gæti aðlagast síbreytilegum aðstæðum fyrir tilstilli þeirra einstaklinga sem menninguna mynda. Án þess að fara hér nánar út í þær hugmyndir og útfærslur sem konfúsíanisminn hefur að bjóða – en þar er vissulega margt athyglisvert og gagnlegt að finna – langar mig að brydda upp á sambærilegri heildarhugsun um menntakerfi okkar á Íslandi í þeirri von að við getum sammælst um mikilvægi þess að fjárfesta vel í því – þá ekki síst í þeim flókna veruleika sem umlykur okkur í dag. Mig langar að leggja sérstaklega út af leikskólunum sem á vissan hátt eru grunnstoðir alls skólakerfisins. Í leikskólum stíga yngstu borgararnir okkar sín fyrstu skref á vettvangi samfélagsins. Mig grunar að margir geri sér ekki grein fyrir því mikilvæga starfi sem fram fer innan veggja leikskólanna. Leikskólarnir eru ekki einber geymslurými fyrir börnin svo foreldrar geti unnið úti til að stuðla að auknum hagvexti eins og sumir virðast halda – jafnvel þeir sem ættu að vita betur. Auk þess að undirbúa sig fyrir tilteknar námsgreinar grunnskólans, þjálfa börnin málkunnáttu sína, móta með sér aukna félagskennd og læra almennt að umgangast annað fólk af virðingu og jafnvel væntumþykju. Ef aðstæður eru heppilegar er hægt að koma barni til aðstoðar sem á við einhverja sértæka örðugleika að stríða. En þetta er einungis raunhæft þegar aðstæður eru ásættanlegar, þ.á m. nægilega margt sérhæft starfsfólk til staðar, hentugt húsnæði fyrir hendi og aðgangur greiður að viðeigandi námsgögnum og t.d. þroskaleikföngum. Með síauknum fjölda barna sem tala litla eða enga íslensku er orðið enn brýnna að þau fái viðeigandi þjálfun strax á þessu fyrsta stigi. Hins vegar er ekki að sjá að áhugi fyrir því að bæta þessar aðstæður séu sérlega miklar hjá rekstraraðilum leikskólanna. Fyrir vikið verður til vítahringur þar sem allir tapa, ekki síst börnin og framtíð þeirra, framtíð okkar allra. Álagið á leikskólakennara verður of mikið, færri halda í nám leikskólakennara, álagið eykst enn frekar, enn fækkar í greininni, o.s.frv. Þarna hjálpar svo sannarlega ekki til að grunnlaun leikskólakennara – að loknu fimm ára háskólanámi – eru ekki beysin. Það sem hefst í leikskólum heldur auðvitað áfram í grunnskólum – og jafnvel í framhaldsskólum og háskólum, þótt þar séu það vissulega nemendurnir sjálfir sem taka síaukna ábyrgð á eigin námi. Það er samfella á milli skólastiga. Samfellan felst í því að verða smám saman gjaldgengur samfélagsmeðlimur. Það merkir í stuttu (og einfölduðu) máli að kunna á grunneiningar samfélagsins, að temja sér gagnrýna hugsun og hafa skilning á mikilvægi þess að tjá sig og hegða sér með hætti sem stuðlar að betra samfélagi. Þarna eru að sjálfsögðu einnig tilteknar námsgreinar og áherslan á þær eykst eftir því sem haldið er á efra skólastig. Á efstu stigum háskólanáms á mesta sérhæfingin sér stað. En hinn samfélagslegi ábyrgðarþáttur er – eða ætti að vera – gegnumgangandi á öllum stigum menntunar. Megintilgangurinn með menntun er að gera nemendum kleift að þroska getu sína til að vera uppbyggilegir þátttakendur með öðrum í framþróun samfélagsins – og jafnframt að opna augu þeirra fyrir þeim möguleikum og víddum sem menntun opnar þeim. Á vissan hátt er því meginmarkmið menntunar menntunin sjálf. Náist þetta markmið kemur hitt – og þar á ég einkum við val einstaklingsins á sérhæfingu sinni þegar þar að kemur – að mestu leyti af sjálfu sér. Kennslustarf er og hefur væntanlega alltaf verið krefjandi á öllum skólastigum. En í dag þurfa kennarar að bregðast við fjölmörgum nýjum áskorunum á einu bretti. Svo nokkuð sé nefnt, þá virðist sem sértækir námsörðugleikar á borð við málþroskaröskun og athyglisbrest hafi aukist, nemendum með annað tungumál að móðurmáli hefur fjölgað hratt og tilhneiging til sjálfvalinnar félagslegrar einangrunar virðist sterkari nú en áður. Það skiptir sköpum að hlúa sem allra best að framtíðarborgurum samfélags okkar, ekki síst hinum viðkvæmustu og brothættustu, og þannig hefur kennarahlutverkið líklega aldrei verið jafn mikilvægt og einmitt nú. En til þess að kennarar geti sinnt starfi sínu og mætt öllum þessum ólíku áskorunum án þess að eiga hættu á kulnun þarf að skapa þeim kjöraðstæður – það þarf með öðrum orðum að gera kennarastarfið – á öllum skólastigum – að virtum og eftirsóknarverðum starfsvettvangi sem laðar að okkar hæfasta og besta fólk. Allt þetta kostar fjármagn en þetta fjármagn er fjárfesting í framtíðinni. Sumir fjárfestar eiga ugglaust erfitt með að bíða of lengi eftir arðinum af fjárfestingu sinni en jafnvel margir hinna eirðarlausustu eiga sjálfir afkomendur og ættu því kannski að hugsa málið betur. Höfundur er prófessor á Hugvísindasviði Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Menntakerfi geta verið helvíti kostnaðarsöm. Séu þau vel úr garði gerð eru þau mann-, tækja- og húsnæðisfrekar stofnanir sem krefjast umfangsmikillar stoðþjónustu, ítarlegrar stefnumótunar og ekki síst kennara af holdi og blóði sem annast störf sín af kostgæfni og helst ástríðu. En sé litið til lengri tíma geta vanræksla og vanfjármögnun menntakerfa haft enn meiri kostnað í för með sér. Nú þegar verkföll eru yfirvofandi hjá kennurum í leik-, grunn- og framhaldsskólum er ekki úr vegi að staldra aðeins við og velta fyrir sér tilgangi menntunar. Til hvers höldum við úti þessum dýru kerfum? Svo virðist sem þeirri grundvallarspurningu sé sjaldan varpað fram og þó er brýnt að regluleg umræða hana eigi sér stað – svona rétt til áminningar. Margt má læra af framandi menningarheimum. Í kínverskum konfúsíanisma til forna, heimspeki eða hugmyndafræði sem var opinber stefna kínverska keisaraveldisins í yfir 2000 ár, var litið á menntun sem ófrávíkjanlega grunnforsendu þess að hægt sé að viðhalda blómlegu samfélagi. Án menntunar getur ekkert samfélag þrifist. En áherslan var ekki á að læra tiltekna tækni til að geta gegnt ákveðnum störfum, heldur var gildi menntunar fyrst og fremst fólgið í því að styðja baki við og þróa áfram menninguna – þetta ósýnilega afl sem heldur fólki saman í samfélaginu – svo hún gæti aðlagast síbreytilegum aðstæðum fyrir tilstilli þeirra einstaklinga sem menninguna mynda. Án þess að fara hér nánar út í þær hugmyndir og útfærslur sem konfúsíanisminn hefur að bjóða – en þar er vissulega margt athyglisvert og gagnlegt að finna – langar mig að brydda upp á sambærilegri heildarhugsun um menntakerfi okkar á Íslandi í þeirri von að við getum sammælst um mikilvægi þess að fjárfesta vel í því – þá ekki síst í þeim flókna veruleika sem umlykur okkur í dag. Mig langar að leggja sérstaklega út af leikskólunum sem á vissan hátt eru grunnstoðir alls skólakerfisins. Í leikskólum stíga yngstu borgararnir okkar sín fyrstu skref á vettvangi samfélagsins. Mig grunar að margir geri sér ekki grein fyrir því mikilvæga starfi sem fram fer innan veggja leikskólanna. Leikskólarnir eru ekki einber geymslurými fyrir börnin svo foreldrar geti unnið úti til að stuðla að auknum hagvexti eins og sumir virðast halda – jafnvel þeir sem ættu að vita betur. Auk þess að undirbúa sig fyrir tilteknar námsgreinar grunnskólans, þjálfa börnin málkunnáttu sína, móta með sér aukna félagskennd og læra almennt að umgangast annað fólk af virðingu og jafnvel væntumþykju. Ef aðstæður eru heppilegar er hægt að koma barni til aðstoðar sem á við einhverja sértæka örðugleika að stríða. En þetta er einungis raunhæft þegar aðstæður eru ásættanlegar, þ.á m. nægilega margt sérhæft starfsfólk til staðar, hentugt húsnæði fyrir hendi og aðgangur greiður að viðeigandi námsgögnum og t.d. þroskaleikföngum. Með síauknum fjölda barna sem tala litla eða enga íslensku er orðið enn brýnna að þau fái viðeigandi þjálfun strax á þessu fyrsta stigi. Hins vegar er ekki að sjá að áhugi fyrir því að bæta þessar aðstæður séu sérlega miklar hjá rekstraraðilum leikskólanna. Fyrir vikið verður til vítahringur þar sem allir tapa, ekki síst börnin og framtíð þeirra, framtíð okkar allra. Álagið á leikskólakennara verður of mikið, færri halda í nám leikskólakennara, álagið eykst enn frekar, enn fækkar í greininni, o.s.frv. Þarna hjálpar svo sannarlega ekki til að grunnlaun leikskólakennara – að loknu fimm ára háskólanámi – eru ekki beysin. Það sem hefst í leikskólum heldur auðvitað áfram í grunnskólum – og jafnvel í framhaldsskólum og háskólum, þótt þar séu það vissulega nemendurnir sjálfir sem taka síaukna ábyrgð á eigin námi. Það er samfella á milli skólastiga. Samfellan felst í því að verða smám saman gjaldgengur samfélagsmeðlimur. Það merkir í stuttu (og einfölduðu) máli að kunna á grunneiningar samfélagsins, að temja sér gagnrýna hugsun og hafa skilning á mikilvægi þess að tjá sig og hegða sér með hætti sem stuðlar að betra samfélagi. Þarna eru að sjálfsögðu einnig tilteknar námsgreinar og áherslan á þær eykst eftir því sem haldið er á efra skólastig. Á efstu stigum háskólanáms á mesta sérhæfingin sér stað. En hinn samfélagslegi ábyrgðarþáttur er – eða ætti að vera – gegnumgangandi á öllum stigum menntunar. Megintilgangurinn með menntun er að gera nemendum kleift að þroska getu sína til að vera uppbyggilegir þátttakendur með öðrum í framþróun samfélagsins – og jafnframt að opna augu þeirra fyrir þeim möguleikum og víddum sem menntun opnar þeim. Á vissan hátt er því meginmarkmið menntunar menntunin sjálf. Náist þetta markmið kemur hitt – og þar á ég einkum við val einstaklingsins á sérhæfingu sinni þegar þar að kemur – að mestu leyti af sjálfu sér. Kennslustarf er og hefur væntanlega alltaf verið krefjandi á öllum skólastigum. En í dag þurfa kennarar að bregðast við fjölmörgum nýjum áskorunum á einu bretti. Svo nokkuð sé nefnt, þá virðist sem sértækir námsörðugleikar á borð við málþroskaröskun og athyglisbrest hafi aukist, nemendum með annað tungumál að móðurmáli hefur fjölgað hratt og tilhneiging til sjálfvalinnar félagslegrar einangrunar virðist sterkari nú en áður. Það skiptir sköpum að hlúa sem allra best að framtíðarborgurum samfélags okkar, ekki síst hinum viðkvæmustu og brothættustu, og þannig hefur kennarahlutverkið líklega aldrei verið jafn mikilvægt og einmitt nú. En til þess að kennarar geti sinnt starfi sínu og mætt öllum þessum ólíku áskorunum án þess að eiga hættu á kulnun þarf að skapa þeim kjöraðstæður – það þarf með öðrum orðum að gera kennarastarfið – á öllum skólastigum – að virtum og eftirsóknarverðum starfsvettvangi sem laðar að okkar hæfasta og besta fólk. Allt þetta kostar fjármagn en þetta fjármagn er fjárfesting í framtíðinni. Sumir fjárfestar eiga ugglaust erfitt með að bíða of lengi eftir arðinum af fjárfestingu sinni en jafnvel margir hinna eirðarlausustu eiga sjálfir afkomendur og ættu því kannski að hugsa málið betur. Höfundur er prófessor á Hugvísindasviði Háskóla Íslands
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun