Sömu rök og styðja rétt kvenna til þungunarrofs eiga við um dánaraðstoð Ingrid Kuhlman og Steinar Harðarson skrifa 28. október 2024 08:02 Árið 2019 tók Alþingi mikilvægt skref í átt að auknum réttindum kvenna með samþykkt nýrra laga um þungunarrof, lög nr. 43/2019. Lögin, sem staðfesta sjálfsákvörðunarrétt kvenna yfir eigin líkama, voru að áliti margra veruleg réttarbót. Í greinargerð og rökstuðningi með lögunum voru færð sterk rök fyrir mikilvægi þess að viðurkenna og vernda sjálfsákvörðunarrétt kvenna. Í umsögnum um frumvarpið sem bárust í gegnum samráðsgátt má sjá jákvæð viðbrögð heilbrigðisstofnana. Embætti landlæknis lýsti sem dæmi yfir stuðningi við lögin og taldi þau vera mikilvægt skref í átt að auknu sjálfsforræði kvenna. Þá kom fram i umsögn Landspítala að engin kona tæki ákvörðun um að enda meðgöngu á bilinu 18–22 vikur án vandlegrar íhugunar að teknu tilliti til allra aðstæðna. Konum væri best treystandi til að taka slíka ákvörðun um eigin framtíð, líf og líkama. Í dag myndu fáir andmæla þeim sjálfsákvörðunarrétti sem konur öðluðust með lögunum frá 2019. En ættu ekki sömu rök, sem samfélagið hefur almennt fallist á, að eiga við um dánaraðstoð? Er ekki rétt að líta á dánaraðstoð sem „mikilvægt skref í átt að auknu sjálfsforræði einstaklinga“? Og er ekki ljóst að „enginn einstaklingur tæki ákvörðun um að binda enda á eigið líf án vandlegrar íhugunar að teknu tilliti til allra aðstæðna? Honum væri best treystandi til að taka ákvörðun um eigin framtíð, líf og líkama?“ Hægt að heimfæra greinargerðina um þungunarrof yfir á dánaraðstoð Ef við heimfærum 2. kafla greinargerðarinnar með frumvarpinu um þungunarrof yfir á löggjöf um dánaraðstoð, með því að skipta út orðinu þungunarrof fyrir dánaraðstoð og konur fyrir einstaklinga, myndi greinargerðin í stórum dráttum hljóða svona: Mikilvægt væri að Ísland sýndi umheiminum að einstaklingar hér á landi nytu virðingar, ákvörðun þeirra um að fá að deyja á eigin forsendum væri virt sem og sjálfsforræði þeirra og þeir studdir með faglegri fræðslu og ráðgjöf sem byggist á gagnreyndri þekkingu. Er þetta í takt við þróun á sviði mannréttinda sem hefur verið í þá átt að auka sjálfsforræði einstaklingsins. Má í því samhengi nefna fjölmarga alþjóðlega samninga og þróun í dómaframkvæmd á sviði þeirra, svo sem mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjónanna, mannréttindasáttmála Evrópu, samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, samning Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gegn konum, samning Evrópuráðsins um vernd mannréttinda og mannlegrar reisnar með hliðsjón af starfsemi á sviði líffræði og læknisfræði: samningur um mannréttindi og líflæknisfræði. Þá er í 3. gr. mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna kveðið á um að allir eigi rétt til lífs, frelsis og mannhelgi… Nefndin var einhuga um nauðsyn þess setja lög sem heimila dánaraðstoð með það fyrir augum að tryggja og undirstrika réttinn til sjálfsforræðis einstaklinga yfir líkama sínum og rétt hvers einstaklings til þess að taka ákvörðun um eigin dauða. Þessi sjónarmið leggja grunninn að markmiði frumvarpsins um að tryggja að sjálfsforræði einstaklinga sé virt með öruggum aðgangi að heilbrigðisþjónustu fyrir þá einstaklinga sem óska eftir dánaraðstoð. Hér má sjá að bæði þungunarrof og dánaraðstoð byggja á siðferðisviðmiðum sem viðurkenna sjálfstæði og grundvallarrétt hvers einstaklings til að ráða yfir eigin lífi og líkama. Með setningu laga um dánaraðstoð yrði tryggður réttur allra til að taka sjálfstæðar ákvarðanir um eigin líkama og líf, óháð kyni. Hver á að taka ákvörðun um okkar hinstu stund? Það má ekki gleymast að í þeim löndum þar sem dánaraðstoð hefur verið lögleidd eru strangar lagalegar kröfur sem einstaklingar þurfa að uppfylla. Þeir sem fá dánaraðstoð eru oft með mjög langt genginn sjúkdóm, eiga enga von um bata og upplifa óbærilegar þjáningar. Ákvörðunin um dánaraðstoð er auk þess tekin af einstaklingnum sjálfum, sem þarf að vera hæfur til að taka slíka ákvörðun. Sterk rök þurfa að liggja fyrir til að segja að réttur einstaklings til að sækja sjálfviljugur um dánarstoð sé ekki jafn mikils metinn og réttur kvenna til þungunarrofs. Í báðum tilfellum snýst málið um sjálfsforræði, virðingu fyrir persónulegum ákvörðunum og rétt til að ráða yfir eigin líkama og lífi. Höfundar eru stjórnarmenn í Lífsvirðingu, sem berst fyrir löggjöf um dánaraðstoð á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Halldór 12.04.2025 Halldór Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Skoðun Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Árið 2019 tók Alþingi mikilvægt skref í átt að auknum réttindum kvenna með samþykkt nýrra laga um þungunarrof, lög nr. 43/2019. Lögin, sem staðfesta sjálfsákvörðunarrétt kvenna yfir eigin líkama, voru að áliti margra veruleg réttarbót. Í greinargerð og rökstuðningi með lögunum voru færð sterk rök fyrir mikilvægi þess að viðurkenna og vernda sjálfsákvörðunarrétt kvenna. Í umsögnum um frumvarpið sem bárust í gegnum samráðsgátt má sjá jákvæð viðbrögð heilbrigðisstofnana. Embætti landlæknis lýsti sem dæmi yfir stuðningi við lögin og taldi þau vera mikilvægt skref í átt að auknu sjálfsforræði kvenna. Þá kom fram i umsögn Landspítala að engin kona tæki ákvörðun um að enda meðgöngu á bilinu 18–22 vikur án vandlegrar íhugunar að teknu tilliti til allra aðstæðna. Konum væri best treystandi til að taka slíka ákvörðun um eigin framtíð, líf og líkama. Í dag myndu fáir andmæla þeim sjálfsákvörðunarrétti sem konur öðluðust með lögunum frá 2019. En ættu ekki sömu rök, sem samfélagið hefur almennt fallist á, að eiga við um dánaraðstoð? Er ekki rétt að líta á dánaraðstoð sem „mikilvægt skref í átt að auknu sjálfsforræði einstaklinga“? Og er ekki ljóst að „enginn einstaklingur tæki ákvörðun um að binda enda á eigið líf án vandlegrar íhugunar að teknu tilliti til allra aðstæðna? Honum væri best treystandi til að taka ákvörðun um eigin framtíð, líf og líkama?“ Hægt að heimfæra greinargerðina um þungunarrof yfir á dánaraðstoð Ef við heimfærum 2. kafla greinargerðarinnar með frumvarpinu um þungunarrof yfir á löggjöf um dánaraðstoð, með því að skipta út orðinu þungunarrof fyrir dánaraðstoð og konur fyrir einstaklinga, myndi greinargerðin í stórum dráttum hljóða svona: Mikilvægt væri að Ísland sýndi umheiminum að einstaklingar hér á landi nytu virðingar, ákvörðun þeirra um að fá að deyja á eigin forsendum væri virt sem og sjálfsforræði þeirra og þeir studdir með faglegri fræðslu og ráðgjöf sem byggist á gagnreyndri þekkingu. Er þetta í takt við þróun á sviði mannréttinda sem hefur verið í þá átt að auka sjálfsforræði einstaklingsins. Má í því samhengi nefna fjölmarga alþjóðlega samninga og þróun í dómaframkvæmd á sviði þeirra, svo sem mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjónanna, mannréttindasáttmála Evrópu, samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, samning Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gegn konum, samning Evrópuráðsins um vernd mannréttinda og mannlegrar reisnar með hliðsjón af starfsemi á sviði líffræði og læknisfræði: samningur um mannréttindi og líflæknisfræði. Þá er í 3. gr. mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna kveðið á um að allir eigi rétt til lífs, frelsis og mannhelgi… Nefndin var einhuga um nauðsyn þess setja lög sem heimila dánaraðstoð með það fyrir augum að tryggja og undirstrika réttinn til sjálfsforræðis einstaklinga yfir líkama sínum og rétt hvers einstaklings til þess að taka ákvörðun um eigin dauða. Þessi sjónarmið leggja grunninn að markmiði frumvarpsins um að tryggja að sjálfsforræði einstaklinga sé virt með öruggum aðgangi að heilbrigðisþjónustu fyrir þá einstaklinga sem óska eftir dánaraðstoð. Hér má sjá að bæði þungunarrof og dánaraðstoð byggja á siðferðisviðmiðum sem viðurkenna sjálfstæði og grundvallarrétt hvers einstaklings til að ráða yfir eigin lífi og líkama. Með setningu laga um dánaraðstoð yrði tryggður réttur allra til að taka sjálfstæðar ákvarðanir um eigin líkama og líf, óháð kyni. Hver á að taka ákvörðun um okkar hinstu stund? Það má ekki gleymast að í þeim löndum þar sem dánaraðstoð hefur verið lögleidd eru strangar lagalegar kröfur sem einstaklingar þurfa að uppfylla. Þeir sem fá dánaraðstoð eru oft með mjög langt genginn sjúkdóm, eiga enga von um bata og upplifa óbærilegar þjáningar. Ákvörðunin um dánaraðstoð er auk þess tekin af einstaklingnum sjálfum, sem þarf að vera hæfur til að taka slíka ákvörðun. Sterk rök þurfa að liggja fyrir til að segja að réttur einstaklings til að sækja sjálfviljugur um dánarstoð sé ekki jafn mikils metinn og réttur kvenna til þungunarrofs. Í báðum tilfellum snýst málið um sjálfsforræði, virðingu fyrir persónulegum ákvörðunum og rétt til að ráða yfir eigin líkama og lífi. Höfundar eru stjórnarmenn í Lífsvirðingu, sem berst fyrir löggjöf um dánaraðstoð á Íslandi.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun