Eitt af því var að fara í skoðunarferð um borgina blindandi. Sem var heldur skrautleg ferð og fær ekki góða dóma á veraldarvefnum. Ferð þar sem þú snertir og lyktar af Berlín en sérð hana ekki.
Þættirnir eru á dagskrá á Stöð 2 á föstudagskvöldum en þeir fjalla um þessa tvo æskuvini sem fara í spreng hlægilegt ferðalag um heiminn. Þar prófa þeir verstu staði í heimi. Dóri segist hafa fengið nóg af Steinþóri og lýsir honum sem skelfilegum ferðafélaga á meðan Steindi heldur ekki vatni yfir Dóra.
Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti.