„Þegar hann nálgast ákveðnar grensur þá er mér ekkert sama“ Sindri Sverrisson skrifar 21. október 2024 13:27 Garpur I. Elísabetarson ræddi við Brynju Völu Bjarnadóttur í Elliðaárdalnum í dag. Vísir „Ég tók alla vega frí í vinnunni alla vikuna. Við hinkrum hérna þangað til að hann er kominn með nóg,“ segir Brynja Vala Bjarnadóttir, kona og aðstoðarkona Andra Guðmundssonar, eins af ofurhlaupurunum sem enn eru á ferðinni í Elliðaárdal, á HM í bakgarðshlaupum. Garpur I. Elísabetarson ræddi við Brynju Völu eftir að Andri var lagður af stað í sinn 49. hring, og hafði því klárað 322 kílómetra, nú í hádeginu. Hún hefur staðið þétt við bakið á sínum manni og veit í raun ekkert um hve lengi hann mun geta haldið áfram, en keppnin hófst í hádeginu á laugardag. „Ég segi bara fínt. Geðheilsan er ágæt. Það er svona verst við þetta að maður veit einhvern veginn ekkert við hverju maður býst þegar hann kemur til baka úr hverjum hring. Það getur svo margt gerst og þarf lítið til að allt „spírali“,“ segir Brynja Vala en viðtal við hana má sjá hér að neðan. Brynja segir að það hafi sína kosti og galla að vera maka sínum til aðstoðar í svona keppni – keppni sem sé í raun mjög óheilbrigð. „Þetta hefur alveg sína kosti og galla. Ég þekki hann mjög vel og get lesið hann betur en margir aðrir. Sérstaklega ef hann er orðinn þreyttur og nennir ekki að tjá sig. En auðvitað, þegar hann nálgast ákveðnar grensur, þá er mér ekkert alveg sama þegar hann leggur svo af stað. Orðið illt og orðinn slappur,“ segir Brynja. Hún tekur undir að það sé krefjandi að finna jafnvægi á milli þess að hvetja Andra áfram þegar hlaupið sé farið að taka verulegan toll af honum, á sama tíma og hún vilji maka sínum auðvitað allt hið besta: „Við erum í upphafi búin að setja ákveðnar línur um hvenær við segjum stopp. Þetta er asnalegt sport í grunninn, því þetta er mjög óheilbrigt. En hann er búinn að plana nákvæmlega hvað hann þarf að borða, drekka og fá af söltum. Við erum bara með þetta í Excel. Maður veit því hvernig jafnvægið er hjá honum og getur séð hvað er í gangi. En ef það eru einhverjar vísbendingar um að eitthvað sé að breytast varðandi hjarta eða lungu þá er bara hreint stopp. Það er allt í lagi að hann sé með einhverja blöðru eða slíkt. Hann getur hamast á því. En annars segjum við stopp,“ segir Brynja en viðtalið við hana má sjá í heild hér að ofan. Bakgarðshlaup Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Við bara brotnum“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Sjá meira
Garpur I. Elísabetarson ræddi við Brynju Völu eftir að Andri var lagður af stað í sinn 49. hring, og hafði því klárað 322 kílómetra, nú í hádeginu. Hún hefur staðið þétt við bakið á sínum manni og veit í raun ekkert um hve lengi hann mun geta haldið áfram, en keppnin hófst í hádeginu á laugardag. „Ég segi bara fínt. Geðheilsan er ágæt. Það er svona verst við þetta að maður veit einhvern veginn ekkert við hverju maður býst þegar hann kemur til baka úr hverjum hring. Það getur svo margt gerst og þarf lítið til að allt „spírali“,“ segir Brynja Vala en viðtal við hana má sjá hér að neðan. Brynja segir að það hafi sína kosti og galla að vera maka sínum til aðstoðar í svona keppni – keppni sem sé í raun mjög óheilbrigð. „Þetta hefur alveg sína kosti og galla. Ég þekki hann mjög vel og get lesið hann betur en margir aðrir. Sérstaklega ef hann er orðinn þreyttur og nennir ekki að tjá sig. En auðvitað, þegar hann nálgast ákveðnar grensur, þá er mér ekkert alveg sama þegar hann leggur svo af stað. Orðið illt og orðinn slappur,“ segir Brynja. Hún tekur undir að það sé krefjandi að finna jafnvægi á milli þess að hvetja Andra áfram þegar hlaupið sé farið að taka verulegan toll af honum, á sama tíma og hún vilji maka sínum auðvitað allt hið besta: „Við erum í upphafi búin að setja ákveðnar línur um hvenær við segjum stopp. Þetta er asnalegt sport í grunninn, því þetta er mjög óheilbrigt. En hann er búinn að plana nákvæmlega hvað hann þarf að borða, drekka og fá af söltum. Við erum bara með þetta í Excel. Maður veit því hvernig jafnvægið er hjá honum og getur séð hvað er í gangi. En ef það eru einhverjar vísbendingar um að eitthvað sé að breytast varðandi hjarta eða lungu þá er bara hreint stopp. Það er allt í lagi að hann sé með einhverja blöðru eða slíkt. Hann getur hamast á því. En annars segjum við stopp,“ segir Brynja en viðtalið við hana má sjá í heild hér að ofan.
Bakgarðshlaup Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Við bara brotnum“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Sjá meira