Þingmenn verða að vita að Lilja segir ekki satt Björn B. Björnsson skrifar 22. október 2024 11:31 Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra ætlar að skera framlög ríkisins til Kvikmyndasjóðs niður um 50% á þremur árum samkvæmt fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi. Allir sjá í hendi sér að niðurskurður af þesssari stærðargráðu mundi ganga frá hvaða atvinnugrein sem er og svo verður líka um íslenska kvikmyndagerð. Hún verður lengi að ná sér eftir þetta áfall. Skaðinn nær líka til fjölmargra annarra atvinnugreina sem eru stoðgreinar kvikmyndaframleiðslunnar. Þannig munu þessar 500 milljónir sem Lilja sparar með niðurskurðinum leiða til 3.5 milljarða minni umsvifa í hagkerfinu og ríkissjóður verður af 1500 milljóna króna skatttekjum. Þá gengur þessi aðgerð Lilju þvert gegn yfirlýstri stefnu Framsóknarflokksins um að stórefla beri íslenska kvikmyndagerð. Lilja segir að þessi niðurskurður sé vegna þess að framlög í sjóðinn á árunum 2020 og 2021 hafi verið tímabundin framlög vegna covid. En þetta er því miður ekki satt. Aukin framlög í kvikmyndasjóð á þessum árum komu til vegna nýrrar kvikmyndastefnu sem ætlað var að stórefla greinina - eins og Lilja sagði margoft á þessum tíma í ræðum og riti. Hvergi sagði hún einu orði að þessi framlög væru tímabundin og vegna kóvid - og hvergi er stafkrókur um slíkt í opinberum skjölum. Í fjárlögum fyrir bæði þessi ár segir þvert á móti í skýringum með fjárlagafumvarpinu að aukin framlög í Kvikmyndasjóð séu vegna nýju kvikmyndastefnunnar. Það er ólíklegt að Lilja hafi logið að Alþingi í tvígang. Hitt er sönnu nær að hún segi ósatt núna til að fela eða fegra illa ígrundaða slátrun sína á Kvikmyndasjóði. Enn er von til að Alþingi lagi þennan hraparlega niðurskurð við meðferð fjárlagafrumvarpsins en til þess að það geti gerst þarf að segja þinginu satt. Þingið mun ekki laga neitt ef það leggur trúnað á þau orð menningarráðherra að um sé að ræða afturköllun á tímabundnum framlögum vegna kóvid. Til upplýsingar þá fékk Kvikmyndasjóður sérstakt covid framlag upp á 120 milljónir. Þessir peningar voru ekki settir inn í Kvikmyndasjóð heldur var þeim úthlutað sérstaklega einu sinni sem viðbragði við samdrætti vegna kóvid. Enginn er að tala um að halda þessu framlagi áfram. (Endurgreiðslum vegna kvikmyndaframleiðslu er stundum þvælt saman við umræðuna um Kvikmyndasjóð. Þar er hins vegar um að ræða tekjuöflunarkerfi fyrir ríkissjóð en ekki stuðning við íslenska kvikmyndagerð. Ríkið metur það svo að umtalsverður kostnaður við það kerfi sé töluvert minni en tekjurnar sem það skilar). Fjárhagslegur ávinningur þessa niðurskurðar er minni en enginn - en skaðinn verður mikill. Bæði á innviðum íslenskrar kvikmyndaframleiðslu og ekki síður á íslenskri menningu og því mikilvæga hlutverki sem kvikmyndir gegna í nútíma samfélagi. Með þessari slátrun hefur Lilja Alfreðsdóttir sett Íslandsmet í niðurskurði á Kvikmyndasjóði og fær þann vafasama heiður að teljast versti ráðherra sem greinin hefur haft frá upphafi. Hin stóra stétt kvikmyndagerðarfólks á Íslandi biðlar nú til þingmanna um að afstýra því heimskulega skemmdarverki sem hér er í uppsiglingu. Svo bíðum við spennt eftir að fá að kjósa. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn B. Björnsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra ætlar að skera framlög ríkisins til Kvikmyndasjóðs niður um 50% á þremur árum samkvæmt fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi. Allir sjá í hendi sér að niðurskurður af þesssari stærðargráðu mundi ganga frá hvaða atvinnugrein sem er og svo verður líka um íslenska kvikmyndagerð. Hún verður lengi að ná sér eftir þetta áfall. Skaðinn nær líka til fjölmargra annarra atvinnugreina sem eru stoðgreinar kvikmyndaframleiðslunnar. Þannig munu þessar 500 milljónir sem Lilja sparar með niðurskurðinum leiða til 3.5 milljarða minni umsvifa í hagkerfinu og ríkissjóður verður af 1500 milljóna króna skatttekjum. Þá gengur þessi aðgerð Lilju þvert gegn yfirlýstri stefnu Framsóknarflokksins um að stórefla beri íslenska kvikmyndagerð. Lilja segir að þessi niðurskurður sé vegna þess að framlög í sjóðinn á árunum 2020 og 2021 hafi verið tímabundin framlög vegna covid. En þetta er því miður ekki satt. Aukin framlög í kvikmyndasjóð á þessum árum komu til vegna nýrrar kvikmyndastefnu sem ætlað var að stórefla greinina - eins og Lilja sagði margoft á þessum tíma í ræðum og riti. Hvergi sagði hún einu orði að þessi framlög væru tímabundin og vegna kóvid - og hvergi er stafkrókur um slíkt í opinberum skjölum. Í fjárlögum fyrir bæði þessi ár segir þvert á móti í skýringum með fjárlagafumvarpinu að aukin framlög í Kvikmyndasjóð séu vegna nýju kvikmyndastefnunnar. Það er ólíklegt að Lilja hafi logið að Alþingi í tvígang. Hitt er sönnu nær að hún segi ósatt núna til að fela eða fegra illa ígrundaða slátrun sína á Kvikmyndasjóði. Enn er von til að Alþingi lagi þennan hraparlega niðurskurð við meðferð fjárlagafrumvarpsins en til þess að það geti gerst þarf að segja þinginu satt. Þingið mun ekki laga neitt ef það leggur trúnað á þau orð menningarráðherra að um sé að ræða afturköllun á tímabundnum framlögum vegna kóvid. Til upplýsingar þá fékk Kvikmyndasjóður sérstakt covid framlag upp á 120 milljónir. Þessir peningar voru ekki settir inn í Kvikmyndasjóð heldur var þeim úthlutað sérstaklega einu sinni sem viðbragði við samdrætti vegna kóvid. Enginn er að tala um að halda þessu framlagi áfram. (Endurgreiðslum vegna kvikmyndaframleiðslu er stundum þvælt saman við umræðuna um Kvikmyndasjóð. Þar er hins vegar um að ræða tekjuöflunarkerfi fyrir ríkissjóð en ekki stuðning við íslenska kvikmyndagerð. Ríkið metur það svo að umtalsverður kostnaður við það kerfi sé töluvert minni en tekjurnar sem það skilar). Fjárhagslegur ávinningur þessa niðurskurðar er minni en enginn - en skaðinn verður mikill. Bæði á innviðum íslenskrar kvikmyndaframleiðslu og ekki síður á íslenskri menningu og því mikilvæga hlutverki sem kvikmyndir gegna í nútíma samfélagi. Með þessari slátrun hefur Lilja Alfreðsdóttir sett Íslandsmet í niðurskurði á Kvikmyndasjóði og fær þann vafasama heiður að teljast versti ráðherra sem greinin hefur haft frá upphafi. Hin stóra stétt kvikmyndagerðarfólks á Íslandi biðlar nú til þingmanna um að afstýra því heimskulega skemmdarverki sem hér er í uppsiglingu. Svo bíðum við spennt eftir að fá að kjósa. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður.
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun