Sambandið telur boðun verkfalls í fjölda skóla ólögmæta þar sem engin kröfugerð liggi fyrir í kjaradeilunni. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands,hefur sagt stefnuna ekki munu hafa áhrif á boðuð verkföll kennara.
Níu skólar undir
Kennarar hafa boðað verkfall í fjórum leikskólum, fjórum grunnskólum, tveimur framhaldsskólum og einum tónlistarskóla, á Ísafirði, sem hefst að óbreyttu þann 29. október.
Nú síðast bættist Garðaskóli í Garðabæ við þá skóla sem kennarar hyggjast leggja niður störf í.
Samkvæmt dagskrá á vef Félagsdóms verður dómur í málinu kveðinn upp klukkan 09:30 í fyrramálið en aðalmeðferð í því fór fram í gær.