Brynjar Karl: Ég fer í viku frí og leikmennirnir skoða glósurnar Andri Már Eggertsson skrifar 22. október 2024 22:31 Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari Aþenu, sagðist ætla í viku frí í viðtali eftir leik Vísir/Anton Brink Aþena tapaði gegn Stjörnunni 81-87. Þetta var þriðji tapleikur Aþenu í röð. Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari Aþenu, var ekki ánægður með hugarfarið í liðinu sem að hans mati fór með leikinn. „Stjarnan þurfti ekki að gera mikið. Við vorum með rauða dregilinn fyrir þær og við buðum þær velkomnar með snittum og gúmmelaði,“ sagði Brynjar Karl í viðtali eftir leik. Aðspurður út í hvað honum hafi fundist vanta upp á hjá sínu liði í körfuboltalega séð vildi Brynjar ekki tala um það. „Við erum ekkert að tala um körfubolta heldur karakter. Þetta snýst allt um karakter. Það vantar ekkert upp á hjá okkur í leikfræði, taktík eða eitthvað svoleiðis. Þú verður að vilja koma á æfingar og bæta þig og leiðrétta mistök. Þegar þú gerir sömu mistökin aftur og aftur þá snýst þetta ekki um körfubolta heldur skapgerð fólks.“ Aþena byrjaði ágætlega og gerði fyrstu fjögur stigin en taflið snerist síðan við og Stjarnan svaraði með tólf stigum í röð. Aðspurður út í hvað breyttist þarna á milli sagðist Brynjar ekki vita það. „Ég veit það ekki. Rúllaðu bara teningnum og stundum færðu þrisvar sinnum fimm í röð. Takturinn í leiknum var svipaður og þetta var alltaf það sama. Þó Stjarnan hafi skorað tólf stig í röð þá var ekkert sérstakt í gangi þá.“ Stjarnan var leiðandi í seinni hálfleik og í fjórða leikhluta þá var augnablikið með Aþenu að koma til baka en þá kom stór þriggja stiga karfa frá gestunum og aðspurður hvort hann hafi verið ánægður með að það hafi ekki slegið liðið út af laginu taldi hann það ekki skipta máli. „Ég veit ekkert á hvað þú ert að horfa á. Ég nenni ekki að fara í eitthvað svona þarna gerðist hitt og þetta. Það er bara fullt af hlutum sem fólk sem veit ekkert um körfubolta, það er bara ekki verið að stiga einhvern út. það var verið að hjálpa einhverjum og ég ætla ekki að láta draga mig í einhverja svoleiðis vitleysu.“ Undir blálokin fór Aþena að setja mikla pressu á Stjörnuna og náði að hleypa leiknum upp í vitleysu sem gerði það að verkum að gestirnir fóru að tapa boltanum klaufalega og það var von fyrir heimakonur. „Það hefði verið sorglegt ef við hefðum náð að keyra þetta í gegn og af hverju vorum við ekki löngu byrjaðar á þessu. Mér er drullusama um ákvaða tímapunkti þessir hlutir voru að gerast og ég er bara að bíða eftir því að sjá karakter.“ Skítapakk í Stjörnunni og félagið hafi reynst honum illa Í viðtali fyrir leik sagði Brynjar Karl að það væri skítapakk innan Stjörnunnar og félagið hafi reynst honum illa. Eftir leik var hann spurður hvort það hafi verið meira svekkelsi að hafa tapað þessum leik í ljósi þess og Brynjar svaraði játandi. „Já, ég er alltaf að minna sjálfan mig á þetta. Ef ég væri leikmaður væri ég að hugsa um fólk sem kemur illa fram við mig og fólk sem kemur illa fram við stelpurnar mínar.“ „Stjarnan á stóran þátt í því að Aþena hafi verið stofnað. Félagið var stofnað fjórum vikum eftir að Stjarnan lagði niður meistaraflokk sinn sem var annar besti meistaraflokkurinn á þeim tíma. Mér finnst sorglegt hvernig fólk gleymir því og þess vegna segi ég að það sé skítapakk þarna inn á milli.“ Brynjar sagðist ekki hafa talað um þessa hluti við liðið sitt fyrir leikinn gegn Stjörnunni til þess að reyna kveikja neista í stelpunum Aþena byrjaði tímabilið á því að vinna Tindastól en eftir það hefur liðið tapað þremur leikjum í röð og aðspurður út í hvað liðið þurfi að bæta körfuboltalega séð sagðist Brynjar ætla í fimm daga frí. „Ég ætla að taka mér frí í viku og ég ætla segja leikmönnunum mínum að fara yfir glósurnar sem þær eru með. Við erum búnar að taka sömu glósurnar í tvær vikur og svo mega þær kalla á mig þegar þær eru tilbúnar,“ sagði Brynjar Karl að lokum. Aþena Bónus-deild kvenna Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Sport Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Fótbolti Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti „Gerðum gott úr þessu“ Íslenski boltinn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Handbolti Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn Fleiri fréttir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ „Gerðum gott úr þessu“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið „Getum brotið blað í sögu handboltans“ Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Sjá meira
„Stjarnan þurfti ekki að gera mikið. Við vorum með rauða dregilinn fyrir þær og við buðum þær velkomnar með snittum og gúmmelaði,“ sagði Brynjar Karl í viðtali eftir leik. Aðspurður út í hvað honum hafi fundist vanta upp á hjá sínu liði í körfuboltalega séð vildi Brynjar ekki tala um það. „Við erum ekkert að tala um körfubolta heldur karakter. Þetta snýst allt um karakter. Það vantar ekkert upp á hjá okkur í leikfræði, taktík eða eitthvað svoleiðis. Þú verður að vilja koma á æfingar og bæta þig og leiðrétta mistök. Þegar þú gerir sömu mistökin aftur og aftur þá snýst þetta ekki um körfubolta heldur skapgerð fólks.“ Aþena byrjaði ágætlega og gerði fyrstu fjögur stigin en taflið snerist síðan við og Stjarnan svaraði með tólf stigum í röð. Aðspurður út í hvað breyttist þarna á milli sagðist Brynjar ekki vita það. „Ég veit það ekki. Rúllaðu bara teningnum og stundum færðu þrisvar sinnum fimm í röð. Takturinn í leiknum var svipaður og þetta var alltaf það sama. Þó Stjarnan hafi skorað tólf stig í röð þá var ekkert sérstakt í gangi þá.“ Stjarnan var leiðandi í seinni hálfleik og í fjórða leikhluta þá var augnablikið með Aþenu að koma til baka en þá kom stór þriggja stiga karfa frá gestunum og aðspurður hvort hann hafi verið ánægður með að það hafi ekki slegið liðið út af laginu taldi hann það ekki skipta máli. „Ég veit ekkert á hvað þú ert að horfa á. Ég nenni ekki að fara í eitthvað svona þarna gerðist hitt og þetta. Það er bara fullt af hlutum sem fólk sem veit ekkert um körfubolta, það er bara ekki verið að stiga einhvern út. það var verið að hjálpa einhverjum og ég ætla ekki að láta draga mig í einhverja svoleiðis vitleysu.“ Undir blálokin fór Aþena að setja mikla pressu á Stjörnuna og náði að hleypa leiknum upp í vitleysu sem gerði það að verkum að gestirnir fóru að tapa boltanum klaufalega og það var von fyrir heimakonur. „Það hefði verið sorglegt ef við hefðum náð að keyra þetta í gegn og af hverju vorum við ekki löngu byrjaðar á þessu. Mér er drullusama um ákvaða tímapunkti þessir hlutir voru að gerast og ég er bara að bíða eftir því að sjá karakter.“ Skítapakk í Stjörnunni og félagið hafi reynst honum illa Í viðtali fyrir leik sagði Brynjar Karl að það væri skítapakk innan Stjörnunnar og félagið hafi reynst honum illa. Eftir leik var hann spurður hvort það hafi verið meira svekkelsi að hafa tapað þessum leik í ljósi þess og Brynjar svaraði játandi. „Já, ég er alltaf að minna sjálfan mig á þetta. Ef ég væri leikmaður væri ég að hugsa um fólk sem kemur illa fram við mig og fólk sem kemur illa fram við stelpurnar mínar.“ „Stjarnan á stóran þátt í því að Aþena hafi verið stofnað. Félagið var stofnað fjórum vikum eftir að Stjarnan lagði niður meistaraflokk sinn sem var annar besti meistaraflokkurinn á þeim tíma. Mér finnst sorglegt hvernig fólk gleymir því og þess vegna segi ég að það sé skítapakk þarna inn á milli.“ Brynjar sagðist ekki hafa talað um þessa hluti við liðið sitt fyrir leikinn gegn Stjörnunni til þess að reyna kveikja neista í stelpunum Aþena byrjaði tímabilið á því að vinna Tindastól en eftir það hefur liðið tapað þremur leikjum í röð og aðspurður út í hvað liðið þurfi að bæta körfuboltalega séð sagðist Brynjar ætla í fimm daga frí. „Ég ætla að taka mér frí í viku og ég ætla segja leikmönnunum mínum að fara yfir glósurnar sem þær eru með. Við erum búnar að taka sömu glósurnar í tvær vikur og svo mega þær kalla á mig þegar þær eru tilbúnar,“ sagði Brynjar Karl að lokum.
Aþena Bónus-deild kvenna Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Sport Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Fótbolti Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti „Gerðum gott úr þessu“ Íslenski boltinn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Handbolti Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn Fleiri fréttir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ „Gerðum gott úr þessu“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið „Getum brotið blað í sögu handboltans“ Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða