Venjur og rútína Hólmfríður Einarsdóttir skrifar 23. október 2024 10:31 Venjur skapa mynstur í okkar daglega lífi og auðvelda okkur að framkvæma það sem við þurfum og viljum gera. Venjur geta því einfaldað daglegt líf en einnig verið okkur fjötur um fót ef þær henta aðstæðum ekki lengur. Við byggjum öll daglegt líf okkar á einhverri rútínu. Þegar einstaklingur greinist með krabbamein breytist daglegt líf hans skyndilega. Hlutverk og verkefni sem sinnt var eftir ákveðnum venjum í ákveðinni rútínu breytast eða ganga hreinlega ekki upp í þeirri mynd sem þau hafa verið. Í þessum breytingum verður upplifunin oft sú að fólk sé ekki lengur við stjórn í eigin lífi. Breytingar sem þessar kallast umrótabreytingar og eiga við um þær breytingar sem koma óvænt eða eru óvelkomnar. Þær valda óvissu og óöryggi og oftar en ekki tekur lífið nýja stefnu. Hlutverk og þátttaka gefur okkur tilgang, tækifæri til að þroskast í leik og starfi, sinna því sem veitir okkur ánægju og er stór hluti af sjálfsmynd okkar. Að aðlagast nýjum veruleika þar sem hlutverk hafa breyst eða eru ekki lengur til staðar getur verið krefjandi áskorun. Nýr raunveruleiki á sér stað sem einkennist af læknaheimsóknum, rannsóknum, meðferðum eða takmarkaðri þátttöku í daglegu lífi vegna breyttrar getu. Að aðlagast breytingum og búa til nýjar venjur Á þessum tímamótum vakna upp ýmsar spurningar og það getur verið nauðsynlegt að endurskoða eigin venjur og rútínu. Praktískum spurningum varðandi verkefnin sem þarf að gera og verkefni sem mega bíða er velt upp. Hvaða aðstoð vill fólk þiggja og hvernig? Hvaða iðja veitir fólki ánægju og hvaða fólk í umhverfi einstaklingsins vill það umvefja sig sem er jákvætt og uppbyggjandi? Með því að skoða þætti sem þessa næst aftur ákveðin stjórn á eigin lífi og skýrari sýn kemst á hlutverk, framkvæmd verkefna og þátttöku. Forgangsröðun verkefna verður auðveldari og einnig valið um hvernig við nýtum orkuna okkar. Þó dagleg þátttaka sé mikilvæg er nauðsynlegt að finna jafnvægi á milli virkni og hvíldar. Það reynist mörgum erfitt að gera ráð fyrir hvíld inn á milli daglegra athafna og meta hana sem hluta af bataferlinu. Óhætt er þó að segja að hvíldin er ekki síður mikilvægur þáttur í bataferlinu. Þegar líkaminn er stöðugt undir álagi missir hann eiginleikann á að ná þeirri hvíld sem róar taugakerfið og gefur líkamanum tækifæri á að endurnýja sig. Ný tækifæri Með breytingum koma ný tækifæri. Að nýta nærumhverfið, fólkið og staðina í kringum okkur og hvernig við verjum deginum okkar í umhverfi sem við þekkjum gefur okkur tækifæri til að enduruppgötva gefandi og mikilvægar leiðir til að lifa lífinu. Vanamynstur þróast oft út frá einhverju sem okkur var kennt, gömlum hefðum eða gildum forfeðra okkar og er því ekki endilega rútínan eða vanamynstrið sem hentar okkur best eða bætir lífsgæði okkar. Stórar breytingar geta verið alls konar. Til dæmis þegar við hættum einhverju sem við höfum gert lengi eða þegar við tökum okkur ný verkefni fyrir hendur. Á þessum tímapunkti þarf hugrekki til að taka af skarið, samkennd eða mildi í eign garð til að leyfa okkur að aðlagast breytingunum og gaum til að taka eftir því sem við gerum. Hversu lítið sem það er. Hlutverk iðjuþjálfa í Ljósinu er meðal annars að aðstoða sína þjónustuþega við að aðlagast breytingum og endurskipuleggja daglegt líf. Spegla líðan, finna iðju sem gleður og viðhalda eða auka þátttöku. Allt í þeim tilgangi að bæta lífsgæði og vellíðan. Höfundur er iðjuþjálfi í Ljósinu endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda en í tilefni dags iðjuþjálfunar þann 27. október vekur miðstöðin athygli á þessari mikilvægu starfsstétt næstu daga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Krabbamein Heilbrigðismál Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Venjur skapa mynstur í okkar daglega lífi og auðvelda okkur að framkvæma það sem við þurfum og viljum gera. Venjur geta því einfaldað daglegt líf en einnig verið okkur fjötur um fót ef þær henta aðstæðum ekki lengur. Við byggjum öll daglegt líf okkar á einhverri rútínu. Þegar einstaklingur greinist með krabbamein breytist daglegt líf hans skyndilega. Hlutverk og verkefni sem sinnt var eftir ákveðnum venjum í ákveðinni rútínu breytast eða ganga hreinlega ekki upp í þeirri mynd sem þau hafa verið. Í þessum breytingum verður upplifunin oft sú að fólk sé ekki lengur við stjórn í eigin lífi. Breytingar sem þessar kallast umrótabreytingar og eiga við um þær breytingar sem koma óvænt eða eru óvelkomnar. Þær valda óvissu og óöryggi og oftar en ekki tekur lífið nýja stefnu. Hlutverk og þátttaka gefur okkur tilgang, tækifæri til að þroskast í leik og starfi, sinna því sem veitir okkur ánægju og er stór hluti af sjálfsmynd okkar. Að aðlagast nýjum veruleika þar sem hlutverk hafa breyst eða eru ekki lengur til staðar getur verið krefjandi áskorun. Nýr raunveruleiki á sér stað sem einkennist af læknaheimsóknum, rannsóknum, meðferðum eða takmarkaðri þátttöku í daglegu lífi vegna breyttrar getu. Að aðlagast breytingum og búa til nýjar venjur Á þessum tímamótum vakna upp ýmsar spurningar og það getur verið nauðsynlegt að endurskoða eigin venjur og rútínu. Praktískum spurningum varðandi verkefnin sem þarf að gera og verkefni sem mega bíða er velt upp. Hvaða aðstoð vill fólk þiggja og hvernig? Hvaða iðja veitir fólki ánægju og hvaða fólk í umhverfi einstaklingsins vill það umvefja sig sem er jákvætt og uppbyggjandi? Með því að skoða þætti sem þessa næst aftur ákveðin stjórn á eigin lífi og skýrari sýn kemst á hlutverk, framkvæmd verkefna og þátttöku. Forgangsröðun verkefna verður auðveldari og einnig valið um hvernig við nýtum orkuna okkar. Þó dagleg þátttaka sé mikilvæg er nauðsynlegt að finna jafnvægi á milli virkni og hvíldar. Það reynist mörgum erfitt að gera ráð fyrir hvíld inn á milli daglegra athafna og meta hana sem hluta af bataferlinu. Óhætt er þó að segja að hvíldin er ekki síður mikilvægur þáttur í bataferlinu. Þegar líkaminn er stöðugt undir álagi missir hann eiginleikann á að ná þeirri hvíld sem róar taugakerfið og gefur líkamanum tækifæri á að endurnýja sig. Ný tækifæri Með breytingum koma ný tækifæri. Að nýta nærumhverfið, fólkið og staðina í kringum okkur og hvernig við verjum deginum okkar í umhverfi sem við þekkjum gefur okkur tækifæri til að enduruppgötva gefandi og mikilvægar leiðir til að lifa lífinu. Vanamynstur þróast oft út frá einhverju sem okkur var kennt, gömlum hefðum eða gildum forfeðra okkar og er því ekki endilega rútínan eða vanamynstrið sem hentar okkur best eða bætir lífsgæði okkar. Stórar breytingar geta verið alls konar. Til dæmis þegar við hættum einhverju sem við höfum gert lengi eða þegar við tökum okkur ný verkefni fyrir hendur. Á þessum tímapunkti þarf hugrekki til að taka af skarið, samkennd eða mildi í eign garð til að leyfa okkur að aðlagast breytingunum og gaum til að taka eftir því sem við gerum. Hversu lítið sem það er. Hlutverk iðjuþjálfa í Ljósinu er meðal annars að aðstoða sína þjónustuþega við að aðlagast breytingum og endurskipuleggja daglegt líf. Spegla líðan, finna iðju sem gleður og viðhalda eða auka þátttöku. Allt í þeim tilgangi að bæta lífsgæði og vellíðan. Höfundur er iðjuþjálfi í Ljósinu endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda en í tilefni dags iðjuþjálfunar þann 27. október vekur miðstöðin athygli á þessari mikilvægu starfsstétt næstu daga.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun