Náðu því hvað LeBron sagði við soninn fyrir stundina sögulegu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. október 2024 12:48 Lebron og Bronny James í viðtali eftir leikinn sögulega í nótt. vísir/getty LeBron James og Bronny James skrifuðu NBA-söguna í nótt þegar þeir urðu fyrstu feðgarnir í sögu deildarinnar til að spila saman. Los Angeles Lakers tók á móti Minnesota Timberwolves þegar tímabilið 2024-25 í NBA hófst í nótt. Mikil eftirvænting var fyrir leiknum vegna möguleikans á að James-feðgarnir myndu spila saman. Draumur þeirra rættist þegar fjórar mínútur voru eftir af 2. leikhluta. LeBron og Bronny komu þá báðir inn á sama tíma og spiluðu saman í smá stund. „Ertu tilbúinn,“ heyrðist LeBron segja við soninn þegar þeir gerðu sig klára að koma inn á. Strákurinn svaraði játandi. „Finnirðu fyrir spennunni? Spilaðu bara frjáls. Ekki hafa áhyggjur af mistökum. Farðu bara inn á og spilaðu af krafti,“ sagði LeBron við Bronny. LeBron: "You ready?"Bronny: "Yup."This LeBron and Bronny moment mic’d up ❤️🎙️ pic.twitter.com/ffzTOoIdCx— Bleacher Report (@BleacherReport) October 23, 2024 Bronny spilaði þrjár mínútur í sínum fyrsta NBA-leik á ferlinum. Hann klikkaði á báðum skotunum sínum en tók eitt frákast. LeBron spilaði í 35 mínútur; skoraði sextán stig, tók fimm fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og varði tvö skot. Lakers vann leikinn með sjö stiga mun, 110-103. Anthony Davis fór á kostum í liði Lakers; skoraði 36 stig, tók sextán fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og varði þrjú skot. Ofurstoltur af syninum „Ég er bara ótrúlega þakklátur fyrir allt. Mér var veitt stórkostlegt tækifæri með því að fá að koma í þessa deild og verða betri á hverjum degi, og læra á hverjum degi,“ sagði Bronny eftir leikinn. LeBron kvaðst einnig fullur þakklætis. „Það gerist ekki á hverjum degi að menn fái að spila í þessari dásamlegu deild. Við erum bara 450 talsins og menn verða að skilja að það fæst ekkert gefins, það þarf að berjast fyrir hverju augnabliki. Ég held að hann [Bronny] viti það og hlakki til þess sem þarf til að verða betri á hverjum degi, til þess að verða á endanum sá leikmaður sem hann vill verða. Ég er ofurstoltur af honum. Hann er mín líflína, það er á hreinu,“ sagði LeBron. Hann var að hefja sitt 22. tímabil í NBA en hann var valinn fyrstur í nýliðavalinu 2003. LeBron verður fertugur 30. desember en Bronny er nýorðinn tvítugur. Lakers valdi hann með 55. valrétti í nýliðavalinu í sumar. NBA Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
Los Angeles Lakers tók á móti Minnesota Timberwolves þegar tímabilið 2024-25 í NBA hófst í nótt. Mikil eftirvænting var fyrir leiknum vegna möguleikans á að James-feðgarnir myndu spila saman. Draumur þeirra rættist þegar fjórar mínútur voru eftir af 2. leikhluta. LeBron og Bronny komu þá báðir inn á sama tíma og spiluðu saman í smá stund. „Ertu tilbúinn,“ heyrðist LeBron segja við soninn þegar þeir gerðu sig klára að koma inn á. Strákurinn svaraði játandi. „Finnirðu fyrir spennunni? Spilaðu bara frjáls. Ekki hafa áhyggjur af mistökum. Farðu bara inn á og spilaðu af krafti,“ sagði LeBron við Bronny. LeBron: "You ready?"Bronny: "Yup."This LeBron and Bronny moment mic’d up ❤️🎙️ pic.twitter.com/ffzTOoIdCx— Bleacher Report (@BleacherReport) October 23, 2024 Bronny spilaði þrjár mínútur í sínum fyrsta NBA-leik á ferlinum. Hann klikkaði á báðum skotunum sínum en tók eitt frákast. LeBron spilaði í 35 mínútur; skoraði sextán stig, tók fimm fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og varði tvö skot. Lakers vann leikinn með sjö stiga mun, 110-103. Anthony Davis fór á kostum í liði Lakers; skoraði 36 stig, tók sextán fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og varði þrjú skot. Ofurstoltur af syninum „Ég er bara ótrúlega þakklátur fyrir allt. Mér var veitt stórkostlegt tækifæri með því að fá að koma í þessa deild og verða betri á hverjum degi, og læra á hverjum degi,“ sagði Bronny eftir leikinn. LeBron kvaðst einnig fullur þakklætis. „Það gerist ekki á hverjum degi að menn fái að spila í þessari dásamlegu deild. Við erum bara 450 talsins og menn verða að skilja að það fæst ekkert gefins, það þarf að berjast fyrir hverju augnabliki. Ég held að hann [Bronny] viti það og hlakki til þess sem þarf til að verða betri á hverjum degi, til þess að verða á endanum sá leikmaður sem hann vill verða. Ég er ofurstoltur af honum. Hann er mín líflína, það er á hreinu,“ sagði LeBron. Hann var að hefja sitt 22. tímabil í NBA en hann var valinn fyrstur í nýliðavalinu 2003. LeBron verður fertugur 30. desember en Bronny er nýorðinn tvítugur. Lakers valdi hann með 55. valrétti í nýliðavalinu í sumar.
NBA Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum