Innlent

Kennarar á leið í verk­fall og fram­boðs­listar skýrast

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
bylgjan-frettir_2024-Vísir-frétt-3x2@2x-100 1

Í hádegisfréttum fjöllum við um niðurstöðu Félagsdóms þar sem kennarar voru sýknaðir af kröfu Sambands íslenskra sveitarfélaga sem taldi ólöglega boðað til verkfallsaðgerða.

Eins og staðan er í dag stefnir því í verkföll hjá nokkrum leik- grunn- og framhaldsskólum hér á landi á þriðjudaginn kemur. Boðað hefur verið til nýs fundar í deilunni hjá Ríkissáttasemjara síðar í dag.

Þá fjöllum við um ecoli smit á leikskóla í Reykjavík. Álag er á Barnaspítalanum vegna þessa og búist er við því að fleiri leiti þangað í dag.

Einnig förum við yfir stöðuna í framboðsmálunum en það skýrist betur með hverjum deginum hvernig listar flokkanna munu líta út.

Í íþróttapakka dagsins munu körfuboltinn og Meistaradeildin eiga sviðið í dag.

Klippa: Hádegisfréttir 23. október 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×