Landbúnaður og kosningar Margrét Gísladóttir skrifar 23. október 2024 13:31 Senn gengur þjóðin til Alþingiskosninga þar sem henni gefst færi á að kjósa um þær pólitísku áherslur sem lagðar verða til grundvallar næstu 4 árin og til framtíðar. Ljóst er að mikil endurnýjun verður í hópi þingmanna þó ekki liggi enn fyrir hverjir bjóði fram krafta sína í öllum flokkum og nýir flokkar hafa einnig komið fram á sjónarsviðið. Þótt kosningabaráttan sé snörp er mikilvægt að kjósendur gefi sér tíma í að skoða stefnur flokkanna til að geta tekið upplýsta ákvörðun þegar að kjördegi kemur. Landbúnaður hefur átt undir högg að sækja undanfarin ár, en ef vel er haldið á spilunum og gengið verður í þau verk sem þarf, er hægt að leysa úr læðingi mikil sóknarfæri fyrir greinina. Eyjan okkar býður upp á góð skilyrði fyrir ræktun grasbíta og aðgangur að jarðvarma og orku hefur verið grundvöllur uppbyggingar í ylrækt. Álitið er að um 6% Íslands flokkist sem gott ræktunarland en þrátt fyrir það er einungis lítill hluti þess þegar ræktaður, eða um 1,6% af landinu öllu. Með réttum pólitískum áherslum er því mikið að sækja í þeim málum. Framtíð landbúnaðar er pólitísk ákvörðun Stuðningskerfi landbúnaðarins byggir einkum á tveimur stoðum; annars vegar búvörusamningum og hins vegar tollvernd. Á komandi kjörtímabili renna núverandi búvörusamningar sitt skeið og munu nýir samningar taka við árið 2027. Við gerð nýrra samninga er að mörgu að hyggja og því mikilvægt að stefnan sé skýr um hvert skal haldið. Áherslur flokka eru misjafnar þegar kemur að landbúnaðarmálum þó svo flestir hafi það á sinni stefnuskrá í einni eða annarri mynd að styðja þurfi við greinina. En hvaða sýn flokkarnir hafa á þróun landbúnaðarins til framtíðar er stóra spurningin. Tollverndin er reglulega í umræðunni og hafa stjórnmálaflokkarnir mjög misjafnar áherslur í þeim málum. Hvers konar breytingar þar á geta haft gríðarleg áhrif á landbúnað hérlendis, afnám tolla á ákveðnum vörum gætu jafnvel gengið af einhverjum greinum landbúnaðar dauðum. Þannig er ljóst að þegar núgildandi tollasamningur við ESB tók gildi, þar sem tollkvótar (umsamið magn vara sem flutt er inn án tolla) voru margfaldaðir, tók við stöðnun í flestum kjötgreinum og aukinni eftirspurn frá þeim tíma hefur f.o.f. verið svarað með innflutningi í stað aukinnar framleiðslu innanlands. Auk þessa eru sífellt auknar og íþyngjandi kröfur lagðar á greinina án þess að opinber stuðningur eða ívilnanir fylgi til að vega á móti kostnaðarauka. Í þeim málum þarf að beita skynsemi og hafa í huga sérstöðu Íslands þegar kemur t.d. að smæð markaðar eða umhverfismálum. Munu stjórnmálaflokkar horfa í auknum mæli til sérstöðu okkar og raunstöðu við innleiðingu reglna á þessu sviði eða telja þeir sjálfsagt að fylgja öðrum í einu og öllu án tillits til þessa þátta? Framundan er snörp og spennandi kosningabarátta. Ég hlakka til að heyra af áherslum stjórnmálaflokka hvað þessi mál varðar og óska kjósendum góðs gengis að afla sér upplýsinga sem leiða þá að niðurstöðu þegar í kjörklefann er komið. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Gísladóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Landbúnaður Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Senn gengur þjóðin til Alþingiskosninga þar sem henni gefst færi á að kjósa um þær pólitísku áherslur sem lagðar verða til grundvallar næstu 4 árin og til framtíðar. Ljóst er að mikil endurnýjun verður í hópi þingmanna þó ekki liggi enn fyrir hverjir bjóði fram krafta sína í öllum flokkum og nýir flokkar hafa einnig komið fram á sjónarsviðið. Þótt kosningabaráttan sé snörp er mikilvægt að kjósendur gefi sér tíma í að skoða stefnur flokkanna til að geta tekið upplýsta ákvörðun þegar að kjördegi kemur. Landbúnaður hefur átt undir högg að sækja undanfarin ár, en ef vel er haldið á spilunum og gengið verður í þau verk sem þarf, er hægt að leysa úr læðingi mikil sóknarfæri fyrir greinina. Eyjan okkar býður upp á góð skilyrði fyrir ræktun grasbíta og aðgangur að jarðvarma og orku hefur verið grundvöllur uppbyggingar í ylrækt. Álitið er að um 6% Íslands flokkist sem gott ræktunarland en þrátt fyrir það er einungis lítill hluti þess þegar ræktaður, eða um 1,6% af landinu öllu. Með réttum pólitískum áherslum er því mikið að sækja í þeim málum. Framtíð landbúnaðar er pólitísk ákvörðun Stuðningskerfi landbúnaðarins byggir einkum á tveimur stoðum; annars vegar búvörusamningum og hins vegar tollvernd. Á komandi kjörtímabili renna núverandi búvörusamningar sitt skeið og munu nýir samningar taka við árið 2027. Við gerð nýrra samninga er að mörgu að hyggja og því mikilvægt að stefnan sé skýr um hvert skal haldið. Áherslur flokka eru misjafnar þegar kemur að landbúnaðarmálum þó svo flestir hafi það á sinni stefnuskrá í einni eða annarri mynd að styðja þurfi við greinina. En hvaða sýn flokkarnir hafa á þróun landbúnaðarins til framtíðar er stóra spurningin. Tollverndin er reglulega í umræðunni og hafa stjórnmálaflokkarnir mjög misjafnar áherslur í þeim málum. Hvers konar breytingar þar á geta haft gríðarleg áhrif á landbúnað hérlendis, afnám tolla á ákveðnum vörum gætu jafnvel gengið af einhverjum greinum landbúnaðar dauðum. Þannig er ljóst að þegar núgildandi tollasamningur við ESB tók gildi, þar sem tollkvótar (umsamið magn vara sem flutt er inn án tolla) voru margfaldaðir, tók við stöðnun í flestum kjötgreinum og aukinni eftirspurn frá þeim tíma hefur f.o.f. verið svarað með innflutningi í stað aukinnar framleiðslu innanlands. Auk þessa eru sífellt auknar og íþyngjandi kröfur lagðar á greinina án þess að opinber stuðningur eða ívilnanir fylgi til að vega á móti kostnaðarauka. Í þeim málum þarf að beita skynsemi og hafa í huga sérstöðu Íslands þegar kemur t.d. að smæð markaðar eða umhverfismálum. Munu stjórnmálaflokkar horfa í auknum mæli til sérstöðu okkar og raunstöðu við innleiðingu reglna á þessu sviði eða telja þeir sjálfsagt að fylgja öðrum í einu og öllu án tillits til þessa þátta? Framundan er snörp og spennandi kosningabarátta. Ég hlakka til að heyra af áherslum stjórnmálaflokka hvað þessi mál varðar og óska kjósendum góðs gengis að afla sér upplýsinga sem leiða þá að niðurstöðu þegar í kjörklefann er komið. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun