Raphinha með þrennu og Börsungar fóru illa með Bayern 23. október 2024 21:00 Raphinha og félagar í Barcelona voru í miklu stuði í stórsigri á Bayern í kvöld. Getty/Alex Caparros/ Hansi Flick stýrði Barcelona til sigurs á móti sínum gamla félagi í kvöld þegar liðið vann 4-1 sigur á Bayern München í Meistaradeildinni í fótbolta. Raphinha heldur áfram að spila frábærlega með Börsungum en hann skoraði þrennu í leiknum í kvöld. Raphinha gaf tóninn þegar hann kom Barcelona í 1-0 strax á fyrstu mínútu leiksins. Harry Kane skoraði tvívegis á fyrstu tuttugu mínútum leiksins en aðeins annað markið fékk að standa. Hitt var dæmt af með aðstoð myndbandsdómara. Kane jafnaði þá í 1-1. Robert Lewandowski kom Barcelona aftur yfir á 36. mínútu en það mark kom eftir stoðsendingu Fermin Lopez alveg eins og fyrsta markið hjá Raphinha. Raphinha endaði fyrri hálfleikinn síðan á því að skora sitt annað mark og hann innsiglaði þrennu sína eftir ellefu mínútna leik í seinni hálfleik. Þá var staðan orðin 4-1 fyrir Börsunga og úrslitin ráðin. Lamine Yamal lagði upp fjórða markið. Barcelona hefur nú unnið tvo leiki í röð í Meistaradeildinni og er eins og er í tíunda sætinu. Bayern vann fyrsta leikinn sinn í Meistaradeildinni 9-2 en hefur nú tapað tveimur leikjum í röð. Tapið þýðir að þýska liðið er dottið niður í 23. sæti. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Hansi Flick stýrði Barcelona til sigurs á móti sínum gamla félagi í kvöld þegar liðið vann 4-1 sigur á Bayern München í Meistaradeildinni í fótbolta. Raphinha heldur áfram að spila frábærlega með Börsungum en hann skoraði þrennu í leiknum í kvöld. Raphinha gaf tóninn þegar hann kom Barcelona í 1-0 strax á fyrstu mínútu leiksins. Harry Kane skoraði tvívegis á fyrstu tuttugu mínútum leiksins en aðeins annað markið fékk að standa. Hitt var dæmt af með aðstoð myndbandsdómara. Kane jafnaði þá í 1-1. Robert Lewandowski kom Barcelona aftur yfir á 36. mínútu en það mark kom eftir stoðsendingu Fermin Lopez alveg eins og fyrsta markið hjá Raphinha. Raphinha endaði fyrri hálfleikinn síðan á því að skora sitt annað mark og hann innsiglaði þrennu sína eftir ellefu mínútna leik í seinni hálfleik. Þá var staðan orðin 4-1 fyrir Börsunga og úrslitin ráðin. Lamine Yamal lagði upp fjórða markið. Barcelona hefur nú unnið tvo leiki í röð í Meistaradeildinni og er eins og er í tíunda sætinu. Bayern vann fyrsta leikinn sinn í Meistaradeildinni 9-2 en hefur nú tapað tveimur leikjum í röð. Tapið þýðir að þýska liðið er dottið niður í 23. sæti.
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“