Keflavík vann þá fjögurra stiga sigur á Þór Akureyri, 97-93, í Blue-höllinni í Keflavík en Þór vann leik liðanna á sama stað í Meistarakeppni KKÍ í upphafi tímabils.
Það voru margar að skila í Keflavíkurliðinu í kvöld en þrjár skoruðu meira en tuttugu stig í leiknum.
Jasmine Dickey var með 23 stig og 13 fráköst, Agnes María Svansdóttir kom með 20 stig af bekknum og Katrina Trankale skoraði 22 stig.
Amandine Justine átti frábæran leik fyrir Þór en hún var með 32 stig og hitti úr sextíu prósent skota sinna. Madison Sutton skoraði 18 stig og tók 16 fráköst. Esther Marjolein Fokke var einnig með 18 stig.
Eftir jafnan fyrsta leikhluta áttu Keflavíkurkonur góðan annan leikhluta en Þórskonur svöruðu með góðum þriðja leikhluta.
Keflavíkurliðið var sterkari á lokasprettinum og tryggði sér sigurinn í fjórða leikhlutanum. Gestirnir gáfu þó ekki eftir og spennan hélst út leikinn.