Innherji

Of­fram­boð af ríkis­starfs­mönnum

Ráðgjafinn skrifar
Kannski ætti Kristrún að rifja upp sín Blairísku fræði áður en framboðslistum er endanlega skilað. Annars gæti niðurstaðan orðið meira í anda Jeremy Corbyn.
Kannski ætti Kristrún að rifja upp sín Blairísku fræði áður en framboðslistum er endanlega skilað. Annars gæti niðurstaðan orðið meira í anda Jeremy Corbyn.

Alma Möller, Víðir Reynisson, Helgi Magnús Gunnarsson, Aðalsteinn Leifsson, Halla Hrund Logadóttir, Grímur Grímsson, Ragnar Þór Ingólfsson og svo mætti áfram telja. Allt á þetta fólk erindi að eigin mati. Beint úr þjónustu hins opinbera – eða því sem næst í tilviki Ragnars – og inn á þing.

Þótt engin verði frægðarförin skal ekki örvænta. Þá er einfaldlega snúið aftur á gamla vinnustaðinn. Allt að vinna. Áhættan engin.

Er æskilegt að opinberir starfsmenn komi út úr skápnum með sínar stjórnmálaskoðanir með þessum hætti. Hvernig skoðum við til að mynda embættisfærslur Ölmu Möller sem landlæknis nú þegar við vitum hvaða stjórnmálaflokki hún tilheyrir?

Viljum við virkilega að opinberir starfsmenn fari að nota embætti sín sem stökkpall til frekari frægðar og frama (að eigin mati) inni á Alþingi? Býður það ekki alls konar hættu heim?

Þar lagði hún endurtekið stein í götu einkaframtaksins. Svo mjög að mörgum þótt gengið ansi nærri eðlilegri stjórnsýslu. Spyrjið bara forsvarsmenn Intúens sem býður upp á segulómskoðun með tækjabúnaði sem er langtum fremri þeim sem er á Landsspítalanum. Alma gekk þar mun lengra en tilefni var til – lét sér í léttu rúmi liggja þá gríðarlegu fjárfestingu sem að baki lá – og í ljósi nýjustu vendinga má velta því fyrir sér hvort stjórnmálaskoðanir hennar hafi þar flækst fyrir eðlilegri málsmeðferð?

Einnig er það umhugsunarverð þróun að frami hjá hinu opinbera virðist veita greiðan aðgang að forystuhlutverki í stjórnmálum. Viljum við virkilega að opinberir starfsmenn fari að nota embætti sín sem stökkpall til frekari frægðar og frama (að eigin mati) inni á Alþingi? Býður það ekki alls konar hættu heim?

Kristrún Blair eða Corbyn?

Formaður Samfylkingarinnar hefur náð aðdáunarverðum árangri og tekist að reisa flokkinn við. Aðferðafræðin hefur utan frá virst fremur Blairísk, svo vísað sé til Verkamannaflokks Tony Blair sem vann mikinn kosningasigur rétt fyrir síðustu aldamót eftir langa eyðimerkurgöngu. Sókn inn á miðjuna. Áhersla á viðskiptavænt umhverfi og trausta efnahagsstjórn. Minna fer fyrir hefðbundnum baráttumálum vinstri manna.

Kannski ætti Kristrún að rifja upp sín Blairísku fræði áður en framboðslistum er endanlega skilað.

Þessi aðferð hefur svínvirkað á kjósendur fram að þessu. En það er kalt á toppnum og nú er það sem Sir Alex Ferguson kallaði „Squeeky bum time“. Komið að úrslitastundu.

Getur verið að Kristrún og Samfylkingin hafi misstigið sig með vali á forystuframbjóðendum flokksins. Andlit farsóttarinnar vekja ekki upp jákvæðar tilfinningar hjá fólki sem er hægra megin við miðju. Spurningin er bara hvort Dagur B. Eggertsson dúkkar upp á lista í Reykjavík. Það væru varla góð tíðindi fyrir þá sem leggja áherslu á trausta hagstjórn, og hafa treyst Kristrúnu í þeim efnum.

Kannski ætti Kristrún að rifja upp sín Blairísku fræði áður en framboðslistum er endanlega skilað. Annars gæti niðurstaðan orðið meira í anda Jeremy Corbyn.


Ráðgjafinn er vikulegur pistill þar sem innanbúðarmaður tekur púlsinn á stöðunni innan stjórnmála og atvinnulífs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×