Alþingiskosningar 2024

Alþingiskosningar 2024

Fréttir og greinar tengdar kosningum til Alþingis sem fram fara 30. nóvember 2024.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

FA klagar Willum Þór til um­boðs­manns

Félag atvinnurekenda hefur sent umboðsmanni Alþingis kvörtun vegna reglugerðar Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra, sem hann undirritaði í lok október. Félagið telur ráðherra, sem nú situr í starfsstjórn, ganga alltof langt í forræðishyggjuátt og að hann troði meðal annars á stjórnarskrárvörðum eignar- og atvinnuréttindum.

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Heil­brigðis­starfs­fólk grillar fram­bjóð­endur

Breiðfylking heilbrigðisstarfsfólks á Íslandi stendur fyrir opnum fundi í hádeginu í dag um málefni heilbrigðisþjónustunnar. Öll framboð sem bjóða fram lista á landsvísu í komandi þingkosningum munu senda fulltrúa. Fundurinn hefst kl. 12:00 og verður haldinn í sal Sjúkraliðafélags Íslands á Grensásvegi 16. Fundinum er streymt hér að neðan. Fundarstjóri er Eyrún Magnúsdóttir.

Innlent
Fréttamynd

Sjálf­stæðis­flokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli

Ólafur Þ. Harðarson prófessor emiritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands mætir í Samtalið með Heimi Má í opinni dagskrá strax að loknum fréttum og Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld.Hann hefur lengst af farið fyrir kosningarannsóknum á Íslandi sem hófust árið 1983 og standa enn. Hann segir rannsóknir sýna að Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn taki helst atkvæði frá hvor öðrum.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta var bara besta stund kosninga­bar­áttunnar til þessa“

Formaður Miðflokksins hafnar því að sér hafi verið vísað út úr Verkmenntaskólanum á Akureyri í gær. Aðstoðarskólastjóri VMA staðfestir frásögn skólastjórans, um að hún hafi vísað fulltrúum flokksins út úr skólanum eftir að formaðurinn krotaði á varning annarra flokka. Sigmundur heldur fast við sína frásögn og kannast ekki við að hafa verið vísað úr skólanum.

Innlent
Fréttamynd

Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjör­fundar

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefur staðið yfir í um tvær vikur. Lillý Valgerður Pétursdóttir fréttamaður heimsótti Holtagarða í kvöldfréttunum en þar er utankjörfundaratkvæðagreiðsla haldin fyrir höfuðborgarsvæðið. 

Innlent
Fréttamynd

Hafnar því að honum hafi verið vísað út

„Ég ræddi ekki við kennara og ekki við skólastjórann (og Samfylkingaraktívistann) sem lét hafa ýmislegt eftir sér í frétt á Vísi. Hvorki hún né nokkur annar starfsmaður báðu mig að fara út.“

Innlent
Fréttamynd

„Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klaustur­bar“

Gestir Pallborðsins voru sammála um að samfélag án fyrirgefningar væri samfélag á röngu róli. Þar var meðal annars rætt um mál Þórðar Snæs Júlíussonar og þau borin saman við mál Jóns Gunnarssonar. Og Lilja Dögg fékk að úttala sig um þá Klaustursveina, sem allir eru mættir aftur í framboð.

Innlent
Fréttamynd

„Lærið af mis­tökum okkar!“

Í gær var hrollvekjandi heimildarmynd Óskars Páls Sveinsson - Árnar þagna - sýnd fyrir troðfullum sal í Háskólabíó. Hún fjallar um hrun laxastofnsins í norskum ám. Samkvæmt myndinni er Ísland næst á dagskrá. Eftir myndina sátu svo frambjóðendur flokkanna fyrir svörum og áttu miserfitt með sig.

Innlent
Fréttamynd

Skýr merki um að verð­bólga sé að hjaðna

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 50 punkta og fara þeir því úr því að vera 9 prósent í 8,5 prósent. Þetta er önnur stýrivaxtalækkunin í röð. Seðlabankastjóri segir skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna mjög hratt og hagkerfið að kólna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir

Sigríður Andersen frambjóðandi Miðflokksins segir að svokölluð woke-hugmyndafræði virðist ganga út á að sjá fórnarlömb í öllum málum, sjá óréttlæti í einföldustu hlutum og þurfa alltaf að vera í einhverri baráttu. Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata segir að fólkið sem hrópar woke í áttina að öllum sem eru að reyna vinna að framgangi mannréttinda séu aðalvælukjóarnir.

Innlent
Fréttamynd

Kosningafundur um jafn­réttis­mál

Kvennaár 2025 boðar til opins kosningafundar um jafnréttismál með fulltrúum stjórnmálaflokkanna í dag. Viðburðurinn hefst klukkan tólf og stendur yfir til klukkan hálftvö.

Innlent
Fréttamynd

Ilmaðu eins og fram­bjóð­endur

Góður ilmur spilar stórt hlutverk í lífi margra og er stundum sagt að ilmur geti sagt mikið til um persónuleika okkar. Þegar við finnum ilm sem við erum ánægð með, eigum við það til að nota hann árum saman. Frambjóðendur til Alþingiskosninga 2024 eru þar engin undantekning. Hér að neðan má sjá hvaða ilmi nokkrar af þeim konum sem eru í framboði nota.

Lífið
Fréttamynd

Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni

Félagsfræðingur efast um að Íslendingar séu hættir að eignast börn vegna aðgerðarleysis stjórnvalda líkt og Snorri Másson hefur haldið fram. Vissulega gætu yfirvöld sinnt barnafjölskyldum betur en það myndi ólíklega snúa við fæðingartíðninni.

Innlent