„Vel liðið eftir minni eigin sannfæringu og fylgi því“ Aron Guðmundsson skrifar 24. október 2024 13:13 Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands Vísir/Vilhelm Íslenska karlalandsliðið í handbolta kemur bráðum saman og hefur keppni í undankeppni Evrópumótsins 2026. Augu liðsins eru þó einnig á undirbúningi fyrir næsta stórmót. Sjálft heimsmeistaramótið í janúar Þeir fáu dagar sem liðið fær saman á næstu mánuðum eru mikilvægir og segir Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari hug sinn vafalaust á öðrum stað en hugur leikmanna á þessum tímapunkti. Snorri gerir eina stóra breytingu á hópi Íslands. Sveinn Jóhannsson fær tækifærið í línumannsstöðunni. Reynsluboltinn Arnar Freyr Arnarsson þarf að sitja eftir heima. Strákarnir okkar koma saman í upphafi nóvember og hafa viku saman til þess að æfa, stilla saman strengi og spila tvo leiki í undankeppni EM 2026. Annars vegar heimaleik gegn Bosníu þann 6.nóvember og svo útileik gegn Georgíu í Tiblisi nokkrum dögum síðar en auk þessara liða er Grikkland einnig í riðli Íslands. Styttra er hins vegar á næsta stórmót Strákanna okkar, sjálft heimsmeistaramótið í janúar, þar sem að Íslands spilar í riðli með Slóveníu, Kúbu og Grænhöfðaeyjum, í Zagreb í Króatíu. Komandi landsleikjagluggi í undankeppni EM er ekki síður mikilvægur í undirbúningi okkar manna fyrir HM. „Fyrst og fremst er þetta náttúrulega undirbúningur fyrir Evrópumótið 2026 og ég undirstrika það alveg,“ segir Snorri Steinn. „Við þurfum að sjá til þess að gera vel í þessari undankeppni og koma okkur á næsta stórmót með því að vinna þennan riðil. Það er alltaf mikilvægt. Ég fer heldur ekkert í felur með það og er ekkert feiminn við að segja að það er langt síðan að við hittumst síðast. Við þurfum að nýta þennan glugga. Það er stutt í HM. Það sem að við gerum í þessari viku. Því betra sem það er því þægilegra er það upp á undirbúninginn fyrir HM. Í mínum huga er undirbúningurinn fyrir það mót í janúar alveg löngu byrjaðir.“ Vísir/Vilhelm „Alls konar plan og leikgreining á því sem kemur til með að gerast í janúar er alveg byrjuð. Ég þarf bara að forvinna hlutina. Hugur minn er vafalaust á öðrum stað heldur en hjá okkar leikmönnum sem eru náttúrulega bara á fullu með sínum félagsliðum. Það er samt sem áður mikilvægt að strákarnir, sérstaklega, fari og séu vonandi bara byrjaðir að leiða hugann að HM. Allt sem að þeir gerðu í sumar og gera með sínum félagsliðum fram að móti miðast náttúrulega líka við landsliðið. Að vera í góðu formi í janúar og geta skilað frammistöðu þar. Því sama hvað við segjum, þá þurfum við á öllum okkar mönnum að halda þar. Undirbúningur okkar sem liðs og strákanna er alveg löngu hafinn.“ Vildi prófa eitthvað nýtt á línunni Snorri Steinn gat valið sína sterkustu menn í komandi verkefni í undankeppni EM og gerir í raun bara eina stóra breytingu á hópnum þar sem að Sveinn Jóhannsson, leikmaður Kolstad kemur inn fyrir Arnar Frey Arnarsson, leikmann Melsungen. „Ég gat valið alla þá leikmenn sem ég vildi. Eins og staðan er í dag er enginn það meiddur að hann geti ekki gefið kost á sér. Auðvitað er alltaf eitthvað hnjask hér og þar. Það bara fylgir þessu. Eina spurningarmerkið sem er uppi snýr hins vegar að Janusi Daða sem á von á barni í þessum töluðu orðum. Ég er bara ánægður með stöðuna á okkar landsliðsmönnum. Að þetta sé sá hópur sem ég gat og vildi velja. Eina breytingin snýr að línumannsstöðunni. Sveinn Jóhannsson kemur inn fyrir Arnar Frey sem hefur verið í öllum mínum landsliðshópum frá því að ég tók við landsliðsþjálfarastöðunni. Ég átti bara gott spjall við Arnar um þetta. Við fórum yfir stöðuna. Þetta er ekki val gegn honum. Ég vildi bara prófa eitthvað og hefur fundist vanta vigt í línumannsstöðuna. Ég hef fylgst vel með Sveini í vetur og vildi prófa hann. Gefa honum tækifæri. Svo sjáum við bara til hvað gerist í janúar.“ Sveinn (til vinstri) í leik með Kolstad í Meistaradeildinni í handbolta. Hér hafa Sveinn og norska stórstjanan Sander Sagosen góðar gætur á leikmanni Barcelona.Vísir/EPA Hvernig tók Arnar í þetta? Maður gerir sér það í hugarlund að hann hafi verið svekktur. „Hann tók þessu bara eins og maður. Eins og allir þeir sem að ég hringdi í og tjáði að yrðu ekki í liðinu. Hann gerði það bara af fagmennsku. Það síðasta sem ég vill þegar að ég hringi í leikmenn og tjái þeim að þeir séu ekki í landsliðshópnum er að þeir verði sammála mér og sáttir. Arnar hefur bara fullan rétt á því að vera svekktur. Hann á bara að vera það. Á að finnast hann vera betri en þeir sem að eru í liðinu í hans stöðu.“ Arnar Freyr í leik gegn Þýskalandi á síðasta Evrópumóti í upphafi þessa árs.Vísir/Getty „Svona virkar þessi bransi. Ég vel liðið eftir minni eigin sannfæringu og fylgi því. Það verður engu að síður gaman að fá Svein í þetta landsliðsverkefni. Því eitt er að sjá og horfa á þá spila í leikjum með sínum félagsliðum, annað er að upplifa þá sjálfa á æfingum og í meira návígi. Það verður spennandi.“ „Ég fagna þessu“ Þá bárust stór tíðindi af einu af stærsta nafni íslenskan handboltans á dögunum. Aron Pálmarsson er farinn til ungverska stórliðsins Vesprém eftir ársdvöl hjá uppeldisfélaginu FH þar sem að hann átti þátt í því að sækja Íslandsmeistaratitilinn. „Ég hef fengið að fylgjast með og vitað í hvað stefndi. Sem landsliðsþjálfari fagnarðu því þegar að þínir leikmenn eru að spila í toppliðum í heiminum. Ég fagna þessu. Auðvitað er þetta slæmt fyrir Olís deildina og leiðinlegt. Að hafa ekki þetta risanafn í henni. Að því sögðu held ég að þetta sé jákvætt fyrir íslenska landsliðið sem og Aron Pálmarsson sjálfan. Það sem er kannski jákvæðast í þessu og virðingarvert er að Aron hafi það enn í sér að rífa sig af stað. Eftir að hafa flutt heim. Að þetta hungur sé enn í honum. Að vilja spila í Meistaradeildinni, í toppfélagi. Finnast hann eiga enn eitthvað eftir að sanna. Þetta er leikmaður sem hefur unnið nánast allt sem hægt er að vinna. Það finnst mér eiginlega það geggjaðasta í þessu. Ég veit að Aron brennur fyrir íslenska landsliðið og partur af því að vera þar er að fara út og spila á eins háu gæðastigi og hann getur. Ég fagna þessu.“ Atvinnumenn sem þekkja þetta allt Með fullri virðingu fyrir verkefninu fram undan í undankeppni EM 2026 eru lið Bosníu, Georgíu og Grikklands lið sem íslenska landsliðið á að vinna og eru möguleikarnir á sæti á EM í gegnum undankeppnina fyrir okkar menn mjög miklir. Sem dæmi um það hversu öruggir skipuleggjendur Evrópumótsins eru á því að Ísland vinni sér inn sæti í lokakeppninni má nefna þá staðreynd að nú þegar er búið að úthluta Íslandi sæti í F-riðli lokakeppninnar sem verður spilaður í Kristianstad. Hvað finnst Snorra Steini um það? „Ég er nú ekki kominn svona langt að pæla í því hvar við verðum. Ég vissi hins vegar af þessu en ég efast um að strákarnir séu komnir þangað. Þetta eru allt atvinnumenn. Þeir þekkja þetta allt. Það að það sé einhver umræða og umtal í þá átt að þetta sé auðvelt. Að það sé HM fram undan og þú kominn í EM, ég hef enga trú á því að það trufli liðið eitthvað. Við finnum bara leiðir til þess að einbeita okkur að því sem að skiptir máli. Því sem að snýr að okkur. Við þurfum samt sem áður að hafa okkur alla við til að gera það. Komum heim, fáum stuttan tíma saman, stutt á milli leikja og mikið af hlutum sem við þurfum að fara yfir. Það krefst alveg einbeitingar. Ef hún er ekki til staðar, þá yfirleitt kemur það bara í ljós í Laugardalshöllinni þann 7. nóvember næstkomandi.“ Strákarnir okkar.Vísir/Vilhelm Íslenska landsliðið kemur sem mun líklegra liðið til afreka inn í komandi leiki gegn Bosníu og Georgíu. Það telur hins vegar ekki neitt því þegar á hólminn er komið þarf að mæta til leiks og skila frammistöðu. „Þetta er alltaf þreytandi þegar að það er farið að tala svona en ég skil það alveg. Ég kvitta alveg undir það að við séum með betra lið en bæði Georgía og Bosnía. Þetta snýst ekki bara um að vinna leikina. Þetta snýst um að gera það vel. Gera það af krafti og mjaka okkur í þá átt að þeim stað sem við viljum vera á. Það er ekkert gaman að koma hingað heim, spila vonandi fyrir framan troðfulla Laugardalshöll og gera það eitthvað illa. Það er langt síðan að við hittumst. Við þurfum á þessum landsleikjaglugga að halda og á sama tíma er stutt í næsta glugga sem er stórmótagluggi, heimsmeistaramótið í janúar. Mikilvægi þessarar viku sem við fáum saman núna í nóvember er mikið.“ Landsliðið fær ekki marga daga saman í aðdraganda næsta stórmóts og því þarf að nýta þessa fáu daga vel. Þá er Snorri Steinn duglegur að kíkja á okkar landsliðsmenn hjá sínum félagsliðum. Tilgangur heimsóknanna ekki bara til þess að sjá þá leikmenn spila. „Ég er duglegur að kíkja út. Og það er rétt hjá þér ég horfi líka alveg ævintýralega mikið á handbolta. Ég er búinn að ákveða að kíkja út á þá nokkra hjá þeirra félagsliðum eftir komandi landsliðsverkefni. Fyrir heimsmeistaramótið. Ekki það að ég þurfi að horfa á þá spila handbolta. Þetta snýst líka bara um að vera í góðum samskiptum við þá, heyra í þeim. Kynnast þeim aðeins því ég legg áherslu á að það sé traust milli mín og leikmannanna. Að þeim líði vel hvort sem að þeir séu að spila mikið eða lítið. Það er líka ákveðin kúnst, sérstaklega þegar kemur að stórmótum.“ Landslið karla í handbolta Handbolti EM karla í handbolta 2026 HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ „Íslenska liðið lítur vel út“ Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Sjá meira
Strákarnir okkar koma saman í upphafi nóvember og hafa viku saman til þess að æfa, stilla saman strengi og spila tvo leiki í undankeppni EM 2026. Annars vegar heimaleik gegn Bosníu þann 6.nóvember og svo útileik gegn Georgíu í Tiblisi nokkrum dögum síðar en auk þessara liða er Grikkland einnig í riðli Íslands. Styttra er hins vegar á næsta stórmót Strákanna okkar, sjálft heimsmeistaramótið í janúar, þar sem að Íslands spilar í riðli með Slóveníu, Kúbu og Grænhöfðaeyjum, í Zagreb í Króatíu. Komandi landsleikjagluggi í undankeppni EM er ekki síður mikilvægur í undirbúningi okkar manna fyrir HM. „Fyrst og fremst er þetta náttúrulega undirbúningur fyrir Evrópumótið 2026 og ég undirstrika það alveg,“ segir Snorri Steinn. „Við þurfum að sjá til þess að gera vel í þessari undankeppni og koma okkur á næsta stórmót með því að vinna þennan riðil. Það er alltaf mikilvægt. Ég fer heldur ekkert í felur með það og er ekkert feiminn við að segja að það er langt síðan að við hittumst síðast. Við þurfum að nýta þennan glugga. Það er stutt í HM. Það sem að við gerum í þessari viku. Því betra sem það er því þægilegra er það upp á undirbúninginn fyrir HM. Í mínum huga er undirbúningurinn fyrir það mót í janúar alveg löngu byrjaðir.“ Vísir/Vilhelm „Alls konar plan og leikgreining á því sem kemur til með að gerast í janúar er alveg byrjuð. Ég þarf bara að forvinna hlutina. Hugur minn er vafalaust á öðrum stað heldur en hjá okkar leikmönnum sem eru náttúrulega bara á fullu með sínum félagsliðum. Það er samt sem áður mikilvægt að strákarnir, sérstaklega, fari og séu vonandi bara byrjaðir að leiða hugann að HM. Allt sem að þeir gerðu í sumar og gera með sínum félagsliðum fram að móti miðast náttúrulega líka við landsliðið. Að vera í góðu formi í janúar og geta skilað frammistöðu þar. Því sama hvað við segjum, þá þurfum við á öllum okkar mönnum að halda þar. Undirbúningur okkar sem liðs og strákanna er alveg löngu hafinn.“ Vildi prófa eitthvað nýtt á línunni Snorri Steinn gat valið sína sterkustu menn í komandi verkefni í undankeppni EM og gerir í raun bara eina stóra breytingu á hópnum þar sem að Sveinn Jóhannsson, leikmaður Kolstad kemur inn fyrir Arnar Frey Arnarsson, leikmann Melsungen. „Ég gat valið alla þá leikmenn sem ég vildi. Eins og staðan er í dag er enginn það meiddur að hann geti ekki gefið kost á sér. Auðvitað er alltaf eitthvað hnjask hér og þar. Það bara fylgir þessu. Eina spurningarmerkið sem er uppi snýr hins vegar að Janusi Daða sem á von á barni í þessum töluðu orðum. Ég er bara ánægður með stöðuna á okkar landsliðsmönnum. Að þetta sé sá hópur sem ég gat og vildi velja. Eina breytingin snýr að línumannsstöðunni. Sveinn Jóhannsson kemur inn fyrir Arnar Frey sem hefur verið í öllum mínum landsliðshópum frá því að ég tók við landsliðsþjálfarastöðunni. Ég átti bara gott spjall við Arnar um þetta. Við fórum yfir stöðuna. Þetta er ekki val gegn honum. Ég vildi bara prófa eitthvað og hefur fundist vanta vigt í línumannsstöðuna. Ég hef fylgst vel með Sveini í vetur og vildi prófa hann. Gefa honum tækifæri. Svo sjáum við bara til hvað gerist í janúar.“ Sveinn (til vinstri) í leik með Kolstad í Meistaradeildinni í handbolta. Hér hafa Sveinn og norska stórstjanan Sander Sagosen góðar gætur á leikmanni Barcelona.Vísir/EPA Hvernig tók Arnar í þetta? Maður gerir sér það í hugarlund að hann hafi verið svekktur. „Hann tók þessu bara eins og maður. Eins og allir þeir sem að ég hringdi í og tjáði að yrðu ekki í liðinu. Hann gerði það bara af fagmennsku. Það síðasta sem ég vill þegar að ég hringi í leikmenn og tjái þeim að þeir séu ekki í landsliðshópnum er að þeir verði sammála mér og sáttir. Arnar hefur bara fullan rétt á því að vera svekktur. Hann á bara að vera það. Á að finnast hann vera betri en þeir sem að eru í liðinu í hans stöðu.“ Arnar Freyr í leik gegn Þýskalandi á síðasta Evrópumóti í upphafi þessa árs.Vísir/Getty „Svona virkar þessi bransi. Ég vel liðið eftir minni eigin sannfæringu og fylgi því. Það verður engu að síður gaman að fá Svein í þetta landsliðsverkefni. Því eitt er að sjá og horfa á þá spila í leikjum með sínum félagsliðum, annað er að upplifa þá sjálfa á æfingum og í meira návígi. Það verður spennandi.“ „Ég fagna þessu“ Þá bárust stór tíðindi af einu af stærsta nafni íslenskan handboltans á dögunum. Aron Pálmarsson er farinn til ungverska stórliðsins Vesprém eftir ársdvöl hjá uppeldisfélaginu FH þar sem að hann átti þátt í því að sækja Íslandsmeistaratitilinn. „Ég hef fengið að fylgjast með og vitað í hvað stefndi. Sem landsliðsþjálfari fagnarðu því þegar að þínir leikmenn eru að spila í toppliðum í heiminum. Ég fagna þessu. Auðvitað er þetta slæmt fyrir Olís deildina og leiðinlegt. Að hafa ekki þetta risanafn í henni. Að því sögðu held ég að þetta sé jákvætt fyrir íslenska landsliðið sem og Aron Pálmarsson sjálfan. Það sem er kannski jákvæðast í þessu og virðingarvert er að Aron hafi það enn í sér að rífa sig af stað. Eftir að hafa flutt heim. Að þetta hungur sé enn í honum. Að vilja spila í Meistaradeildinni, í toppfélagi. Finnast hann eiga enn eitthvað eftir að sanna. Þetta er leikmaður sem hefur unnið nánast allt sem hægt er að vinna. Það finnst mér eiginlega það geggjaðasta í þessu. Ég veit að Aron brennur fyrir íslenska landsliðið og partur af því að vera þar er að fara út og spila á eins háu gæðastigi og hann getur. Ég fagna þessu.“ Atvinnumenn sem þekkja þetta allt Með fullri virðingu fyrir verkefninu fram undan í undankeppni EM 2026 eru lið Bosníu, Georgíu og Grikklands lið sem íslenska landsliðið á að vinna og eru möguleikarnir á sæti á EM í gegnum undankeppnina fyrir okkar menn mjög miklir. Sem dæmi um það hversu öruggir skipuleggjendur Evrópumótsins eru á því að Ísland vinni sér inn sæti í lokakeppninni má nefna þá staðreynd að nú þegar er búið að úthluta Íslandi sæti í F-riðli lokakeppninnar sem verður spilaður í Kristianstad. Hvað finnst Snorra Steini um það? „Ég er nú ekki kominn svona langt að pæla í því hvar við verðum. Ég vissi hins vegar af þessu en ég efast um að strákarnir séu komnir þangað. Þetta eru allt atvinnumenn. Þeir þekkja þetta allt. Það að það sé einhver umræða og umtal í þá átt að þetta sé auðvelt. Að það sé HM fram undan og þú kominn í EM, ég hef enga trú á því að það trufli liðið eitthvað. Við finnum bara leiðir til þess að einbeita okkur að því sem að skiptir máli. Því sem að snýr að okkur. Við þurfum samt sem áður að hafa okkur alla við til að gera það. Komum heim, fáum stuttan tíma saman, stutt á milli leikja og mikið af hlutum sem við þurfum að fara yfir. Það krefst alveg einbeitingar. Ef hún er ekki til staðar, þá yfirleitt kemur það bara í ljós í Laugardalshöllinni þann 7. nóvember næstkomandi.“ Strákarnir okkar.Vísir/Vilhelm Íslenska landsliðið kemur sem mun líklegra liðið til afreka inn í komandi leiki gegn Bosníu og Georgíu. Það telur hins vegar ekki neitt því þegar á hólminn er komið þarf að mæta til leiks og skila frammistöðu. „Þetta er alltaf þreytandi þegar að það er farið að tala svona en ég skil það alveg. Ég kvitta alveg undir það að við séum með betra lið en bæði Georgía og Bosnía. Þetta snýst ekki bara um að vinna leikina. Þetta snýst um að gera það vel. Gera það af krafti og mjaka okkur í þá átt að þeim stað sem við viljum vera á. Það er ekkert gaman að koma hingað heim, spila vonandi fyrir framan troðfulla Laugardalshöll og gera það eitthvað illa. Það er langt síðan að við hittumst. Við þurfum á þessum landsleikjaglugga að halda og á sama tíma er stutt í næsta glugga sem er stórmótagluggi, heimsmeistaramótið í janúar. Mikilvægi þessarar viku sem við fáum saman núna í nóvember er mikið.“ Landsliðið fær ekki marga daga saman í aðdraganda næsta stórmóts og því þarf að nýta þessa fáu daga vel. Þá er Snorri Steinn duglegur að kíkja á okkar landsliðsmenn hjá sínum félagsliðum. Tilgangur heimsóknanna ekki bara til þess að sjá þá leikmenn spila. „Ég er duglegur að kíkja út. Og það er rétt hjá þér ég horfi líka alveg ævintýralega mikið á handbolta. Ég er búinn að ákveða að kíkja út á þá nokkra hjá þeirra félagsliðum eftir komandi landsliðsverkefni. Fyrir heimsmeistaramótið. Ekki það að ég þurfi að horfa á þá spila handbolta. Þetta snýst líka bara um að vera í góðum samskiptum við þá, heyra í þeim. Kynnast þeim aðeins því ég legg áherslu á að það sé traust milli mín og leikmannanna. Að þeim líði vel hvort sem að þeir séu að spila mikið eða lítið. Það er líka ákveðin kúnst, sérstaklega þegar kemur að stórmótum.“
Landslið karla í handbolta Handbolti EM karla í handbolta 2026 HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ „Íslenska liðið lítur vel út“ Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Sjá meira