Fengu aldrei á sig mark en unnu samt ekki deildina Sindri Sverrisson skrifar 24. október 2024 12:01 Nellie Bengtsson skoraði fleiri mörk en hún fékk á sig á leiktíðinni, í 18 leikjum. Sænska kvennaliðið Ängelholm hefur vakið umtalsverða athygli eftir það ótrúlega afrek sitt að spila heila leiktíð, átján leiki, án þess að fá á sig eitt einasta mark. Markvörður liðsins skoraði fleiri mörk en hún fékk á sig á leiktíðinni. „Við höfum séð þetta á Instagram og TikTok. Margir fjölmiðlar hafa haft samband. Þetta er mjög skemmtilegt. Það er ótrúlegt hvað þetta er orðið að stóru dæmi. Þetta hefur aldrei gerst áður svo þetta er algjörlega súrrealískt,“ segir Nellie Bengtsson, sautján ára markvörður Ängelholm. Hún fékk að taka vítaspyrnu í næstsíðustu umferðinni og skoraði úr henni, og gerði þar með einu marki meira en öll liðin sem spiluðu á móti henni á leiktíðinni. Ängelholm tókst engu að síður ekki að vinna deildina sem það spilar í, 4. deild, heldur endaði það í 2. sæti. Liðið vann fimmtán leiki, og skoraði í þeim samtals 78 mörk, en gerði þrjú markalaus jafntefli. Ljungbyhed vann deildina og komst beint upp í 3. deild, en Ängelholm er núna í umspili um að komast upp. Lokastaðan í 4. deild kvenna, á Norðvestur Skáni. Eins og sjá má fékk Ängelholm ekki á sig eitt einasta mark og tapaði því ekki einum einasta leik, en endaði samt í 2. sæti.svenskfotboll.se Það að Ängelholm hafi ekki fengið á sig eitt einasta mark í átján leikjum hlýtur þó að teljast einstakt afrek: „Þetta er ótrúlegt. Ég hef þjálfað fótbolta í tíu ár og aldrei séð neitt í líkingu við þetta. Ég hef aldrei heyrt um neitt svona. Þetta er vissulega mjög skemmtilegt en það er skrýtin tilfinning að hafa ekki unnið deildina,“ sagði Ulf Johansson, þjálfari Ängelholm. Johansson segir að þegar liðið hafi á leiktíðina hafi mótherjar Ängelholm farið að breyta um taktík og reynt allt til þess að brjóta ísinn. „Í síðustu 5-6 leikjunum einbeittu allir sér að því að skora gegn okkur. Þeim var alveg sama þó að það myndi enda með tapi. Það vildu allir brjóta ísinn og koma inn einu marki hjá okkur. Sem betur fer tókst okkur að koma í veg fyrir það,“ sagði Johansson og bætti við: „Við höfum spilað ótrúlega góða vörn. Við erum líka með mjög góðan markvörð en allt liðið á sinn þátt í þessu.“ Sænski boltinn Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira
„Við höfum séð þetta á Instagram og TikTok. Margir fjölmiðlar hafa haft samband. Þetta er mjög skemmtilegt. Það er ótrúlegt hvað þetta er orðið að stóru dæmi. Þetta hefur aldrei gerst áður svo þetta er algjörlega súrrealískt,“ segir Nellie Bengtsson, sautján ára markvörður Ängelholm. Hún fékk að taka vítaspyrnu í næstsíðustu umferðinni og skoraði úr henni, og gerði þar með einu marki meira en öll liðin sem spiluðu á móti henni á leiktíðinni. Ängelholm tókst engu að síður ekki að vinna deildina sem það spilar í, 4. deild, heldur endaði það í 2. sæti. Liðið vann fimmtán leiki, og skoraði í þeim samtals 78 mörk, en gerði þrjú markalaus jafntefli. Ljungbyhed vann deildina og komst beint upp í 3. deild, en Ängelholm er núna í umspili um að komast upp. Lokastaðan í 4. deild kvenna, á Norðvestur Skáni. Eins og sjá má fékk Ängelholm ekki á sig eitt einasta mark og tapaði því ekki einum einasta leik, en endaði samt í 2. sæti.svenskfotboll.se Það að Ängelholm hafi ekki fengið á sig eitt einasta mark í átján leikjum hlýtur þó að teljast einstakt afrek: „Þetta er ótrúlegt. Ég hef þjálfað fótbolta í tíu ár og aldrei séð neitt í líkingu við þetta. Ég hef aldrei heyrt um neitt svona. Þetta er vissulega mjög skemmtilegt en það er skrýtin tilfinning að hafa ekki unnið deildina,“ sagði Ulf Johansson, þjálfari Ängelholm. Johansson segir að þegar liðið hafi á leiktíðina hafi mótherjar Ängelholm farið að breyta um taktík og reynt allt til þess að brjóta ísinn. „Í síðustu 5-6 leikjunum einbeittu allir sér að því að skora gegn okkur. Þeim var alveg sama þó að það myndi enda með tapi. Það vildu allir brjóta ísinn og koma inn einu marki hjá okkur. Sem betur fer tókst okkur að koma í veg fyrir það,“ sagði Johansson og bætti við: „Við höfum spilað ótrúlega góða vörn. Við erum líka með mjög góðan markvörð en allt liðið á sinn þátt í þessu.“
Sænski boltinn Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira