Innlent

Veður­stofan varar við ó­veðri í fyrra­málið

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Viðvaranirnar gilda víð um suðurhelming ársins. 
Viðvaranirnar gilda víð um suðurhelming ársins. 

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir fyrir morgundaginn víða um land þar sem búist er við suðaustan hvassviðri, stormi eða jafnvel roki.

Svæðin sem um ræðir er Suðurland, Faxaflói, Breiðafjörður og Miðhálendið. Á Suðurlandi tekur viðvörun gildi klukkan sex í fyrramálið. Þar er búist við að vindhraði verði allt að 20 metrar á sekúndu og þá hvassast vestantil, til dæmis í Grindavík. Þá eru einnig líkur á snjókomu eða slyddu á Hellisheiði og versnandi færð þar.

Við Faxaflóa tekur viðvörun gildi klukkutíma síðar, eða klukkan sjö og þar verður hvassast á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli. Þar eru ökumenn varaðir við vindhviðum og þeir beðnir um að fara varlega.

Við Breiðafjörð verður suðaustanstormur eða jafnvel rok þar sem vindur gæti farið í 25 metra á sekúndu. Hvassast verður á Snæfellsnesi. Svipað veður verður á Miðhaálendinu og þar er varað við ferðalögum.

Veðrið gengur nokkuð hratt yfir og falla viðvaranir, ef spár ganga eftir, úr gildi á milli klukkan tíu og ellefu á Suðurlandi, Faxaflóa og Breiðafirði og klukkan fjögur síðdegis á Miðhálendinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×