Fótbolti

Fékk þýskan mót­herja til að giska á þýðingu ís­lenskra fótboltaorða

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir gaf kannski aðeins of góðar vísbendingar stoðsendingadrottningin sem hún er.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir gaf kannski aðeins of góðar vísbendingar stoðsendingadrottningin sem hún er. Getty/Fabio Deinert/

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir verður líklega í sviðsljósinu í nótt þegar íslenska kvennalandsliðið mætir Bandaríkjunum í vináttulandsleik í Texas.

Þýska deildin er í landsleikjafríi á meðan leikir Íslands og fleiri þjóða fara fram en samfélagsmiðlafólk deildarinnar vildi kanna það hvað þýskur leikmaður í deildinni skilur í íslensku. Myndbandið var tekið upp fyrr í haust en kom inn á samfélagsmiðla deildarinnar í dag.

Karólína Lea, sem spilar með Bayer Leverkusen, fékk það verkefni að spyrja Essen leikmaninn Sophiu Winkler um það hvað nokkur þekkt íslensk fótboltaorð þýða.

Winkler er 21 árs gamall markmaður sem hefur spilað allan sinn feril í þýsku deildinni með SGS Essen.

Winkler stóð sig nokkuð vel en eins og Karólína Lea er þekkt fyrir að gefa stoðsendingar inn á vellinum þá átti hún líka góðar stoðsendingar á Sophiu þegar kemur að vísbendingum í þessari sérstöku spurningakeppni.

Spurningarnar og svörin má finna hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×