Fótbolti

Sjáðu þrjú mörk Víkinga í sögu­legum Evrópusigri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Danijel Djuric fagnar marki sínu í dag en hann kom Víkingum yfir í 2-1.
Danijel Djuric fagnar marki sínu í dag en hann kom Víkingum yfir í 2-1. Vísir/Anton Brink

Víkingar skoruðu þrjú mörk og tryggðu sér frábæran 3-1 sigur á belgíska liðinu Cercle Brugge í Sambandsdeildinni í dag.

Þetta var fyrsti heimaleikur Víkings í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar og um leið fyrsti sigur íslensks liðs í deildar- eða riðlakeppni í Evrópu.

Belgarnir komust yfir í leiknum með marki Kazeem Olaigbe á sautjándu mínútu. Víkingar létu það ekki á sig fá.

Ari Sigurpálsson var fljótur að jafna metin eftir laglegt einstaklingsframtak og staðan var 1-1 í hálfleik.

Danijel Djuric skaut í slá úr vítaspyrnu í uppbótatíma fyrri hálfleiks en bætti fyrir það með því að koma Víkingi í 2-1 á 76. mínútu eftir stoðsendingu frá Erlingi Agnarssyni.

Gunnar Vatnhamar innsiglaði síðan sigurinn með skallamarki á 83. mínútu eftir frábæra fyrirgjöf frá Gísla Gottskálk Þórðarsyni.

Víkingar voru með góð tök eftir þetta og unnu frábæran 3-1 sigur.

Það má sjá mörkin úr leiknum hér fyrir neðan.

Klippa: Mörkin úr sögulegum Evrópusigri Víkinga



Fleiri fréttir

Sjá meira


×