Handbolti

Elvar Örn og Arnar Freyr á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elvar Örn Jónsson er öflugir í vörn Melsungen alveg eins og hann er hjá íslenska landsliðinu.
Elvar Örn Jónsson er öflugir í vörn Melsungen alveg eins og hann er hjá íslenska landsliðinu. Getty/Swen Pförtner

MT Melsungen er á toppnum í þýsku Bundesligunni í handbolta eftir eins marks útisigur á Leipzig í Íslendingaslag í kvöld.

Melsungen vann leikinn 28-27 eftir hafa verið einu marki undir í hálfleik, 14-13. Erik Balenciaga skoraði sigurmarkið á lokasekúnduum.

Elvar Örn Jónsson skoraði eitt marka Melsungen en Arnar Freyr Arnarsson komst ekki á blað. Báðir fengu þeir tveggja mínútna brottrekstur en þeir eru mikilvægir leikmenn í varnarleiknum. Elvar tók fimm skot í leiknum.

Viggó Kristjánsson skoraði sex mörk fyrir Leipzig og Andri Már Rúnarsson var með tvö mörk. Viggó átti lokaskot leiksins en það geigaði.

Aaron Mensing var atkvæðamestur hjá Melsungen með átta mörk og fjórar stoðsendingar. Viggó var næstmarkahæstur hjá Leipzig á eftir Luca Witzke sem skoraði sjö mörk.

Melsungen er á toppnum með fjórtán stig af sextán mögulegum eftir sjö sigra í fyrstu átta leikjum sínum. Þetta var fimmti deildarsigur liðsins í röð.

Heimamenn í Leipzig hafa unnið fjóra af fyrstu átta leikjum sínum og sitja í tíunda sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×