Hákon og Oddur Þorri skipaðir héraðsdómarar Lovísa Arnardóttir skrifar 24. október 2024 19:31 Dómsmálaráðherra skipaði Odd Þorra og Hákon dómara. Stjórnarráðið Dómsmálaráðherra hefur skipað Hákon Þorsteinsson í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang við Héraðsdóm Austurlands frá 1. nóvember næstkomandi. Ráðherra hefur jafnframt frá sama tíma skipað Odd Þorra Viðarsson í embætti dómara sem mun hafa starfsstöð við Héraðsdóm Vestfjarða. Þeir munu sinna störfum við alla héraðsdómstólana eftir ákvörðun dómstólasýslunnar. Frá þessu er greint í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Þar kemur fram að Hákon lauk BA-prófi í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2006 og meistaragráðu í lögfræði frá sömu deild árið 2008. Þá lauk hann viðbótardiplóma í opinberri stjórnsýslu frá sama skóla 2023. Hákon öðlaðist réttindi sem héraðsdómslögmaður 2009 og löggildingu til að starfa sem fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali 2015. Að námi loknu starfaði Hákon við lögfræðiráðgjöf hjá fjármálafyrirtæki og sem lögmaður á lögmannsstofu. Árið 2010 hóf Hákon störf sem aðstoðarmaður dómara við Héraðdóm Reykjaness þar sem hann starfaði til 2018. Árin 2018-2021 starfaði Hákon sem aðstoðarmaður dómara við Landsrétt og var settur skrifstofustjóri við réttinn í ársbyrjun 2021. Þá hefur Hákon tvívegis verið settur héraðsdómari um nokkurra mánaða skeið, fyrst við Héraðsdóm Reykjaness árið 2014 og síðar sem settur dómstjóri Héraðsdóms Vestfjarða sumarið 2021. Frá hausti 2021 hefur hann starfað sem lögfræðingur á skrifstofu réttarfars og stjórnsýslu í dómsmálaráðuneytinu. Af öðrum störfum má nefna að Hákon hefur verið prófdómari og sinnt stundakennslu í lögfræði á háskólastigi og starfað fyrir Knattspyrnusamband Íslands. Oddur Þorri lauk BA-prófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2011 og meistaragráðu í lögfræði frá sömu deild árið 2014. Þá lauk hann viðbótardiplómu í gagnrýnni hugsun og siðfræði við Háskóla Íslands og leggur nú stund á meistaranám í hagnýtri siðfræði við sama skóla. Að námi loknu starfaði Oddur Þorri um tíma sem fulltrúi á lögmannsstofu en hóf 2015 störf sem lögfræðingur á skrifstofu löggjafarmála í forsætisráðuneytinu þar sem hann starfaði allt til ársloka 2021. Árin 2015-2018 starfaði hann að auki sem ritari úrskurðarnefndar um upplýsingamál og 2019 var honum falið af forsætisráðherra hlutverk ráðgjafa um upplýsingarétt almennings meðfram öðrum störfum í ráðuneytinu. Frá desember 2021 hefur Oddur Þorri starfað sem lögfræðingur hjá embætti umboðsmanns Alþingis. Af öðrum störfum má nefna að hann hefur sinnt kennslu í lögfræði á háskólastigi allt frá árinu 2014 auk þess sem hann hefur sinnt fræðaskrifum á sviði lögfræði. Þá var hann skipaður matsmaður í fimmtu úttektarumferð samtaka ríkja gegn spillingu í aðildarríkjum Evrópuráðsins (GRECO) árið 2017 og hefur átt sæti stjórn Lögfræðingafélags Íslands frá vori 2023. Dómstólar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vistaskipti Mest lesið Um átta þúsund norður-kóreskir hermenn á landamærunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði á lík fljóta fram hjá Erlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Innlent Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Þeir munu sinna störfum við alla héraðsdómstólana eftir ákvörðun dómstólasýslunnar. Frá þessu er greint í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Þar kemur fram að Hákon lauk BA-prófi í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2006 og meistaragráðu í lögfræði frá sömu deild árið 2008. Þá lauk hann viðbótardiplóma í opinberri stjórnsýslu frá sama skóla 2023. Hákon öðlaðist réttindi sem héraðsdómslögmaður 2009 og löggildingu til að starfa sem fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali 2015. Að námi loknu starfaði Hákon við lögfræðiráðgjöf hjá fjármálafyrirtæki og sem lögmaður á lögmannsstofu. Árið 2010 hóf Hákon störf sem aðstoðarmaður dómara við Héraðdóm Reykjaness þar sem hann starfaði til 2018. Árin 2018-2021 starfaði Hákon sem aðstoðarmaður dómara við Landsrétt og var settur skrifstofustjóri við réttinn í ársbyrjun 2021. Þá hefur Hákon tvívegis verið settur héraðsdómari um nokkurra mánaða skeið, fyrst við Héraðsdóm Reykjaness árið 2014 og síðar sem settur dómstjóri Héraðsdóms Vestfjarða sumarið 2021. Frá hausti 2021 hefur hann starfað sem lögfræðingur á skrifstofu réttarfars og stjórnsýslu í dómsmálaráðuneytinu. Af öðrum störfum má nefna að Hákon hefur verið prófdómari og sinnt stundakennslu í lögfræði á háskólastigi og starfað fyrir Knattspyrnusamband Íslands. Oddur Þorri lauk BA-prófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2011 og meistaragráðu í lögfræði frá sömu deild árið 2014. Þá lauk hann viðbótardiplómu í gagnrýnni hugsun og siðfræði við Háskóla Íslands og leggur nú stund á meistaranám í hagnýtri siðfræði við sama skóla. Að námi loknu starfaði Oddur Þorri um tíma sem fulltrúi á lögmannsstofu en hóf 2015 störf sem lögfræðingur á skrifstofu löggjafarmála í forsætisráðuneytinu þar sem hann starfaði allt til ársloka 2021. Árin 2015-2018 starfaði hann að auki sem ritari úrskurðarnefndar um upplýsingamál og 2019 var honum falið af forsætisráðherra hlutverk ráðgjafa um upplýsingarétt almennings meðfram öðrum störfum í ráðuneytinu. Frá desember 2021 hefur Oddur Þorri starfað sem lögfræðingur hjá embætti umboðsmanns Alþingis. Af öðrum störfum má nefna að hann hefur sinnt kennslu í lögfræði á háskólastigi allt frá árinu 2014 auk þess sem hann hefur sinnt fræðaskrifum á sviði lögfræði. Þá var hann skipaður matsmaður í fimmtu úttektarumferð samtaka ríkja gegn spillingu í aðildarríkjum Evrópuráðsins (GRECO) árið 2017 og hefur átt sæti stjórn Lögfræðingafélags Íslands frá vori 2023.
Dómstólar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vistaskipti Mest lesið Um átta þúsund norður-kóreskir hermenn á landamærunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði á lík fljóta fram hjá Erlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Innlent Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira