Baskonia vann leikinn 80-57 en liðið var komið ellefu stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann og var með þrettán stiga forystu í hálfleik, 39-26.
Martin átti flottan leik en það dugði ekki til. Hann endaði með sextán stig og þrjár stoðsendingar á rúmum 23 mínútum.
Martin hitti úr báðum þriggja stiga skotum sinum en klikkaði á báðum vítunum.
Vandamálið var að næsti maður í liðinu skoraði aðeins níu stig.