Ef það er enginn bóndi – þá er enginn matur Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar 25. október 2024 10:32 Nú keppast framboð til Alþingis við að manna lista sína vegna kosninganna í lok nóvember. Nú stefnir í að nærri 9% þeirra sem verða á kjörskrá verði ýmist á framboðslista, umboðsmenn eða meðmælendur lista til kosninga. Í ljósi alls þess fjölda, sem vill stuðla að þessum fjölda framboða, þá hljóta sömu einstaklingar að vera í kjörstöðu til að hafa áhrif á stefnu framboðsins í kosningum. Í alltof langan tíma hefur landbúnaður átt undir högg að sækja en ótal tækifæri eru til staðar ef rétt er staðið að málum til að leysa þau úr læðingi. Því skiptir máli að þeir sem eru í framboði afli sér upplýsinga og sýni fram á raunhæfar lausnir, vilji þeir sækja atkvæði í hóp þeirra sem stunda landbúnað eða vinna við úrvinnslu landbúnaðarafurða á Íslandi. Landbúnaður snýst ekki bara um bændur, afkomu þeirra og fjölda afleiddra starfa, heldur snýr þetta einnig að fæðuöryggi og svo matvælaöryggi. Hvað þarf til að vernda og efla íslenskan landbúnað? Afkoma og öryggi. Það er eflaust enginn sem mælir því í mót að bændur eigi að hafa tekjur til jafns við aðrar stéttir í samfélaginu. Nauðsyn nýliðunar og kynslóðaskipta. Það þarf að auðvelda nýliðun innan bændastéttarinnar sem og kynslóðaskipti. Ef það er enginn bóndi – þá er enginn matur. Rekstrarumhverfi bænda. Þrátt fyrir að vanskil bænda hjá lánastofnunum séu í lágmarki þá er lítið afgangs eftir að þeir hafa staðið við sínar skuldbindingar. Þannig er í raun ekkert eftir af heimilistekjunum eftir afborganir lána. Laun fyrir lífi er þannig réttlætismál fyrir bændur. Leiðandi hlutverk íslensks landbúnaðar í fæðuöryggi þjóðarinnar. Undanfarin misseri hafa fleiri ríki heims beint sjónum sínum í auknu mæli að fæðuöryggi sinnar þjóðar í ljósi ytri ógnanna og hafa verið að efla innlenda landbúnað. Viljum við ekki að svo verði einnig á Íslandi? Kjölfestuframlag landbúnaðar til þjóðarframleiðslu. Landbúnaður er undirstöðu atvinnuvegur og getur framleitt meira magn matvæla. Ekki síður er hann mikilvægur hlekkur í byggðafestu víða um land. Nauðsyn tollverndar til samræmis við nágrannaþjóðir okkar. Í öllum nágrannaríkjum okkar eða viðmiðunarlöndum fær landbúnaður opinberan stuðning og tollvernd. Aukin tollvernd er nauðsynleg og ódýrasta aðgerð ríkisstjórnar og hins opinbera hverju sinni, sé viljinn til staðar. Menntun og rannsóknir á sviði landbúnaðar. Það þarf að fjárfesta í rannsóknum á sviði landbúnaðar – það eru ótal góðar hugmyndir til en þær verða ekki að veruleika nema þær fái stuðning til að verða að veruleika. Spekileki á sviði landbúnaðar hefur reynst mörgum samfélögum dýr þegar á hólminn er komið. Upprunamerkingar og orðspor innlendrar landbúnaðarframleiðslu. Neytendur um allan heim gera stórauknar kröfur um upplýsingar og rekjanleika afurða á komandi árum. Innlendur landbúnaður býr við þróað skýrsluhaldskerfi sem býður uppá mikil tækifæri í frekari þróun á upprunamerkingum matvara. Við höfum „Íslenskt staðfest“ sem er staðfesting á því að þú kaupir íslenskt, þegar þú velur íslenskt. Hvað vill þjóðin í þeim efnum? Það er hægt að tína fleiri atriði til sem hafa áhrif á starfsumhverfi landbúnaðar á komandi árum. Mestu skiptir að frambjóðendur og stjórnmálaflokkar setji sig inní málin og hafi raunhæfar og framkvæmanlegar lausnir sem skila árangri strax. Frambjóðandi góður sama hvar í flokki þú ert staddur – settu þig nú vel inní málefni landbúnaðar því umbúðir án innihalds eru ekki vænlegar til árangurs á komandi árum. Höfundur er formaður deildar sauðfjárbænda innan Bændasamtaka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Eyjólfur Ingvi Bjarnason Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Nú keppast framboð til Alþingis við að manna lista sína vegna kosninganna í lok nóvember. Nú stefnir í að nærri 9% þeirra sem verða á kjörskrá verði ýmist á framboðslista, umboðsmenn eða meðmælendur lista til kosninga. Í ljósi alls þess fjölda, sem vill stuðla að þessum fjölda framboða, þá hljóta sömu einstaklingar að vera í kjörstöðu til að hafa áhrif á stefnu framboðsins í kosningum. Í alltof langan tíma hefur landbúnaður átt undir högg að sækja en ótal tækifæri eru til staðar ef rétt er staðið að málum til að leysa þau úr læðingi. Því skiptir máli að þeir sem eru í framboði afli sér upplýsinga og sýni fram á raunhæfar lausnir, vilji þeir sækja atkvæði í hóp þeirra sem stunda landbúnað eða vinna við úrvinnslu landbúnaðarafurða á Íslandi. Landbúnaður snýst ekki bara um bændur, afkomu þeirra og fjölda afleiddra starfa, heldur snýr þetta einnig að fæðuöryggi og svo matvælaöryggi. Hvað þarf til að vernda og efla íslenskan landbúnað? Afkoma og öryggi. Það er eflaust enginn sem mælir því í mót að bændur eigi að hafa tekjur til jafns við aðrar stéttir í samfélaginu. Nauðsyn nýliðunar og kynslóðaskipta. Það þarf að auðvelda nýliðun innan bændastéttarinnar sem og kynslóðaskipti. Ef það er enginn bóndi – þá er enginn matur. Rekstrarumhverfi bænda. Þrátt fyrir að vanskil bænda hjá lánastofnunum séu í lágmarki þá er lítið afgangs eftir að þeir hafa staðið við sínar skuldbindingar. Þannig er í raun ekkert eftir af heimilistekjunum eftir afborganir lána. Laun fyrir lífi er þannig réttlætismál fyrir bændur. Leiðandi hlutverk íslensks landbúnaðar í fæðuöryggi þjóðarinnar. Undanfarin misseri hafa fleiri ríki heims beint sjónum sínum í auknu mæli að fæðuöryggi sinnar þjóðar í ljósi ytri ógnanna og hafa verið að efla innlenda landbúnað. Viljum við ekki að svo verði einnig á Íslandi? Kjölfestuframlag landbúnaðar til þjóðarframleiðslu. Landbúnaður er undirstöðu atvinnuvegur og getur framleitt meira magn matvæla. Ekki síður er hann mikilvægur hlekkur í byggðafestu víða um land. Nauðsyn tollverndar til samræmis við nágrannaþjóðir okkar. Í öllum nágrannaríkjum okkar eða viðmiðunarlöndum fær landbúnaður opinberan stuðning og tollvernd. Aukin tollvernd er nauðsynleg og ódýrasta aðgerð ríkisstjórnar og hins opinbera hverju sinni, sé viljinn til staðar. Menntun og rannsóknir á sviði landbúnaðar. Það þarf að fjárfesta í rannsóknum á sviði landbúnaðar – það eru ótal góðar hugmyndir til en þær verða ekki að veruleika nema þær fái stuðning til að verða að veruleika. Spekileki á sviði landbúnaðar hefur reynst mörgum samfélögum dýr þegar á hólminn er komið. Upprunamerkingar og orðspor innlendrar landbúnaðarframleiðslu. Neytendur um allan heim gera stórauknar kröfur um upplýsingar og rekjanleika afurða á komandi árum. Innlendur landbúnaður býr við þróað skýrsluhaldskerfi sem býður uppá mikil tækifæri í frekari þróun á upprunamerkingum matvara. Við höfum „Íslenskt staðfest“ sem er staðfesting á því að þú kaupir íslenskt, þegar þú velur íslenskt. Hvað vill þjóðin í þeim efnum? Það er hægt að tína fleiri atriði til sem hafa áhrif á starfsumhverfi landbúnaðar á komandi árum. Mestu skiptir að frambjóðendur og stjórnmálaflokkar setji sig inní málin og hafi raunhæfar og framkvæmanlegar lausnir sem skila árangri strax. Frambjóðandi góður sama hvar í flokki þú ert staddur – settu þig nú vel inní málefni landbúnaðar því umbúðir án innihalds eru ekki vænlegar til árangurs á komandi árum. Höfundur er formaður deildar sauðfjárbænda innan Bændasamtaka Íslands.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun