Hlaut dóm fyrir að ráðast á móðurina tveimur árum fyrir andlátið Jón Þór Stefánsson skrifar 25. október 2024 12:57 Móðirin fannst látin í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fertugsaldri sem er í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans hlaut dóm fyrir tveimur árum vegna ofbeldis í garð móðurinnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu fór hann úr fangelsi í haust, en þá hafði hann lokið afplánun. Hann hafði setið inni í fangelsi allan afplánunartímann. Fréttastofa greindi frá því í gærkvöldi að árið 2006 hafi maðurinn stungið föður sinn í bakið, en verið sýknaður vegna ósakhæfis. Þá komst Héraðsdómur Reykjavíkur að þeirri niðurstöðu að hann hefði verið alls ófær um að stjórn gjörðum sínum. Honum var gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Sjá nánar: Sonurinn áður stungið föður sinn í bakið Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um miðnætti í fyrradag vegna málsins og héldu viðbragðsaðilar strax á vettvang. Endurlífgunartilraunir hófust um leið og komið var á vettvang en þær báru ekki árangur. Konan, sem er tæplega sjötug samkvæmt heimildum fréttastofu, var úrskurðuð látin á vettvangi, í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti. Lögreglan greindi frá því í tilkynningu síðdegis að karlmaður sem var handtekinn í nótt væri sonur konunnar. Sagði presti að hann hefði „lamið móður sína“ Árið 2022 hlaut maðurinn tveggja ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að ráðast gegn móður sinni, kynferðisbrot gegn unglingsstúlku, og brot gegn valdstjórninni. Hann var ákærður fyrir tilraun til manndráps fyrir árásina gegn móðurinni, en dómurinn heimfærði brotið sem stórfellda líkamsárás. Málið varðaði atvik sem átti sér stað á heimili móðurinnar í apríl 2022. Manninum var gefið að sök að slá móður sína ítrekað með krepptum hnefum í líkama, andlit og höfuð, sparka í hana og taka hana ítrekað hálstaki þannig að hún missti meðvitund. Þá var hann jafnframt ákærður fyrir að hóta henni ítrekað lífláti. Í ákærunni segir að maðurinn hafi með þessu ógnað lífi, heilsu og velferð móður sinnar, en fram kom að hún hafi hlotið áverka víðs vegar um líkamann. Það var sóknarprestur sem tilkynnti atvikið. Sá hafði verið í símasambandi við soninn og móðurina. Fram kemur í dómi Héraðsdóms að þegar lögregla kom á vettvang hafi maðurinn verið rólegur og óspurður hafi hann tilkynnt þeim að hann hefði „lamið móður sína“. Vildi ekki að faðir sinn yrði brenndur Eiginmaður konunnar, og faðir mannsins, var nýlátinn þegar árásin átti sér stað og sagði að hann væri ósáttur með að hann fengi bálför. Þrátt fyrir það hafði hann farið með henni og þau keypt fallegt ker. Hann hafi seinna brjálast yfir bálförinni, ráðist á móðurina og sagt: „Ég drep þig, mundu það, ég drep þig ef hann verður látinn í brennsluofn, ég mun drepa þig.“ Að árásinni lokinni hafi sonurinn hringt í prestinn til að tilkynna honum að faðirinn yrði jarðaður. Presturinn hafi áttað sig á því að ekki væri allt með feldu og beðið um að tala við móðurina. Hann hafi fengið að tala við hana og ákveðið að spyrja hana einungis já og nei-spurninga, svo sonurinn myndi ekki átta sig á því hvað hún væri að segja. Dæmdur fyrir fleiri brot Maðurinn var jafnframt dæmdur fyrir kynferðisbrot gagnvart fimmtán ára stúlku í strætóskýli október árið 2020. Hann hafi kysst hana á hálsinn, reynt að kyssa hana á munninn og boðið henni peninga. Þar að auki hlaut hann dóm fyrir brot gegn valdstjórninni, með því að hóta lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra lífláti. Árið 2006 var hann sýknaður vegna ósakhæfis, en 2022 var það niðurstaða geðrannsóknar að hann væri sakhæfur. Þá hlaut hann tveggja ára fangelsisdóm. Reyna að greiða götu fólks Líkt og áður segir kláraði maðurinn afplánun á dómi í haust, en hann sat inni alla refsingu sína. „Það getur verið töluverð áskorun þegar fólk líkur afplánun, hvað tekur við?“ segir Birgir Jónasson, settur forstöðumaður Fangelsismálastofnunar, í samtali við fréttastofu. Hann getur ekki tjáð sig um einstök mál en getur rætt um ástandið almennt. „Oftast er reynt að haga málum þannig að það taki eitthvað við, en það gengur ekki alltaf. Við reynum að greiða götu fólks,“ segir hann og bætir við að þarfir fanga sem ljúka afplánun séu mismunandi. Dómsmál Reykjavík Grunaður um að hafa banað móður sinni Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Fréttastofa greindi frá því í gærkvöldi að árið 2006 hafi maðurinn stungið föður sinn í bakið, en verið sýknaður vegna ósakhæfis. Þá komst Héraðsdómur Reykjavíkur að þeirri niðurstöðu að hann hefði verið alls ófær um að stjórn gjörðum sínum. Honum var gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Sjá nánar: Sonurinn áður stungið föður sinn í bakið Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um miðnætti í fyrradag vegna málsins og héldu viðbragðsaðilar strax á vettvang. Endurlífgunartilraunir hófust um leið og komið var á vettvang en þær báru ekki árangur. Konan, sem er tæplega sjötug samkvæmt heimildum fréttastofu, var úrskurðuð látin á vettvangi, í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti. Lögreglan greindi frá því í tilkynningu síðdegis að karlmaður sem var handtekinn í nótt væri sonur konunnar. Sagði presti að hann hefði „lamið móður sína“ Árið 2022 hlaut maðurinn tveggja ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að ráðast gegn móður sinni, kynferðisbrot gegn unglingsstúlku, og brot gegn valdstjórninni. Hann var ákærður fyrir tilraun til manndráps fyrir árásina gegn móðurinni, en dómurinn heimfærði brotið sem stórfellda líkamsárás. Málið varðaði atvik sem átti sér stað á heimili móðurinnar í apríl 2022. Manninum var gefið að sök að slá móður sína ítrekað með krepptum hnefum í líkama, andlit og höfuð, sparka í hana og taka hana ítrekað hálstaki þannig að hún missti meðvitund. Þá var hann jafnframt ákærður fyrir að hóta henni ítrekað lífláti. Í ákærunni segir að maðurinn hafi með þessu ógnað lífi, heilsu og velferð móður sinnar, en fram kom að hún hafi hlotið áverka víðs vegar um líkamann. Það var sóknarprestur sem tilkynnti atvikið. Sá hafði verið í símasambandi við soninn og móðurina. Fram kemur í dómi Héraðsdóms að þegar lögregla kom á vettvang hafi maðurinn verið rólegur og óspurður hafi hann tilkynnt þeim að hann hefði „lamið móður sína“. Vildi ekki að faðir sinn yrði brenndur Eiginmaður konunnar, og faðir mannsins, var nýlátinn þegar árásin átti sér stað og sagði að hann væri ósáttur með að hann fengi bálför. Þrátt fyrir það hafði hann farið með henni og þau keypt fallegt ker. Hann hafi seinna brjálast yfir bálförinni, ráðist á móðurina og sagt: „Ég drep þig, mundu það, ég drep þig ef hann verður látinn í brennsluofn, ég mun drepa þig.“ Að árásinni lokinni hafi sonurinn hringt í prestinn til að tilkynna honum að faðirinn yrði jarðaður. Presturinn hafi áttað sig á því að ekki væri allt með feldu og beðið um að tala við móðurina. Hann hafi fengið að tala við hana og ákveðið að spyrja hana einungis já og nei-spurninga, svo sonurinn myndi ekki átta sig á því hvað hún væri að segja. Dæmdur fyrir fleiri brot Maðurinn var jafnframt dæmdur fyrir kynferðisbrot gagnvart fimmtán ára stúlku í strætóskýli október árið 2020. Hann hafi kysst hana á hálsinn, reynt að kyssa hana á munninn og boðið henni peninga. Þar að auki hlaut hann dóm fyrir brot gegn valdstjórninni, með því að hóta lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra lífláti. Árið 2006 var hann sýknaður vegna ósakhæfis, en 2022 var það niðurstaða geðrannsóknar að hann væri sakhæfur. Þá hlaut hann tveggja ára fangelsisdóm. Reyna að greiða götu fólks Líkt og áður segir kláraði maðurinn afplánun á dómi í haust, en hann sat inni alla refsingu sína. „Það getur verið töluverð áskorun þegar fólk líkur afplánun, hvað tekur við?“ segir Birgir Jónasson, settur forstöðumaður Fangelsismálastofnunar, í samtali við fréttastofu. Hann getur ekki tjáð sig um einstök mál en getur rætt um ástandið almennt. „Oftast er reynt að haga málum þannig að það taki eitthvað við, en það gengur ekki alltaf. Við reynum að greiða götu fólks,“ segir hann og bætir við að þarfir fanga sem ljúka afplánun séu mismunandi.
Dómsmál Reykjavík Grunaður um að hafa banað móður sinni Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira