Enn allt í járnum skömmu fyrir kjördag Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2024 15:06 Donald Trump og Kamala Harris mælast mjög jöfn í kosningum vestanhafs. AP/Alex Brandon og Matt Rourke Kamala Harris og Donald Trump mælast enn hnífjöfn í könnunum en einungis ein og hálf vika er í forsetakosningarnar vestanhafs. Viðleitni Harris til að ná til kjósenda á hægri væng bandarískra stjórnmála er sögð fara í taugarnar á hluta stuðningsmanna hennar. Í nýrri könnun New York Times og Siena háskólans mældust þau bæði með 48 prósenta fylgi á landsvísu. Í síðustu forsetakosningum í Bandaríkjunum hafa Demókratar iðulega notið forskots á landsvísu, þó þeir hafi tapað í kjörmannakerfi Bandaríkjanna. Könnun NYT og Siena bendir til þess að staða Harris hafi versnað, þó breytingarnar milli kannana miðilsins mælist innan skekkjumarka. Þegar kemur að meðaltali kannanna á landsvísu mælist Harris enn með naumt forskot á Trump. Hjá tölfræðimiðlinum FiveThirtyEight mælist Harris með 48,2 prósenta fylgi á landsvísu en Trump með 46,4 prósent. Kannanir í þeim sjö ríkjum sem skipta hvað mestu máli þetta árið, í Arizona, Georgíu, Michigan, Nevada, Norður-Karólínu, Pennsylvaníu og Wisconsin, benda einnig til þess að hnífjafnt sé á milli Harris og Trumps. Harris mælist samkvæmt NYT með mjög naumt forskot í fjörum ríkjanna. Það er í Pennsylvaníu, Nevada, Wisconsin og í Michigan en í öllum fjórum er munurinn undir einu prósentustigi. Trump mælist með forskot í Norður-Karólínu (undir einu prósentustigi), Georgíu (rúmt prósentustig) og í Arizona (rúm tvö prósentustig). Sækja á forskot hins Samkvæmt könnun Reuters og Ipsos virðist sem Trump hafi tekist að þurrka út forskot Demókrataflokksins þegar kemur að karlmönnum af latneskum uppruna. Harris mælist þar með tveggja prósentustiga forskot á Trump, 44 gegn 46. Joe Biden mældist með nítján prósentustiga forskot þar í kosningunum 2020. Á undanförnum áratugum hafa Demókratar verið mun vinsælli meðal kjósenda af latneskum ættum en Trump hefur saxað verulega á það forskot. Honum hefur einnig vaxið ásmegin hjá þeldökkum karlmönnum og mælist með átján prósenta stuðning meðal þeirra. Árið 2020 var stuðningurinn fjórtán prósent. Harris hefur þó saxað á forskot Trumps gegn Biden árið 2020 þegar kemur að hvítum konum. Trump var þar með tólf prósentustiga forskot á Biden en þær styðja frekar Harris en Trump, með 46 prósent gegn 43. Pirringur á vinstri væng Harris Harris hefur á undanförnum dögum varið töluverðu púðri í að reyna að ná til fólks sem hefur yfirleitt kosið Repúblikanaflokkinn en hefur áhyggjur af Trump og vill ekki kjósa hann. Repúblikaninn Liz Cheney hefur tekið þátt í þessari viðleitni Harris og hafa þær meðal annars reynt að segja kjósendum Repúblikanaflokksins, og þá helst konum, að þær þurfi ekki að segja neinum ef þær kjósa Harris. .@Liz_Cheney: I know many Republicans who will vote for Vice President Harris but not be public. Remember, you can vote your conscience and not ever have to say a word to anybody. There will be millions of Republicans who do that on November 5th pic.twitter.com/e5FaOd82mH— Kamala HQ (@KamalaHQ) October 21, 2024 AP fréttaveitan segir að á sama tíma og Harris hafi horft á hægri væng bandarískra stjórnmála eftir mögulegum kjósendum, hafi hún verið vöruð við því að hún sé að tapa kjósendum lengst til vinstri. Hún er sögð hafa lagt of mikla áherslu á að laða til sín hægri sinnað fólk og hætt sé við því að sú viðleitni hafi fælt vinstri sinnað fólk frá. Þá eru leiðtogar á vinstri vængnum sagðir pirraðir yfir því að fólk eins og eins og Bernie Sanders og Alexandria Ocasio-Cortez hafi verið sett á hliðarlínurnar fyrir hægri sinnað fólk eins og Liz Cheney og auðjöfurinn mark Cuban. Sanders sagði til að mynda í samtali við AP að Harris þyrfti að tala meira til vinnandi fólks. Þau mið væru mun gjöfulli. „Ég vildi að þetta hefði gerst fyrir tveimur mánuðum síðan. Svona er þetta,“ sagði Sanders. Ráðgjafar Harris segja hins vegar að þessi viðleitni hennar við að ná til hægri sinnaðra kjósenda snúist um einfalda stærðfræði. Þeir telja að um tíu prósent kjósenda í mikilvægu ríkjunum sjö séu enn ekki fullákveðnir um hvern þeir vilji kjósa. Sjö af þessum tíu prósentum tilheyri hópi sem kalla megi „Cheney-Repúblikana“ sem taki skilaboðum Harris og Cheney vel. Þessari viðleitni er einnig ætlað að sporna gegn þeirri hugmynd að Harris sé of vinstri sinnuð, sem hefur verið vinsæll liður í árásum Trumps í hennar gerð. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Joe Biden Tengdar fréttir Musk sagður í reglulegum samskiptum við Pútín Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur átt í reglulegum samskiptum við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á undanförnum árum. Þeir eru meðal annars sagðir hafa rætt um persónuleg málefni, viðskiptatengd mál og alþjóðleg deilumál. 25. október 2024 09:44 Springsteen studdi Harris og Trump ræðir við Joe Rogan Í Bandaríkjunum eru þau Donald Trump og Kamala Harris á fullu í sinni kosningabaráttu enda styttist óðfluga í forsetakosningarnar vestanhafs, þann fimmta nóvember næstkomandi. 25. október 2024 08:16 Vísaði skjalamálinu frá og á lista yfir mögulega dómsmálaráðherra Alríkisdómarinn Aileen Cannon er á lista framboðs Donalds Trump yfir mögulega dómsmálaráðherra, vinni hann sigur í forsetakosningunum í nóvember. Það er sami dómari og vísaði skjalamálinu svokallaða frá í sumar. Cannon hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að vernda Trump sem skipaði hana í embætti á síðustu dögum forsetatíðar sinnar árið 2020. 24. október 2024 10:44 Segir Trump fasista sem dáist að einræðisherrum Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrataflokksins, svaraði því játandi í gær þegar hún var spurð að því hvort Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og forsetaefni Repúblikana, væri fasisti. 24. október 2024 07:50 Mest lesið Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Sjá meira
Í nýrri könnun New York Times og Siena háskólans mældust þau bæði með 48 prósenta fylgi á landsvísu. Í síðustu forsetakosningum í Bandaríkjunum hafa Demókratar iðulega notið forskots á landsvísu, þó þeir hafi tapað í kjörmannakerfi Bandaríkjanna. Könnun NYT og Siena bendir til þess að staða Harris hafi versnað, þó breytingarnar milli kannana miðilsins mælist innan skekkjumarka. Þegar kemur að meðaltali kannanna á landsvísu mælist Harris enn með naumt forskot á Trump. Hjá tölfræðimiðlinum FiveThirtyEight mælist Harris með 48,2 prósenta fylgi á landsvísu en Trump með 46,4 prósent. Kannanir í þeim sjö ríkjum sem skipta hvað mestu máli þetta árið, í Arizona, Georgíu, Michigan, Nevada, Norður-Karólínu, Pennsylvaníu og Wisconsin, benda einnig til þess að hnífjafnt sé á milli Harris og Trumps. Harris mælist samkvæmt NYT með mjög naumt forskot í fjörum ríkjanna. Það er í Pennsylvaníu, Nevada, Wisconsin og í Michigan en í öllum fjórum er munurinn undir einu prósentustigi. Trump mælist með forskot í Norður-Karólínu (undir einu prósentustigi), Georgíu (rúmt prósentustig) og í Arizona (rúm tvö prósentustig). Sækja á forskot hins Samkvæmt könnun Reuters og Ipsos virðist sem Trump hafi tekist að þurrka út forskot Demókrataflokksins þegar kemur að karlmönnum af latneskum uppruna. Harris mælist þar með tveggja prósentustiga forskot á Trump, 44 gegn 46. Joe Biden mældist með nítján prósentustiga forskot þar í kosningunum 2020. Á undanförnum áratugum hafa Demókratar verið mun vinsælli meðal kjósenda af latneskum ættum en Trump hefur saxað verulega á það forskot. Honum hefur einnig vaxið ásmegin hjá þeldökkum karlmönnum og mælist með átján prósenta stuðning meðal þeirra. Árið 2020 var stuðningurinn fjórtán prósent. Harris hefur þó saxað á forskot Trumps gegn Biden árið 2020 þegar kemur að hvítum konum. Trump var þar með tólf prósentustiga forskot á Biden en þær styðja frekar Harris en Trump, með 46 prósent gegn 43. Pirringur á vinstri væng Harris Harris hefur á undanförnum dögum varið töluverðu púðri í að reyna að ná til fólks sem hefur yfirleitt kosið Repúblikanaflokkinn en hefur áhyggjur af Trump og vill ekki kjósa hann. Repúblikaninn Liz Cheney hefur tekið þátt í þessari viðleitni Harris og hafa þær meðal annars reynt að segja kjósendum Repúblikanaflokksins, og þá helst konum, að þær þurfi ekki að segja neinum ef þær kjósa Harris. .@Liz_Cheney: I know many Republicans who will vote for Vice President Harris but not be public. Remember, you can vote your conscience and not ever have to say a word to anybody. There will be millions of Republicans who do that on November 5th pic.twitter.com/e5FaOd82mH— Kamala HQ (@KamalaHQ) October 21, 2024 AP fréttaveitan segir að á sama tíma og Harris hafi horft á hægri væng bandarískra stjórnmála eftir mögulegum kjósendum, hafi hún verið vöruð við því að hún sé að tapa kjósendum lengst til vinstri. Hún er sögð hafa lagt of mikla áherslu á að laða til sín hægri sinnað fólk og hætt sé við því að sú viðleitni hafi fælt vinstri sinnað fólk frá. Þá eru leiðtogar á vinstri vængnum sagðir pirraðir yfir því að fólk eins og eins og Bernie Sanders og Alexandria Ocasio-Cortez hafi verið sett á hliðarlínurnar fyrir hægri sinnað fólk eins og Liz Cheney og auðjöfurinn mark Cuban. Sanders sagði til að mynda í samtali við AP að Harris þyrfti að tala meira til vinnandi fólks. Þau mið væru mun gjöfulli. „Ég vildi að þetta hefði gerst fyrir tveimur mánuðum síðan. Svona er þetta,“ sagði Sanders. Ráðgjafar Harris segja hins vegar að þessi viðleitni hennar við að ná til hægri sinnaðra kjósenda snúist um einfalda stærðfræði. Þeir telja að um tíu prósent kjósenda í mikilvægu ríkjunum sjö séu enn ekki fullákveðnir um hvern þeir vilji kjósa. Sjö af þessum tíu prósentum tilheyri hópi sem kalla megi „Cheney-Repúblikana“ sem taki skilaboðum Harris og Cheney vel. Þessari viðleitni er einnig ætlað að sporna gegn þeirri hugmynd að Harris sé of vinstri sinnuð, sem hefur verið vinsæll liður í árásum Trumps í hennar gerð.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Joe Biden Tengdar fréttir Musk sagður í reglulegum samskiptum við Pútín Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur átt í reglulegum samskiptum við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á undanförnum árum. Þeir eru meðal annars sagðir hafa rætt um persónuleg málefni, viðskiptatengd mál og alþjóðleg deilumál. 25. október 2024 09:44 Springsteen studdi Harris og Trump ræðir við Joe Rogan Í Bandaríkjunum eru þau Donald Trump og Kamala Harris á fullu í sinni kosningabaráttu enda styttist óðfluga í forsetakosningarnar vestanhafs, þann fimmta nóvember næstkomandi. 25. október 2024 08:16 Vísaði skjalamálinu frá og á lista yfir mögulega dómsmálaráðherra Alríkisdómarinn Aileen Cannon er á lista framboðs Donalds Trump yfir mögulega dómsmálaráðherra, vinni hann sigur í forsetakosningunum í nóvember. Það er sami dómari og vísaði skjalamálinu svokallaða frá í sumar. Cannon hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að vernda Trump sem skipaði hana í embætti á síðustu dögum forsetatíðar sinnar árið 2020. 24. október 2024 10:44 Segir Trump fasista sem dáist að einræðisherrum Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrataflokksins, svaraði því játandi í gær þegar hún var spurð að því hvort Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og forsetaefni Repúblikana, væri fasisti. 24. október 2024 07:50 Mest lesið Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Sjá meira
Musk sagður í reglulegum samskiptum við Pútín Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur átt í reglulegum samskiptum við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á undanförnum árum. Þeir eru meðal annars sagðir hafa rætt um persónuleg málefni, viðskiptatengd mál og alþjóðleg deilumál. 25. október 2024 09:44
Springsteen studdi Harris og Trump ræðir við Joe Rogan Í Bandaríkjunum eru þau Donald Trump og Kamala Harris á fullu í sinni kosningabaráttu enda styttist óðfluga í forsetakosningarnar vestanhafs, þann fimmta nóvember næstkomandi. 25. október 2024 08:16
Vísaði skjalamálinu frá og á lista yfir mögulega dómsmálaráðherra Alríkisdómarinn Aileen Cannon er á lista framboðs Donalds Trump yfir mögulega dómsmálaráðherra, vinni hann sigur í forsetakosningunum í nóvember. Það er sami dómari og vísaði skjalamálinu svokallaða frá í sumar. Cannon hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að vernda Trump sem skipaði hana í embætti á síðustu dögum forsetatíðar sinnar árið 2020. 24. október 2024 10:44
Segir Trump fasista sem dáist að einræðisherrum Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrataflokksins, svaraði því játandi í gær þegar hún var spurð að því hvort Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og forsetaefni Repúblikana, væri fasisti. 24. október 2024 07:50