Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í fallbaráttunni og í kapphlaupinu um Evrópusætin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2024 06:01 HK-ingar eiga enn raunhæfa von um að bjarga sér frá falli úr Bestu deildinni, eftir dramatískan sigur gegn Fram í gærkvöld. vísir/Diego Lokaumferð Bestu deildar karla í fótbolta verður í sviðsljósinu í dag en allir leikir nema úrslitaleikurinn um titilinn fara þá fram og verða í beinni á sportstöðvunum. Það verður líka sýnt beint frá úrvalsdeildinni í pílukasti, leikur sýndur úr NBA deildinni í körfubolta, annar úrslitaleikurinn í bandaríska hafnaboltanum verður í beinni og svo er sýnt frá tímatökunni í formúlu 1 kappakstrinum i Mexíkó. Fallbaráttuleikirnir í Bestu deild karla fara fram klukkan tvö en leikirnir í Evrópubaráttinni klukkan 16.15. HK og Vestri reyna að forðast fallið en Fylkismenn eru þegar fallnir. HK heimsækir KR-inga í Vesturbæinn en Vestramenn taka á móti föllnum Fylkismönnum. Fylkismenn gætu því mögulega rekið Djúpmenn með sér niður í Lengjudeildina. Það verður líka barist um síðasta Evrópusætið en Valsmenn og Stjörnumenn eiga enn möguleika á því að spila í Evrópu næsta sumar. Valsmenn eru með tveggja stiga forskot á Stjörnuna en Valsmenn fá Skagamenn í heimsókn á Hlíðarenda. Jafntefli ætti að nægja Val því þeir eru með tólf stiga forskot í markatölu. Stjörnumenn taka á sama tíma á móti nágrönnum sínum í FH í Garðabænum. Þeir þurfa að vinna og treysta á það að Valsmenn fái ekki stig. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag. Stöð 2 Sport Klukkan 13.45 hefst útsending frá leik KR og HK í neðri hluta Bestu deild karla í fótbolta. Klukkan 16.05 hefst útsending frá leik Vals og ÍA í efri hluta Bestu deild karla í fótbolta. Klukkan 18.20 fara Ísey Tilþrifin í loftið en þar verður farið yfir mörkin úr öllum leikjum dagsins i Bestu deild karla í fótbolta. Klukkan 19.00 hefst útsending frá úrvalsdeildinni í pílukasti. Stöð 2 Sport 2 Klukkan 21.00 hefst útsending frá leik Denver Nuggets og Los Angeles Clippers í NBA deildinni í körfubolta. Stöð 2 Sport 4 Klukkan 1.30 eftir miðnætti hefst útsending frá Maybank Championship golfmótinu á LPGA mótaröðinni. Mótið er haldið í Kuala Lumpur í Malasíu. Stöð 2 Sport 5 Klukkan 13.45 hefst útsending frá leik Fram og KA í neðri hluta Bestu deild karla í fótbolta Klukkan 16.05 hefst útsending frá leik Stjörnunnar og FH í efri hluta Bestu deild karla í fótbolta Besta deildin 1 Klukkan 13.50 hefst útsending frá leik Vestra og Fylkis í neðri hluta Bestu deild karla í fótbolta. Vodafone Sport Klukkan 11.20 hefst útsending frá leik Bristol City og Leeds í ensku b-deildinni. Klukkan 13.50 hefst útsending frá leik Derby County og Hull City í ensku b-deildinni. Klukkan 17.25 hefst útsending frá æfingu þrjú í Formúlu 1 í Mexíkó. Klukkan 20.55 hefst útsending frá tímatökunni í Formúlu 1 í Mexíkó. Á miðnætti hefst annar leikurinn í World Series í bandaríska hafnaboltanum á milli New York Yankees og Los Angeles Dodgers Dagskráin í dag Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Sjá meira
Það verður líka sýnt beint frá úrvalsdeildinni í pílukasti, leikur sýndur úr NBA deildinni í körfubolta, annar úrslitaleikurinn í bandaríska hafnaboltanum verður í beinni og svo er sýnt frá tímatökunni í formúlu 1 kappakstrinum i Mexíkó. Fallbaráttuleikirnir í Bestu deild karla fara fram klukkan tvö en leikirnir í Evrópubaráttinni klukkan 16.15. HK og Vestri reyna að forðast fallið en Fylkismenn eru þegar fallnir. HK heimsækir KR-inga í Vesturbæinn en Vestramenn taka á móti föllnum Fylkismönnum. Fylkismenn gætu því mögulega rekið Djúpmenn með sér niður í Lengjudeildina. Það verður líka barist um síðasta Evrópusætið en Valsmenn og Stjörnumenn eiga enn möguleika á því að spila í Evrópu næsta sumar. Valsmenn eru með tveggja stiga forskot á Stjörnuna en Valsmenn fá Skagamenn í heimsókn á Hlíðarenda. Jafntefli ætti að nægja Val því þeir eru með tólf stiga forskot í markatölu. Stjörnumenn taka á sama tíma á móti nágrönnum sínum í FH í Garðabænum. Þeir þurfa að vinna og treysta á það að Valsmenn fái ekki stig. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag. Stöð 2 Sport Klukkan 13.45 hefst útsending frá leik KR og HK í neðri hluta Bestu deild karla í fótbolta. Klukkan 16.05 hefst útsending frá leik Vals og ÍA í efri hluta Bestu deild karla í fótbolta. Klukkan 18.20 fara Ísey Tilþrifin í loftið en þar verður farið yfir mörkin úr öllum leikjum dagsins i Bestu deild karla í fótbolta. Klukkan 19.00 hefst útsending frá úrvalsdeildinni í pílukasti. Stöð 2 Sport 2 Klukkan 21.00 hefst útsending frá leik Denver Nuggets og Los Angeles Clippers í NBA deildinni í körfubolta. Stöð 2 Sport 4 Klukkan 1.30 eftir miðnætti hefst útsending frá Maybank Championship golfmótinu á LPGA mótaröðinni. Mótið er haldið í Kuala Lumpur í Malasíu. Stöð 2 Sport 5 Klukkan 13.45 hefst útsending frá leik Fram og KA í neðri hluta Bestu deild karla í fótbolta Klukkan 16.05 hefst útsending frá leik Stjörnunnar og FH í efri hluta Bestu deild karla í fótbolta Besta deildin 1 Klukkan 13.50 hefst útsending frá leik Vestra og Fylkis í neðri hluta Bestu deild karla í fótbolta. Vodafone Sport Klukkan 11.20 hefst útsending frá leik Bristol City og Leeds í ensku b-deildinni. Klukkan 13.50 hefst útsending frá leik Derby County og Hull City í ensku b-deildinni. Klukkan 17.25 hefst útsending frá æfingu þrjú í Formúlu 1 í Mexíkó. Klukkan 20.55 hefst útsending frá tímatökunni í Formúlu 1 í Mexíkó. Á miðnætti hefst annar leikurinn í World Series í bandaríska hafnaboltanum á milli New York Yankees og Los Angeles Dodgers
Dagskráin í dag Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Sjá meira