Hvernig verður steypa græn? BM Vallá 28. október 2024 13:59 Nýlega hlaut BM Vallá viðurkenningu sem Umhverfisfyrirtæki ársins af Samtökum atvinnulífsins. Á myndinni má sjá fulltrúa BM Vallár og Samtaka atvinnulífsins. Mynd/Samtök atvinnulífsins. Þegar horft er til vistvænni lausna fyrir byggingariðnaðinn er BM Vallá fremst í flokki enda hlaut fyrirtækið nýverið viðurkenningu sem Umhverfisfyrirtæki ársins af Samtökum atvinnulífsins. BM Vallá er með metnaðarfullt markmið um að starfsemin verði kolefnishlutlaus árið 2030, og með framleiðslu á vistvænni steypu sér fyrirtækið raunhæfa leið til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum byggingargeirans. „Áherslur okkar miðast að því að draga úr notkun sements og gera það vistvænna þar sem sementið ber ábyrgð á 85-90% af kolefnisspori steypu,“ útskýrir Sigríður Ósk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri umhverfis- og gæðamála. „Þrátt fyrir að sementið telji ekki til loftslagsbókhalds landsins teljum við mikilvægt að taka ábyrgð á allri losun sem tengist framleiðslu okkar. Þess vegna er það í forgangi að gera steypuna okkar vistvænni því það hefur mestu áhrifin þegar kemur að því að minnka kolefnisspor steypu og gera hana þannig grænni.“ Hún bætir við að Berglind, vistvænni steypa frá BM Vallá, fáist með allt að 45% minna kolefnispor heldur en sambærileg steypa. Verðlaunagripurinn sem BM Vallá fékk fyrir Umhverfisfyrirtæki ársins. Raunverulegur ávinningur fyrir umhverfið Viðskiptavinir BM Vallár eru metnaðarfullir þegar kemur að umhverfisvænni lausnum og hafa því tekið Berglindi fagnandi. „Notkun Berglindar í stórum mannvirkjaframkvæmdum hefur m.a. leitt til þess að kolefnisspor steypunnar í húsinu minnkaði um 35%. Þetta eru frábærar fréttir fyrir bæði umhverfið og byggingargeirann sem á heimsvísu sem er ábyrgur fyrir um 40% losun gróðurhúsalofttegunda,“ upplýsir Sigríður. Hringhamar 9-11 í Hafnarfirði er fyrsta Svansvottaða fjölbýlishúsið. MótX er byggingaraðili. Steinsteypa er uppistaða byggingarefnis hér á landi, enda u.þ.b. 70% allra bygginga byggð úr steinsteypu vegna styrkleika hennar og endingu. Efnið hefur reynst mikilvægt í íslensku samhengi, þar sem það þolir bæði jarðskjálfta og kröftugt norðlægt veðurfar. BM Vallá byggir á hátt í 70 ára sögu í framleiðslu traustra byggingarefna, þar á meðal steinsteypu, hellna, hleðslusteina, múr- og flotblanda og steinsteyptra eininga. Skapandi hugsun Umhverfisáherslur BM Vallár byggja á nánu samstarfi við hönnuði, verkkaupa og birgja til að þróa grænar lausnir og mæta ströngum umhverfiskröfur. Viðurkenning SA um Umhverfisfyrirtæki ársins staðfestir árangurinn af metnaðarfullu starfi BM Vallár á sviði umhverfismála, þar sem dómnefndin tók sérstaklega fram gróskuna og nýsköpunina sem hefur einkennt starfsemina á síðustu árum. Stefna fyrirtækisins, ásamt skapandi hugsun og vistvænum lausnum, undirstrikar hæfni BM Vallár til að stuðla að sjálfbærari framtíð. Frávinstri eru þau Þorsteinn Víglundsson, forstjóri, Sirrý Ósk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri umhverfis- og gæðamála, og Gunnar Þór Ólafsson, framkvæmdastjóri sölusviðs. „Það er mikill hvati fyrir okkur hjá BM Vallá að vera valið Umhverfisfyrirtæki ársins og erum við þakklátt fyrir þann heiður sem mun hvetja okkur enn frekar við þróun umhverfisvænna lausna í byggingariðnaði,“ segir Sigríður Ósk að lokum. Hús og heimili Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
BM Vallá er með metnaðarfullt markmið um að starfsemin verði kolefnishlutlaus árið 2030, og með framleiðslu á vistvænni steypu sér fyrirtækið raunhæfa leið til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum byggingargeirans. „Áherslur okkar miðast að því að draga úr notkun sements og gera það vistvænna þar sem sementið ber ábyrgð á 85-90% af kolefnisspori steypu,“ útskýrir Sigríður Ósk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri umhverfis- og gæðamála. „Þrátt fyrir að sementið telji ekki til loftslagsbókhalds landsins teljum við mikilvægt að taka ábyrgð á allri losun sem tengist framleiðslu okkar. Þess vegna er það í forgangi að gera steypuna okkar vistvænni því það hefur mestu áhrifin þegar kemur að því að minnka kolefnisspor steypu og gera hana þannig grænni.“ Hún bætir við að Berglind, vistvænni steypa frá BM Vallá, fáist með allt að 45% minna kolefnispor heldur en sambærileg steypa. Verðlaunagripurinn sem BM Vallá fékk fyrir Umhverfisfyrirtæki ársins. Raunverulegur ávinningur fyrir umhverfið Viðskiptavinir BM Vallár eru metnaðarfullir þegar kemur að umhverfisvænni lausnum og hafa því tekið Berglindi fagnandi. „Notkun Berglindar í stórum mannvirkjaframkvæmdum hefur m.a. leitt til þess að kolefnisspor steypunnar í húsinu minnkaði um 35%. Þetta eru frábærar fréttir fyrir bæði umhverfið og byggingargeirann sem á heimsvísu sem er ábyrgur fyrir um 40% losun gróðurhúsalofttegunda,“ upplýsir Sigríður. Hringhamar 9-11 í Hafnarfirði er fyrsta Svansvottaða fjölbýlishúsið. MótX er byggingaraðili. Steinsteypa er uppistaða byggingarefnis hér á landi, enda u.þ.b. 70% allra bygginga byggð úr steinsteypu vegna styrkleika hennar og endingu. Efnið hefur reynst mikilvægt í íslensku samhengi, þar sem það þolir bæði jarðskjálfta og kröftugt norðlægt veðurfar. BM Vallá byggir á hátt í 70 ára sögu í framleiðslu traustra byggingarefna, þar á meðal steinsteypu, hellna, hleðslusteina, múr- og flotblanda og steinsteyptra eininga. Skapandi hugsun Umhverfisáherslur BM Vallár byggja á nánu samstarfi við hönnuði, verkkaupa og birgja til að þróa grænar lausnir og mæta ströngum umhverfiskröfur. Viðurkenning SA um Umhverfisfyrirtæki ársins staðfestir árangurinn af metnaðarfullu starfi BM Vallár á sviði umhverfismála, þar sem dómnefndin tók sérstaklega fram gróskuna og nýsköpunina sem hefur einkennt starfsemina á síðustu árum. Stefna fyrirtækisins, ásamt skapandi hugsun og vistvænum lausnum, undirstrikar hæfni BM Vallár til að stuðla að sjálfbærari framtíð. Frávinstri eru þau Þorsteinn Víglundsson, forstjóri, Sirrý Ósk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri umhverfis- og gæðamála, og Gunnar Þór Ólafsson, framkvæmdastjóri sölusviðs. „Það er mikill hvati fyrir okkur hjá BM Vallá að vera valið Umhverfisfyrirtæki ársins og erum við þakklátt fyrir þann heiður sem mun hvetja okkur enn frekar við þróun umhverfisvænna lausna í byggingariðnaði,“ segir Sigríður Ósk að lokum.
Hús og heimili Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira