Opið bréf til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskólamálaráðherra Ragna Benedikta Garðarsdóttir skrifar 26. október 2024 07:01 Kæra Áslaug Arna! Mig langar að benda þér á nokkuð, sem hlýtur að vera yfirsjón, og þú vilt örugglega leiðrétta fyrir kjördag. En fyrst vil ég hrósa þér fyrir það sem vel er gert. Nýsköpun og tækniþróun á Íslandi hafa blómstrað undanfarin ár. Þú hefur ræktað þessar greinar með auknu fjármagni og breyttu styrkjaumhverfi. Vandinn er hins vegar sá að þessi nýsköpun og tækniþróun munu stöðvast nema þú leiðréttir fjármögnun til háskólastigsins. Lof mér að útskýra. Nýsköpun og tækniþróun byggja á þekkingu sem verður til í háskólum. Þar læra ungmenni ekki bara kenningar og gagnrýna hugsun, heldur vinna þau með okkur háskólakennurum að grunnrannsóknum og hagnýtingu niðurstaðna. Það sem ég er að reyna að útskýra er að þú getur ekki sleppt því að fjármagna háskólana, ræturnar, og búist við því að nýsköpun og tækniþróun haldi áfram að blómstra. Forsenda þess að á Íslandi séu verðmætaskapandi atvinnugreinar sem byggja á þekkingu, vexti, þróun og nýsköpun, sem þér er svo hugleikin, er betri fjármögnun háskólanna. Þetta getur ekki verið annað en yfirsjón. Viltu ekki leiðrétta þetta fyrir kosningar? Ísland stendur sig vægast sagt illa í að fjármagna háskóla og rannsóknir. Hér er mynd sem sýnir framlag Íslands til háskólastigsins (í USD per nemanda til opinberra háskóla), samanborið við löndin sem okkur þykir skemmtilegast að bera okkur saman við, og OECD meðaltal. Ísland er þessi litli þarna í miðjunni. AÐSEND Förum líka aðeins vestur um haf. Bandaríkin standa þjóða fremst í STEM greinum, tækniþróun og nýsköpun og þar er 1% þjóðarinnar með doktorsgráðu. Á Íslandi eru aðeins 0,5% þjóðarinnar með doktorsgráðu og stærsti hluti okkar vinnur við rannsóknir og háskólakennslu. Við erum samt enn of fá miðað við margnefnd samanburðarlönd. Við erum með fleiri nemendur á hvern kennara en þekkist annarsstaðar og við erum líka með talsvert lægri laun. Ef ég væri prófessor við bandarískan háskóla væri ég með á bilinu 62%-86% hærri laun en ég er með á Íslandi, eftir því hvort ég væri karl eða kona. Á næstu mynd má sjá hvernig tekjur fólks með doktorspróf á Íslandi hafa þróast á föstu verðlagi, frá 2015. Ég hef myndina eins einfalda og hægt er til að það skiljist hvað ég er að segja. Þessi gögn eru öll til á Hagstofu Íslands þar sem þú getur skoðað þetta betur, ef þú vilt. Myndin sýnir að þróun launa fólks með doktorsgráðu tók talsverða dýfu um það leyti sem fráfarandi ríkisstjórn tók við, en áberandi dýfu árið 2021 þegar þú tókst við háskólamálaráðuneytinu. Hvernig getur staðið á því? Þér hlýtur að hafa yfirsést þessi mikilvæga forsenda hagvaxtar og þróunar í landinu. Árið 2022 var 22% munur á þróun heildartekna fólks með doktorsgráðu (lækkun um 8%) og hinna sem ekki eru með doktorsgráðu (hækkun um 14%). Til gamans má geta að konur voru 41% allra lektora, dósenta og prófessora við Háskóla Íslands 2015 en síðan þá er þetta hlutfall komið upp í 51%. En það getur varla tengst launaþróuninni. AÐSEND Til að það sé sagt, er ég ekki að tala fyrir auknum ójöfnuði á Íslandi. Mér þykir mikilvægt að hér sé áframhaldandi jöfnuður og ég styð kjarabaráttu þeirra sem hafa lengst af verið skildir eftir í íslensku samfélagi; kvennastéttir. En ef þú skoðar myndina aftur sérðu bláa punktalínu, þar er Gini stuðullinn, sem er mæling á tekjudreifingu innan þjóðar. Glöggir geta áttað sig á því að hún hefur enga fylgni við okkar tekjur. Þótt við, fólkið með doktorsgráðurnar (0,5% þjóðarinnar, manstu) fengjum leiðréttingu á okkar kjararýrnun, svo ég tali nú ekki um launahækkun, myndi það ekki hagga við Gini stuðlinum. Við erum í kerfislægum vanda stödd, sem þú getur lagað. Vegna þess hve háskólastigið er fjársvelt er prófessor hér á landi að fá sömu laun og nýdoktor fær í Svíþjóð. Erum við virkilega tilbúin til að sætta okkur við að það sé beinlínis vond hugmynd fyrir okkar færasta fólk að fara í doktorsnám og fá vinnu við háskóla? Hver á að þjálfa fólkið sem tekur þátt í allri nýsköpuninni og tækniþróuninni? Ég veit að þú vilt okkur vel og ég bíð spennt eftir leiðréttingunni í fjárlögum ársins! Höfundur er prófessor og meðstjórnandi í Félagi prófessora við ríkisháskóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Háskólar Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Við erum rétt að byrja! Jónína Guðmundsdóttir Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við erum rétt að byrja! Jónína Guðmundsdóttir skrifar Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson skrifar Skoðun Að vera stjórntækur að mati Viðreisnar Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Skilningsleysi xD og xM á hælisleitendakerfinu Kári Allansson skrifar Skoðun Börn á Íslandi, best í heimi! Sigríður Gísladóttir skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir vindorkuverum Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Börn með ADHD mega bara bíða Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað á ég að gera við barnið mitt þegar það vex úr grasi? Fjóla Hrund Björnsdóttir skrifar Skoðun Af hverju stappa börn niður fótunum? Hans Steinar Bjarnason skrifar Skoðun Afurðastöðvar í samkeppni við sjálfar sig? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Leikskólamálin – eitt stærsta jafnréttismálið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfest í mínum skóla Sigmar Þormar skrifar Skoðun Á réttri leið Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Íslenskt loftslagsflóttafólk og kosningarnar Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á degi barnsins Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið og flokkarnir Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Frelsi eykur fjölbreytni og er hvetjandi fyrir samfélagið Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Fólkið sem Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn treystir ekki Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hvar býr lýðræðið? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Óraunhæf tilboð Jón Hákon Halldórsson skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – skynsamlegt val fyrir framtíðina Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Okkar plan virkar - þetta er allt að koma! Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Dagur mannréttinda barna 20. nóvember Salvör Nordal skrifar Skoðun Tillaga í sjókvíaeldismálum Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Ólafsfjörður og Dalvík: Kraftaverk að enginn hafi látið lífið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Sjá meira
Kæra Áslaug Arna! Mig langar að benda þér á nokkuð, sem hlýtur að vera yfirsjón, og þú vilt örugglega leiðrétta fyrir kjördag. En fyrst vil ég hrósa þér fyrir það sem vel er gert. Nýsköpun og tækniþróun á Íslandi hafa blómstrað undanfarin ár. Þú hefur ræktað þessar greinar með auknu fjármagni og breyttu styrkjaumhverfi. Vandinn er hins vegar sá að þessi nýsköpun og tækniþróun munu stöðvast nema þú leiðréttir fjármögnun til háskólastigsins. Lof mér að útskýra. Nýsköpun og tækniþróun byggja á þekkingu sem verður til í háskólum. Þar læra ungmenni ekki bara kenningar og gagnrýna hugsun, heldur vinna þau með okkur háskólakennurum að grunnrannsóknum og hagnýtingu niðurstaðna. Það sem ég er að reyna að útskýra er að þú getur ekki sleppt því að fjármagna háskólana, ræturnar, og búist við því að nýsköpun og tækniþróun haldi áfram að blómstra. Forsenda þess að á Íslandi séu verðmætaskapandi atvinnugreinar sem byggja á þekkingu, vexti, þróun og nýsköpun, sem þér er svo hugleikin, er betri fjármögnun háskólanna. Þetta getur ekki verið annað en yfirsjón. Viltu ekki leiðrétta þetta fyrir kosningar? Ísland stendur sig vægast sagt illa í að fjármagna háskóla og rannsóknir. Hér er mynd sem sýnir framlag Íslands til háskólastigsins (í USD per nemanda til opinberra háskóla), samanborið við löndin sem okkur þykir skemmtilegast að bera okkur saman við, og OECD meðaltal. Ísland er þessi litli þarna í miðjunni. AÐSEND Förum líka aðeins vestur um haf. Bandaríkin standa þjóða fremst í STEM greinum, tækniþróun og nýsköpun og þar er 1% þjóðarinnar með doktorsgráðu. Á Íslandi eru aðeins 0,5% þjóðarinnar með doktorsgráðu og stærsti hluti okkar vinnur við rannsóknir og háskólakennslu. Við erum samt enn of fá miðað við margnefnd samanburðarlönd. Við erum með fleiri nemendur á hvern kennara en þekkist annarsstaðar og við erum líka með talsvert lægri laun. Ef ég væri prófessor við bandarískan háskóla væri ég með á bilinu 62%-86% hærri laun en ég er með á Íslandi, eftir því hvort ég væri karl eða kona. Á næstu mynd má sjá hvernig tekjur fólks með doktorspróf á Íslandi hafa þróast á föstu verðlagi, frá 2015. Ég hef myndina eins einfalda og hægt er til að það skiljist hvað ég er að segja. Þessi gögn eru öll til á Hagstofu Íslands þar sem þú getur skoðað þetta betur, ef þú vilt. Myndin sýnir að þróun launa fólks með doktorsgráðu tók talsverða dýfu um það leyti sem fráfarandi ríkisstjórn tók við, en áberandi dýfu árið 2021 þegar þú tókst við háskólamálaráðuneytinu. Hvernig getur staðið á því? Þér hlýtur að hafa yfirsést þessi mikilvæga forsenda hagvaxtar og þróunar í landinu. Árið 2022 var 22% munur á þróun heildartekna fólks með doktorsgráðu (lækkun um 8%) og hinna sem ekki eru með doktorsgráðu (hækkun um 14%). Til gamans má geta að konur voru 41% allra lektora, dósenta og prófessora við Háskóla Íslands 2015 en síðan þá er þetta hlutfall komið upp í 51%. En það getur varla tengst launaþróuninni. AÐSEND Til að það sé sagt, er ég ekki að tala fyrir auknum ójöfnuði á Íslandi. Mér þykir mikilvægt að hér sé áframhaldandi jöfnuður og ég styð kjarabaráttu þeirra sem hafa lengst af verið skildir eftir í íslensku samfélagi; kvennastéttir. En ef þú skoðar myndina aftur sérðu bláa punktalínu, þar er Gini stuðullinn, sem er mæling á tekjudreifingu innan þjóðar. Glöggir geta áttað sig á því að hún hefur enga fylgni við okkar tekjur. Þótt við, fólkið með doktorsgráðurnar (0,5% þjóðarinnar, manstu) fengjum leiðréttingu á okkar kjararýrnun, svo ég tali nú ekki um launahækkun, myndi það ekki hagga við Gini stuðlinum. Við erum í kerfislægum vanda stödd, sem þú getur lagað. Vegna þess hve háskólastigið er fjársvelt er prófessor hér á landi að fá sömu laun og nýdoktor fær í Svíþjóð. Erum við virkilega tilbúin til að sætta okkur við að það sé beinlínis vond hugmynd fyrir okkar færasta fólk að fara í doktorsnám og fá vinnu við háskóla? Hver á að þjálfa fólkið sem tekur þátt í allri nýsköpuninni og tækniþróuninni? Ég veit að þú vilt okkur vel og ég bíð spennt eftir leiðréttingunni í fjárlögum ársins! Höfundur er prófessor og meðstjórnandi í Félagi prófessora við ríkisháskóla
Skoðun Ólafsfjörður og Dalvík: Kraftaverk að enginn hafi látið lífið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar