Innlent

Fleiri fram­boðs­listar kynntir

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12:00.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12:00. vísir

Rósa Björk Brynjólfsdóttir segir Samfylkinguna hafa fjarlægst þau gildi sem hún brennur fyrir en hún er aftur gengin til liðs við Vinstri græn. Þess er að vænta að flestir framboðslistar flokkanna sem ekki hafa þegar verið kynntir muni liggja fyrir um helgina.

Ísraelski herinn gerði í gærkvöldi og í nótt árásir á hernaðarleg skotmörk í Íran, Írak og í Sýrlandi. Ráðamenn í Íran segja árásirnar hafa valdið takmörkuðum skaða en segjast einnig eiga rétt á því að svara fyrir sig.

Allt er í járnum í Bandaríkjunum nú þegar rúm vika er í forsetakosningar þar ytra. Borgarfulltrúi segir söguna sýna að Trump fái oft meira fylgi en kannanir gefi til kynna. Óttast er að umsátursástand myndist við kjörstaði vegna ólgu í tengslum við kosningarnar.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunni klukkan 12:00.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 26. október 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×