„Held ég verði bara feginn að þurfa ekki að mæta á æfingar“ Hjörvar Ólafsson skrifar 26. október 2024 19:44 Daníel Laxdal spilaði sinn síðasta leik fyrir Stjörnuna. Vísir/Anton Brink Daníel Laxdal spilaði sinn síðasta leik fyrir uppeldisfélag sitt, Stjörnuna, þegar liðið hafði betur gegn FH í lokaumferð Bestu deildar karla í fótbolta á Samsung-vellinum í Garðabænum í kvöld. Kveðjustundin var tilfinningarík en þessi goðsögn í Garðabænum var kvaddur á fallegan hátt. „Það er skrýtin tilfinning að hafa spilað sinn síðasta leik og ég held að það muni taka nokkra daga að átta sig almennilega á því að ferillinn sé búinn. Ég er sáttur við þessa ákvörðun og kveð félagið sáttur við tímann og þær stundir sem ég hef átt hér,“ sagði Daníel eftir kveðjuleikinn í dag. Eftir leikinn var myndband sýnt á risaskjá þar sem fjölskylda Daníels, fyrrverandi og núverandi þjálfari hans og liðsfélagar hans mærðu þennan gegnheila Stjörnumann. „Þetta var falleg stund og það eru alls konar tilfinningar sem bærast um innra með mér núna. Ég hefði viljað kveðja Stjörnuna með því að tryggja Evrópusæti. Við gerðum okkar í kvöld en því miður dugði það ekki til. Það verður bara að hafa það. Ég geng hins vegar sáttur frá borði,“ sagði þessi frábæri varnarmaður sem hefur hefur haldið trausti við Stjörnuna allan sinn feril og spilaði sína fyrstu leiki í B-deildinni sumarið 2004. Sumarið 2008 komst Stjarnan upp úr 1. deildinni og hefur, með Daníel í broddi fylkingar, haldið sætinu í efstu deild allar götur síðan. Stjarnan varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn árið 2014 og þá varð Daníel bikarmeistari með Stjörnunni fjórum árum síðar. Hann var hluti af Stjörnuliðunum sem tóku þátt í spennandi Evrópuævintýrum og spilaði meðal annars við Inter Milan á San Siro. Daníel hefur leikið 307 leiki í efstu deild og er einn fjögurra leikmanna sem hafa spilað þrjú hundruð leiki eða meira í efstu deild. Hinir eru Óskar Örn Hauksson, Gunnleifur Gunnleifsson og Birkir Kristinsson. „Satt best að segja held ég að ég verði bara dauðfeginn að þurfa ekki að mæta á æfingar þegar undirbúningstímabilið byrjar. Þetta er komið gott og tímabært að fara að setja fókusinn á eitthvað annað en fótboltann eftir allan þennan frábæra tíma í boltanum,“ sagði Stjörnumaðurinn um komandi tíma hjá sér. Besta deild karla Stjarnan Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Sjá meira
„Það er skrýtin tilfinning að hafa spilað sinn síðasta leik og ég held að það muni taka nokkra daga að átta sig almennilega á því að ferillinn sé búinn. Ég er sáttur við þessa ákvörðun og kveð félagið sáttur við tímann og þær stundir sem ég hef átt hér,“ sagði Daníel eftir kveðjuleikinn í dag. Eftir leikinn var myndband sýnt á risaskjá þar sem fjölskylda Daníels, fyrrverandi og núverandi þjálfari hans og liðsfélagar hans mærðu þennan gegnheila Stjörnumann. „Þetta var falleg stund og það eru alls konar tilfinningar sem bærast um innra með mér núna. Ég hefði viljað kveðja Stjörnuna með því að tryggja Evrópusæti. Við gerðum okkar í kvöld en því miður dugði það ekki til. Það verður bara að hafa það. Ég geng hins vegar sáttur frá borði,“ sagði þessi frábæri varnarmaður sem hefur hefur haldið trausti við Stjörnuna allan sinn feril og spilaði sína fyrstu leiki í B-deildinni sumarið 2004. Sumarið 2008 komst Stjarnan upp úr 1. deildinni og hefur, með Daníel í broddi fylkingar, haldið sætinu í efstu deild allar götur síðan. Stjarnan varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn árið 2014 og þá varð Daníel bikarmeistari með Stjörnunni fjórum árum síðar. Hann var hluti af Stjörnuliðunum sem tóku þátt í spennandi Evrópuævintýrum og spilaði meðal annars við Inter Milan á San Siro. Daníel hefur leikið 307 leiki í efstu deild og er einn fjögurra leikmanna sem hafa spilað þrjú hundruð leiki eða meira í efstu deild. Hinir eru Óskar Örn Hauksson, Gunnleifur Gunnleifsson og Birkir Kristinsson. „Satt best að segja held ég að ég verði bara dauðfeginn að þurfa ekki að mæta á æfingar þegar undirbúningstímabilið byrjar. Þetta er komið gott og tímabært að fara að setja fókusinn á eitthvað annað en fótboltann eftir allan þennan frábæra tíma í boltanum,“ sagði Stjörnumaðurinn um komandi tíma hjá sér.
Besta deild karla Stjarnan Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Sjá meira