Ísak jafnaði metin fyrir Düsseldorf í 1-1 á 35. mínútu með marki úr vítaspyrnu eftir að gestirnir höfðu tekuð forystuna eftir rétt tæplega 15 mínútna leik.
Heimamenn í Düsseldorf tóku svo forystuna snemma í síðari hálfleik, en þrjú mörk á níu mínútna kafla sáu til þess að gestirnir tóku stigin þrjú, þrátt fyrir að heimamenn hafi minnkað muninn á fjórðu mínútu uppbótartíma eftir stoðsendingu frá Ísaki.
Niðurstaðan því 3-4 tap Düsseldorf, en liðið situr þrátt fyrir það enn á toppi þýsku B-deildarinnar með 20 stig eftir tíu leiki, fimm stigum meira en Kaiserslauten sem situr í tíunda sæti.