Skiltið í allt öðrum búningi en lagt var upp með Tómas Arnar Þorláksson skrifar 26. október 2024 21:37 Jóhann með skiltinu sem er þó afar ólíkt hugmyndinni sem hann lagði inn fyrir tveimur árum. vísir/sigurjón Hugmynd sem bar sigur úr býtum í verkefninu Hverfið mitt er nú orðin að skilti í Breiðholtinu en þó í allt öðrum búningi og á öðrum stað en hugmyndasmiðurinn hafði séð fyrir sér Jóhann Sveinsson, hugmyndasmiðurinn á bak við skiltið, lagði hugmyndina inn í verkefni Reykjavíkurborgar, Hverfið mitt, þar sem kosið var á milli hugmynda sem að íbúar lögðu fram sem borgin síðan framkvæmdi. Hugmynd Jóhanns er nú orðin að veruleika en á öðrum stað svo það trufli ekki umferð. „Hugmyndin var að hafa það hér efst í brekkunni og nýta blokkirnar í bakgrunni á skiltinu til að ramma inn skiltið sjálft en ákvörðun var tekin um að hafa það hér neðar í brekkunni.“ Skiptir mestu máli að hafa fengið skilti Samkvæmt hugmynd átti skiltið að líta út eins og sést á ljósmynd hér fyrir neðan en nú er það risið á öðrum stað, neðar í brekkunni við Hólahverfi og í allt öðrum búningi. Jóhann segist þó ekki svekktur með útkomuna. Til vinstri má sjá upprunalegu hugmyndina að skiltinu sem átti að standa efst í brekkunni en til hægri má sjá loka útkomuna.Aðsend „Ég er kannski ánægðastur með það að við höfum fengið skilti yfir höfuð. Niðurstaðan.. Ekki það sem var kosið um í upphafi. Fyrsta skrefið hlítur að hafa verið að fá skiltið yfir höfuð Hvort að maður sé ánægður með útlitið á skiltinu, ég gef þeim það að það lítur mun betur út á kvöldin þegar það eru upplýstir stafirnir inn í þessu.“ Fangi ekki listrænan anda Breiðholtsins Jóhann tekur fram að það væri skemmtilegra ef skiltið væri sýnilegt og áberandi allan sólarhringinn en ekki aðeins þegar það er dimmt og bendir á að það týnist aðeins á þeim stað og í þeim búning sem það er núna. Hann telur látlausan brag skiltisins ekki fanga listrænan anda Breiðholtsins. „Mér finnst þetta ekki vera í þeim skilningi mjög listrænt kannski en svo er ég ekkert djúpur í svona listfræðum og kannski er þetta listaverk, það getur vel verið.“ Fréttastofa ræddi við Jóhann á síðasta ári þegar að hugmyndin bar sigur úr býtum í verkefni Reykjavíkurborgar. Á þeim tíma var Jóhann mjög ánægður með að fá skilti í hverfið. „Þetta er í rauninni hugmynd sem við félagarnir erum búnir að ganga með lengi. Á öllum flottustu svæðum heims er glæsileg aðkoma líka og Breiðholt er auðvitað eitt af flottustu svæðum heims, það vita það allir sem hingað hafa komið,“ sagði Jóhann á sínum tíma en viðtalið við hann frá síðasta ári má berja augum í spilaranum hér fyrir neðan. Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Jóhann Sveinsson, hugmyndasmiðurinn á bak við skiltið, lagði hugmyndina inn í verkefni Reykjavíkurborgar, Hverfið mitt, þar sem kosið var á milli hugmynda sem að íbúar lögðu fram sem borgin síðan framkvæmdi. Hugmynd Jóhanns er nú orðin að veruleika en á öðrum stað svo það trufli ekki umferð. „Hugmyndin var að hafa það hér efst í brekkunni og nýta blokkirnar í bakgrunni á skiltinu til að ramma inn skiltið sjálft en ákvörðun var tekin um að hafa það hér neðar í brekkunni.“ Skiptir mestu máli að hafa fengið skilti Samkvæmt hugmynd átti skiltið að líta út eins og sést á ljósmynd hér fyrir neðan en nú er það risið á öðrum stað, neðar í brekkunni við Hólahverfi og í allt öðrum búningi. Jóhann segist þó ekki svekktur með útkomuna. Til vinstri má sjá upprunalegu hugmyndina að skiltinu sem átti að standa efst í brekkunni en til hægri má sjá loka útkomuna.Aðsend „Ég er kannski ánægðastur með það að við höfum fengið skilti yfir höfuð. Niðurstaðan.. Ekki það sem var kosið um í upphafi. Fyrsta skrefið hlítur að hafa verið að fá skiltið yfir höfuð Hvort að maður sé ánægður með útlitið á skiltinu, ég gef þeim það að það lítur mun betur út á kvöldin þegar það eru upplýstir stafirnir inn í þessu.“ Fangi ekki listrænan anda Breiðholtsins Jóhann tekur fram að það væri skemmtilegra ef skiltið væri sýnilegt og áberandi allan sólarhringinn en ekki aðeins þegar það er dimmt og bendir á að það týnist aðeins á þeim stað og í þeim búning sem það er núna. Hann telur látlausan brag skiltisins ekki fanga listrænan anda Breiðholtsins. „Mér finnst þetta ekki vera í þeim skilningi mjög listrænt kannski en svo er ég ekkert djúpur í svona listfræðum og kannski er þetta listaverk, það getur vel verið.“ Fréttastofa ræddi við Jóhann á síðasta ári þegar að hugmyndin bar sigur úr býtum í verkefni Reykjavíkurborgar. Á þeim tíma var Jóhann mjög ánægður með að fá skilti í hverfið. „Þetta er í rauninni hugmynd sem við félagarnir erum búnir að ganga með lengi. Á öllum flottustu svæðum heims er glæsileg aðkoma líka og Breiðholt er auðvitað eitt af flottustu svæðum heims, það vita það allir sem hingað hafa komið,“ sagði Jóhann á sínum tíma en viðtalið við hann frá síðasta ári má berja augum í spilaranum hér fyrir neðan.
Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira