Íslenski boltinn

Benoný fékk full­komna einkunn: „Þeir sögðu að þetta væri ekki hægt“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Benoný Breki Andrésson skoraði hvorki fleiri né færri en fimm mörk fyrir KR i gær.
Benoný Breki Andrésson skoraði hvorki fleiri né færri en fimm mörk fyrir KR i gær. vísir/anton

Benoný Breki Andrésson var maður gærdagsins þegar hann skoraði fimm mörk í 7-0 sigri KR gegn HK í lokaumferð Bestu-deildar karla.

Benoný átti vægast sagt góðan dag í lokaumferðinni í gær er hann skoraði fimm af sj- mörkum KR gegn HK og bætti um leið markamet deildarinnar. Benoný endaði tímabilið með 21 mark, en áður hafði leikmaður mest skoraði 19 mörk á einu tímabili í efstu deild karla á Íslandi.

Þó skal tekið fram að fyrra metið var sett í 22 leikja móti, en í ár, líkt og síðustu ár, leikur hvert lið 27 leiki.

Það verður þó ekki tekið af Benoný að hann er nú sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk á einu tímabili í efstu deild á Íslandi. Til að toppa gærdaginn enn frekar nældi Benoný sér í sjaldséða einkunn í fótboltaappinu FotMob, sem heldur utan um ýmsa tölfræði leikja.

Benoný fékk tíu af tíu mögulegum í einkunn fyrir leik sinn í gær, en oft hafa leikmenn skorað þrjú til fjögur mörk og lagt upp eitt til tvö til viðbótar án þess að fá fullkomna einkunn.

„Við erum með 10 í FotMob einkunn!“ segir á opinberum X-reikningi Fotmob.

„Benoný Andrésson úr íslenska liðinu KR skoraði FIMM mörk gegn HK í dag.“

„Þeir sögðu að þetta væri ekki hægt.“

Að neðan má sjá mörkin fimm sem Benóný skoraði í gær sem og viðtal við hann eftir leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×