Barningur smáframleiðenda Fjóla Einarsdóttir skrifar 27. október 2024 07:01 Samtalið á milli frumkvöðla í matargerð og smáframleiðenda á Íslandi skiptir svo miklu máli. Við gætum skrifað sögu hvers annars. Hver baráttan á fætur annarri, mætti stundum halda að við værum í Flugumýrabardaga í Skagafirði á Landnámsöld en ekki að framleiða matvæli. Fjármálaumhverfið á Íslandi er ekki að vinna með okkur en einhvern veginn höldum við áfram með hugsjónina að vopni. Við hjá Livefood, sem er fyrsta og eina grænkera ostagerðin á Íslandi, erum í samtökum smáframleiðenda matvæla á Íslandi og höfum átt virkilega góð samtöl við okkar fólk þar og skiljum hvað felst í því að framleiða vöru á Íslandi og koma henni á markað. Stórmarkaðir á Íslandi vilja fá vörurnar okkar í sínar búðir og bókstaflega vinna markvisst að því að gefa smáframleiðendum pláss Fyrir það erum við hjá Livefood persónulega afskaplega þakklát. Allt sem heitir velvilji og stuðningur er kærkominn þegar unnið er myrkranna á milli. Stóru fyrirtækin á Íslandi byrjuðu sem hugmynd. Við höfum átt samtöl við mörg þeirra og kynnst hvernig þeirra upphaf var. Barningur í upphafi í langflestum tilfellum, stór saga en mikilvægastu skilaboðin að halda áfram og gefast ekki upp þegar á móti blæs. Nú er komið að kosningum og ný ríkisstjórn mun taka til starfa ásamt nýjum þingmönnum eftir þær. Það verður í mörg horn að líta en vonir okkar standa til að nýsköpun í íslenskri matargerð fái að blómstra sem aldrei fyrr og stuðningur við smáframleiðendur aukist til muna. “Það mun blómstra sem ljósið skín á” eru orð sem hafa fylgt mér lengi en fyrir 17 árum tók ég viðtal sem ungur háskólanemi við Þorstein Inga heitinn sem þá var framkvæmdastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Hann sagði þessi orð þegar hann var að útskýra mikilvægi þess að láta ljósið skína á nýsköpun á Íslandi. Ég vil leggja áherslu á þessi orð og vonir mínar standa til að ljósið muni skína á íslenska smáframleiðendur á Íslandi eftir næstu kosningar. Leyfa þeim að blómstra og þá munu þeir skila hagnaði sínum beint inn í íslenskt hagkerfi og sameiginlega sjóði landsins seinna meir. Við þurfum að stækka kökuna. Þeir sem tilheyra hópi smáfamleiðanda eru ólíkir einstaklingar sem hafa sínar persónulegu skoðanir á hvað ljósinu skal beint að en munum það að við höfum ekki bara eitt ljós og ef út í það er farið nákvæmlega 63 ljós á Alþingi. Ég er að minna komandi þingmenn á okkur smáframleiðendur og mikilvægi okkar í keðjunni með þessum skrifum. Fjárfestar þurfa einnig að skoða þennan málaflokk betur og leggja til sitt. Málaflokkarnir sem þurfa á ljósi að halda eru margir og ljósið þarf og verður að skína víða. Ég vona að ég fái hlustun og skilning á okkar málaflokk. Styðjum íslenska smáframleiðendur sem aldrei fyrr á komandi árum og verum bæði í orði og á borði í þeirra liði. Höfundur er framkvæmdastjóri Livefood Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjóla Einarsdóttir Mest lesið Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Samtalið á milli frumkvöðla í matargerð og smáframleiðenda á Íslandi skiptir svo miklu máli. Við gætum skrifað sögu hvers annars. Hver baráttan á fætur annarri, mætti stundum halda að við værum í Flugumýrabardaga í Skagafirði á Landnámsöld en ekki að framleiða matvæli. Fjármálaumhverfið á Íslandi er ekki að vinna með okkur en einhvern veginn höldum við áfram með hugsjónina að vopni. Við hjá Livefood, sem er fyrsta og eina grænkera ostagerðin á Íslandi, erum í samtökum smáframleiðenda matvæla á Íslandi og höfum átt virkilega góð samtöl við okkar fólk þar og skiljum hvað felst í því að framleiða vöru á Íslandi og koma henni á markað. Stórmarkaðir á Íslandi vilja fá vörurnar okkar í sínar búðir og bókstaflega vinna markvisst að því að gefa smáframleiðendum pláss Fyrir það erum við hjá Livefood persónulega afskaplega þakklát. Allt sem heitir velvilji og stuðningur er kærkominn þegar unnið er myrkranna á milli. Stóru fyrirtækin á Íslandi byrjuðu sem hugmynd. Við höfum átt samtöl við mörg þeirra og kynnst hvernig þeirra upphaf var. Barningur í upphafi í langflestum tilfellum, stór saga en mikilvægastu skilaboðin að halda áfram og gefast ekki upp þegar á móti blæs. Nú er komið að kosningum og ný ríkisstjórn mun taka til starfa ásamt nýjum þingmönnum eftir þær. Það verður í mörg horn að líta en vonir okkar standa til að nýsköpun í íslenskri matargerð fái að blómstra sem aldrei fyrr og stuðningur við smáframleiðendur aukist til muna. “Það mun blómstra sem ljósið skín á” eru orð sem hafa fylgt mér lengi en fyrir 17 árum tók ég viðtal sem ungur háskólanemi við Þorstein Inga heitinn sem þá var framkvæmdastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Hann sagði þessi orð þegar hann var að útskýra mikilvægi þess að láta ljósið skína á nýsköpun á Íslandi. Ég vil leggja áherslu á þessi orð og vonir mínar standa til að ljósið muni skína á íslenska smáframleiðendur á Íslandi eftir næstu kosningar. Leyfa þeim að blómstra og þá munu þeir skila hagnaði sínum beint inn í íslenskt hagkerfi og sameiginlega sjóði landsins seinna meir. Við þurfum að stækka kökuna. Þeir sem tilheyra hópi smáfamleiðanda eru ólíkir einstaklingar sem hafa sínar persónulegu skoðanir á hvað ljósinu skal beint að en munum það að við höfum ekki bara eitt ljós og ef út í það er farið nákvæmlega 63 ljós á Alþingi. Ég er að minna komandi þingmenn á okkur smáframleiðendur og mikilvægi okkar í keðjunni með þessum skrifum. Fjárfestar þurfa einnig að skoða þennan málaflokk betur og leggja til sitt. Málaflokkarnir sem þurfa á ljósi að halda eru margir og ljósið þarf og verður að skína víða. Ég vona að ég fái hlustun og skilning á okkar málaflokk. Styðjum íslenska smáframleiðendur sem aldrei fyrr á komandi árum og verum bæði í orði og á borði í þeirra liði. Höfundur er framkvæmdastjóri Livefood
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar