Ökuskírteini á hval Sigursteinn Másson skrifar 27. október 2024 07:44 Nýlega átti ég þess kost að sitja ársfund Alþjóðahvalveiðiráðsins í Lima í Perú. Þar var ég í sendinefnd Íslands fyrir hönd Hvalaskoðunarsamtaka Íslands. Á fundinum skiptust sendinefndir ríkjanna aðallega í tvennt. Þær sem fylgdu Japan að málum sem voru Noregur, eyríki í karabíska- og Kyrrahafinu auk nokkurra smárra Afríkuríkja annars vegar og hins vegar Evrópuríki, Ameríka- bæði suður og norður, Suður Afríka, Indland og helstu ríki Asíu utan Japans að ógleymdum Norðurlöndum öðrum en Noregi en öll þessi ríki leggja áherslu á verndun hvala. Líka Danmörk þótt Færeyjar og Grænland séu þar undir. Frá stofnun ráðsins 1946 hefur Ísland ætíð fylgt Japan að málum en í fyrsta sinn var svo ekki nú. Ísland lýsti því yfir að skiptar skoðanir væru innan ríkisstjórnar og sat hjá í atkvæðagreiðslu um umdeild mál. Þetta markar tímamót og gladdi fulltrúa okkar helstu vina- og viðskiptaríkja. Það er í sjálfu sér ekkert nýtt að hvalir séu leiksoppar í pólitískri refskák. Þannig hefur það oft verið eftir að alþjóðlegt hvalveiðibann var samþykkt á vettvangi Alþjóðahvalveiðiráðsins á níunda áratugnum og nokkur ríki ákváðu að hlíta banninu ekki. Ísland gekkst þó undir bannið lengi vel eða til ársins 2003 að hvalveiðar voru leyfðar að nýju án þess þó að skynsamlegur grundvöllur væri fyrir veiðunum hvað þá að þær uppfylltu lágmarksskilyrði um dýravelferð. Skemmdarverk Sea Shepherd, þegar samtökin sökktu tveimur hvalbátum í Reykjavíkurhöfn um sama leyti og veiðibannið var samþykkt, hleypti illu blóði í landann og ýtti undir frumstæða þjóðerniskennd og ákafa um að láta ekki umhverfissinna vinna sigur. Heimskuleg aðgerð Paul Watson og félaga og við höfum ekki enn bitið úr nálina með það. Föstudaginn 25. október kom það fram hjá Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra að umsókn um leyfi til veiða á langreyðum hafi borist Matvælaráðuneytinu. Ráðherra sagði við fréttamenn að afloknum ríkisstjórnarfundi að til greina kæmi að afgreiða umsóknina á tímabili starfsstjórnarinnar og þá mögulega fyrir næstu Alþingiskosningar sem haldnar eru eftir einn mánuð. Hvalur hf sækir um ótímabundið veiðileyfi, sem verður að teljast býsna bratt, en annars til 5-10 ára. Daginn áður en forsætisráðherra upplýsti um umsóknina bárust þær fréttir að helsti stuðningsmaður hvalveiða á Alþingi, Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokks, hafi verið valinn sérlegur fulltrúi forsætisráðherra í Matvælaráðuneytinu. Nánari starfslýsing á stöðu Jóns fylgdi ekki sögunni en það má hverjum manni vera ljóst að Jón er þangað kominn inn einkum í því skyni að afgreiða hvalveiðileyfið og það í snatri. Í ljósi þess að starfsstjórn nýtur ekki sama þinglega umboðs og ríkisstjórn með meirihlutastuðning þings á bak við sig og er aðeins ætlað að starfa til bráðabirgða þar til mynduð hefur verið ný ríkisstjórn er jafnan litið svo á að hennar hlutverk sé aðeins að tryggja stjórnskipulega festu. Hún sinni því einungis þeim verkefnum sem nauðsynlegt er að sinna svo landið sé ekki stjórnlaust. Það væri afar óvönduð stjórnsýsla og í raun valdníðsla að hlaupa nú til og binda hendur næstu ríkisstjórnar og ríkisstjórna framtíðarinnar í jafn umdeildu og í raun hápólitísku máli og hvalveiðarnar eru. Mál sem varðar ekki aðeins hagsmuni umsækjanda veiðileyfisins og mögulegra starfsmanna hans heldur og einnig ýmissa annarra í þjóðfélaginu s.s. ferðaþjónustuaðila, kvikmyndagerðarfólks, útflutningaðila og annarra þeirra sem eru háðir því að ímynd og orðspor Íslands sé í lagi. Starfshópur forsætisráðherra er nú að störfum þar sem metnir eru hagsmunir Íslands og alþjóðlegar skuldbindingar þegar hvalveiðar eru annars vegar. Enginn ágreiningur kom fram í ríkisstjórn um skipan starfshópsins. Það væri í hæsta máta óeðlilegt að bíða ekki þeirrar niðurstöðu áður en ákvarðanir um framhaldið væru teknar. Umsóknir hvalveiðifyrirtækja um veiðileyfi, eins og Hvals hf, hafa alla jafna verið afgreiddar á sama ári og veiðum er ætlað að hefjast og þá á fyrsta eða öðrum ársfjórðungi þess sama árs. Ég hef fylgst náið með þessum málum í rúma tvo áratugi og engin dæmi þekki ég um að leyfi til hvalveiða sé afgreitt í nóvember árið áður en leyfið komi til framkvæmda. Það er ekkert sem kallar á að afgreiða slíkt leyfi nú fyrir áramót enda hefst raunverulegur undirbúningur fyrir hvalveiðivertíð ekki fyrr en í apríl ár hvert. Veiðar á langreyði hafa síðan ekki hafist fyrr en um miðjan júní þau ár sem Hvalur hefur haldið til veiða en það sem af er þessari öld hefur fyrirtækið aðeins nýtt veiðiheimildir sínar í um helming þeirra ára sem þær hafa verið í gildi. Það segir sína sögu um hagkvæmni og nauðsyn þessara veiða. Lengi vel stóð orð gegn orði þegar rætt var hvort hvalveiðar gætu talist mannúðlegar veiðar á villtum spendýrum. Það breyttist á síðasta ári þegar þáverandi matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, undirritaði reglugerð um stóraukið eftirlit með veiðunum. Meðal annars hófust kvikmyndatökur um borð í hverri veiðiferð og var þá ekki lengur um að villast að veiðarnar standast alls ekki nútímakröfur. Dýrin eru kvalin og pínd með endurteknum sprengjuskutlum i bakinu jafnvel klukkutímum saman. Bandaríkin og Evrópusambandið hafa margoft mótmælt þessum veiðum og nær öll ríki heims, sem við berum okkur saman við og eigum í einhverjum samskiptum við, eru alfarið á móti veiðunum. Bæði af þessum ástæðum, sem ég hér nefni, en einnig af sögulegum ástæðum. Alþjóðahvalveiðibannið á síðustu öld kom ekki til upp úr þurru heldur vegna þess að þá hafði verið gengið svo nærri mörgum hvalastofnum með veiðum að þeir töldust í útrýmingarhættu. Þannig eru aðeins um fjögur hundruð einstaklingar eftir í norður Atlantshafssléttbaksstofninum. Sumar tegundir hvala eru að öllum líkindum í veiðanlegu magni en það eitt gerir þá ekki réttdræpa. Ekki frekar en æðarfuglinn, lóuna eða spóann. Æðarfuglinn er klárlega í veiðanlegu magni á Íslandi en hann er einfaldlega mun verðmætari lifandi en dauður. Það sama á við um hvalina. Ekki aðeins skapa þeir milljarða gjaldeyrisverðmæti með hvalaskoðun heldur eru þeir mikilvægur hluti af vistkerfi hafsins. Annars hefðu þessir gríðarlegu skrokkar heldur ekki þraukað í hafinu í heilar fimm milljónir ára. Hinn nýi fulltrúi forsætisráðherrans í Matvælaráðuneytinu líkti í morgunþætti Bylgjunnar veitingu leyfis til hvalveiða við það að afgreiða ökuskírteini til einstaklings. Þetta er æði furðulegur samanburður. Hvernig getur leyfi til veiða á villtum spendýrum sem eru allt að 20 sinnum stærri en stærsta landdýr jarðar, Afríkufíllinn, verið eins og það að afgreiða ökuskírteini? Reyndar væri það svo að ef svipaðar kröfur hefðu verið gerðar til Hvals hf um að fara að lögum og reglum um dýravelferð og almennt eru gerðar til ökumanna um að fara að umferðarreglum þá kæmi ekki einu sinni til álita að veita fyrirtækinu nýtt leyfi til hvalveiða. Ef Kristján Loftsson æki eins og hann veiðir hvali væri löngu búið að svipta hann ökuskírteininu. Höfundur er stjórnarmaður í Dýraverndarsambandi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigursteinn Másson Hvalveiðar Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega átti ég þess kost að sitja ársfund Alþjóðahvalveiðiráðsins í Lima í Perú. Þar var ég í sendinefnd Íslands fyrir hönd Hvalaskoðunarsamtaka Íslands. Á fundinum skiptust sendinefndir ríkjanna aðallega í tvennt. Þær sem fylgdu Japan að málum sem voru Noregur, eyríki í karabíska- og Kyrrahafinu auk nokkurra smárra Afríkuríkja annars vegar og hins vegar Evrópuríki, Ameríka- bæði suður og norður, Suður Afríka, Indland og helstu ríki Asíu utan Japans að ógleymdum Norðurlöndum öðrum en Noregi en öll þessi ríki leggja áherslu á verndun hvala. Líka Danmörk þótt Færeyjar og Grænland séu þar undir. Frá stofnun ráðsins 1946 hefur Ísland ætíð fylgt Japan að málum en í fyrsta sinn var svo ekki nú. Ísland lýsti því yfir að skiptar skoðanir væru innan ríkisstjórnar og sat hjá í atkvæðagreiðslu um umdeild mál. Þetta markar tímamót og gladdi fulltrúa okkar helstu vina- og viðskiptaríkja. Það er í sjálfu sér ekkert nýtt að hvalir séu leiksoppar í pólitískri refskák. Þannig hefur það oft verið eftir að alþjóðlegt hvalveiðibann var samþykkt á vettvangi Alþjóðahvalveiðiráðsins á níunda áratugnum og nokkur ríki ákváðu að hlíta banninu ekki. Ísland gekkst þó undir bannið lengi vel eða til ársins 2003 að hvalveiðar voru leyfðar að nýju án þess þó að skynsamlegur grundvöllur væri fyrir veiðunum hvað þá að þær uppfylltu lágmarksskilyrði um dýravelferð. Skemmdarverk Sea Shepherd, þegar samtökin sökktu tveimur hvalbátum í Reykjavíkurhöfn um sama leyti og veiðibannið var samþykkt, hleypti illu blóði í landann og ýtti undir frumstæða þjóðerniskennd og ákafa um að láta ekki umhverfissinna vinna sigur. Heimskuleg aðgerð Paul Watson og félaga og við höfum ekki enn bitið úr nálina með það. Föstudaginn 25. október kom það fram hjá Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra að umsókn um leyfi til veiða á langreyðum hafi borist Matvælaráðuneytinu. Ráðherra sagði við fréttamenn að afloknum ríkisstjórnarfundi að til greina kæmi að afgreiða umsóknina á tímabili starfsstjórnarinnar og þá mögulega fyrir næstu Alþingiskosningar sem haldnar eru eftir einn mánuð. Hvalur hf sækir um ótímabundið veiðileyfi, sem verður að teljast býsna bratt, en annars til 5-10 ára. Daginn áður en forsætisráðherra upplýsti um umsóknina bárust þær fréttir að helsti stuðningsmaður hvalveiða á Alþingi, Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokks, hafi verið valinn sérlegur fulltrúi forsætisráðherra í Matvælaráðuneytinu. Nánari starfslýsing á stöðu Jóns fylgdi ekki sögunni en það má hverjum manni vera ljóst að Jón er þangað kominn inn einkum í því skyni að afgreiða hvalveiðileyfið og það í snatri. Í ljósi þess að starfsstjórn nýtur ekki sama þinglega umboðs og ríkisstjórn með meirihlutastuðning þings á bak við sig og er aðeins ætlað að starfa til bráðabirgða þar til mynduð hefur verið ný ríkisstjórn er jafnan litið svo á að hennar hlutverk sé aðeins að tryggja stjórnskipulega festu. Hún sinni því einungis þeim verkefnum sem nauðsynlegt er að sinna svo landið sé ekki stjórnlaust. Það væri afar óvönduð stjórnsýsla og í raun valdníðsla að hlaupa nú til og binda hendur næstu ríkisstjórnar og ríkisstjórna framtíðarinnar í jafn umdeildu og í raun hápólitísku máli og hvalveiðarnar eru. Mál sem varðar ekki aðeins hagsmuni umsækjanda veiðileyfisins og mögulegra starfsmanna hans heldur og einnig ýmissa annarra í þjóðfélaginu s.s. ferðaþjónustuaðila, kvikmyndagerðarfólks, útflutningaðila og annarra þeirra sem eru háðir því að ímynd og orðspor Íslands sé í lagi. Starfshópur forsætisráðherra er nú að störfum þar sem metnir eru hagsmunir Íslands og alþjóðlegar skuldbindingar þegar hvalveiðar eru annars vegar. Enginn ágreiningur kom fram í ríkisstjórn um skipan starfshópsins. Það væri í hæsta máta óeðlilegt að bíða ekki þeirrar niðurstöðu áður en ákvarðanir um framhaldið væru teknar. Umsóknir hvalveiðifyrirtækja um veiðileyfi, eins og Hvals hf, hafa alla jafna verið afgreiddar á sama ári og veiðum er ætlað að hefjast og þá á fyrsta eða öðrum ársfjórðungi þess sama árs. Ég hef fylgst náið með þessum málum í rúma tvo áratugi og engin dæmi þekki ég um að leyfi til hvalveiða sé afgreitt í nóvember árið áður en leyfið komi til framkvæmda. Það er ekkert sem kallar á að afgreiða slíkt leyfi nú fyrir áramót enda hefst raunverulegur undirbúningur fyrir hvalveiðivertíð ekki fyrr en í apríl ár hvert. Veiðar á langreyði hafa síðan ekki hafist fyrr en um miðjan júní þau ár sem Hvalur hefur haldið til veiða en það sem af er þessari öld hefur fyrirtækið aðeins nýtt veiðiheimildir sínar í um helming þeirra ára sem þær hafa verið í gildi. Það segir sína sögu um hagkvæmni og nauðsyn þessara veiða. Lengi vel stóð orð gegn orði þegar rætt var hvort hvalveiðar gætu talist mannúðlegar veiðar á villtum spendýrum. Það breyttist á síðasta ári þegar þáverandi matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, undirritaði reglugerð um stóraukið eftirlit með veiðunum. Meðal annars hófust kvikmyndatökur um borð í hverri veiðiferð og var þá ekki lengur um að villast að veiðarnar standast alls ekki nútímakröfur. Dýrin eru kvalin og pínd með endurteknum sprengjuskutlum i bakinu jafnvel klukkutímum saman. Bandaríkin og Evrópusambandið hafa margoft mótmælt þessum veiðum og nær öll ríki heims, sem við berum okkur saman við og eigum í einhverjum samskiptum við, eru alfarið á móti veiðunum. Bæði af þessum ástæðum, sem ég hér nefni, en einnig af sögulegum ástæðum. Alþjóðahvalveiðibannið á síðustu öld kom ekki til upp úr þurru heldur vegna þess að þá hafði verið gengið svo nærri mörgum hvalastofnum með veiðum að þeir töldust í útrýmingarhættu. Þannig eru aðeins um fjögur hundruð einstaklingar eftir í norður Atlantshafssléttbaksstofninum. Sumar tegundir hvala eru að öllum líkindum í veiðanlegu magni en það eitt gerir þá ekki réttdræpa. Ekki frekar en æðarfuglinn, lóuna eða spóann. Æðarfuglinn er klárlega í veiðanlegu magni á Íslandi en hann er einfaldlega mun verðmætari lifandi en dauður. Það sama á við um hvalina. Ekki aðeins skapa þeir milljarða gjaldeyrisverðmæti með hvalaskoðun heldur eru þeir mikilvægur hluti af vistkerfi hafsins. Annars hefðu þessir gríðarlegu skrokkar heldur ekki þraukað í hafinu í heilar fimm milljónir ára. Hinn nýi fulltrúi forsætisráðherrans í Matvælaráðuneytinu líkti í morgunþætti Bylgjunnar veitingu leyfis til hvalveiða við það að afgreiða ökuskírteini til einstaklings. Þetta er æði furðulegur samanburður. Hvernig getur leyfi til veiða á villtum spendýrum sem eru allt að 20 sinnum stærri en stærsta landdýr jarðar, Afríkufíllinn, verið eins og það að afgreiða ökuskírteini? Reyndar væri það svo að ef svipaðar kröfur hefðu verið gerðar til Hvals hf um að fara að lögum og reglum um dýravelferð og almennt eru gerðar til ökumanna um að fara að umferðarreglum þá kæmi ekki einu sinni til álita að veita fyrirtækinu nýtt leyfi til hvalveiða. Ef Kristján Loftsson æki eins og hann veiðir hvali væri löngu búið að svipta hann ökuskírteininu. Höfundur er stjórnarmaður í Dýraverndarsambandi Íslands.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun