Um blöndun menningarheima Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar 27. október 2024 08:02 Við sem Íslendingar höfum þá sérstöðu að okkar menning, tungumál og hefðir hafa verið varðveittar mjög vel, enda erum við einangruð þjóð á lítilli eyju í miðju Atlantshafi. En það er ekki þar með sagt að ekkert hafi breyst á undanförnum áratugum eða árhundruðum í íslenskri menningu, enda hefur bara ótrúlega mikið breyst frá því að ég var barn á sveitabæ í Austur-Húnavatnssýslu á 10. áratugnum. Þar fór ég í lítinn sveitaskóla þar sem hefðir, menning og líf var allt öðruvísi en þeirra sem bjuggu til dæmis á höfuðborgarsvæðinu. Þegar ég þurfti að flytja úr sveitarfélaginu til að fara í framhaldsskóla þá kynntist ég nýju fólki sem hafði búið við allt aðrar aðstæður en ég, en ég gleymdi samt ekki mínum gildum, viðhorfum og venjum. Ég er ennþá sveitastúlka í húð og hár sem nýt mín best í fjósagallanum að mjólka beljurnar, í sauðburði með foreldrum mínum eða í réttum á haustin með mínu fólki. Ég nýt mín í kyrrðinni og náttúrunni, með dýrunum og fjallinu heima þar sem ég get týnt ber, jurtir og sveppi á haustin. Það breyttist ekki þótt ég byggi í stórborg í Bretlandi. Núorðið er Ísland orðið fjölbreyttara og skemmtilegra en það var þegar ég var að alast upp. Við erum nútímasamfélag sem samanstendur af fólki með alls konar bakgrunn og sögu. Fólk sem er hér fætt og uppalið, fólk sem hefur flust hingað, eða fólk sem hefur leitað hér skjóls vegna stríðsátaka eða annara hörmunga. Svo býr hér líka fólk sem hefur flust erlendis um tíma og lifað og hrærst í öðrum menningarheimum og komið svo aftur heim – þar með talið ég sjálf. Um skeið bjó ég í Bretlandi þar sem ég kynnist maka mínum, sem á móður sem fluttist þangað frá Indlandi á 8. áratug síðustu aldar. Það mætti því segja að ég hafi svo sannarlega blandast öðrum menningarheimum, og hef ég ekki hlotið skaða af. Þvert á móti hefur það auðgað líf mitt til muna, og gert mig víðsýnni og reyndari – og sömuleiðis gert mér kleift að kynnast ólíkum sjónarhornum, gildum og matseld, svo fátt sé nefnt. Forsætisráðherra sagði á fimmtudag í síðustu viku að við hefðum miklu að tapa ef á Íslandi yrði mikil blöndun menningarheima. Þetta er alls ekki í samræmi við mína reynslu, og raunar ótrúlega mikil vanvirðing við það fólk sem kemur frá öðrum menningarheimum og auðgar samfélagið okkar á hverjum degi. Á Íslandi eru 20% íbúa af erlendu bergi brotnir, og er þetta fólk sem vinnur í skólunum okkar, á hjúkrunarheimilum, á heilsugæslunum, í byggingarvinnu, hönnun, stjórnsýslunni og úti í búð. Þau tilheyra fjölskyldum okkar, eru vinnufélagar okkar og eru vinir barna okkar. Þau eru alveg jafn mikill hluti af okkar menningarheimi og hver annar Íslendingur, þó svo að þau hafi aðra lífsreynslu og við. Mér þykir það með öllu óásættanlegt að einstaklingur sem er í ábyrgðarstöðu gagnvart þjóðinni tali svona um hluta fólks í landinu, og geri lítið úr þeirra framlagi, þeirra sýn og þeirra lífsreynslu. Við sem þjóðfélag eigum miklu betra skilið betur frá kjörnum fulltrúum þjóðarinnar – og er ljóst að við þurfum eitthvað öðruvísi en þetta sama gamla sem hefur heldur betur sýnt sig að er ekki að ganga. Kjósum öðruvísi í næstu kosningum – kjósum Pírata. Höfundur er oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ugla Stefanía Fjölmenning Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Við sem Íslendingar höfum þá sérstöðu að okkar menning, tungumál og hefðir hafa verið varðveittar mjög vel, enda erum við einangruð þjóð á lítilli eyju í miðju Atlantshafi. En það er ekki þar með sagt að ekkert hafi breyst á undanförnum áratugum eða árhundruðum í íslenskri menningu, enda hefur bara ótrúlega mikið breyst frá því að ég var barn á sveitabæ í Austur-Húnavatnssýslu á 10. áratugnum. Þar fór ég í lítinn sveitaskóla þar sem hefðir, menning og líf var allt öðruvísi en þeirra sem bjuggu til dæmis á höfuðborgarsvæðinu. Þegar ég þurfti að flytja úr sveitarfélaginu til að fara í framhaldsskóla þá kynntist ég nýju fólki sem hafði búið við allt aðrar aðstæður en ég, en ég gleymdi samt ekki mínum gildum, viðhorfum og venjum. Ég er ennþá sveitastúlka í húð og hár sem nýt mín best í fjósagallanum að mjólka beljurnar, í sauðburði með foreldrum mínum eða í réttum á haustin með mínu fólki. Ég nýt mín í kyrrðinni og náttúrunni, með dýrunum og fjallinu heima þar sem ég get týnt ber, jurtir og sveppi á haustin. Það breyttist ekki þótt ég byggi í stórborg í Bretlandi. Núorðið er Ísland orðið fjölbreyttara og skemmtilegra en það var þegar ég var að alast upp. Við erum nútímasamfélag sem samanstendur af fólki með alls konar bakgrunn og sögu. Fólk sem er hér fætt og uppalið, fólk sem hefur flust hingað, eða fólk sem hefur leitað hér skjóls vegna stríðsátaka eða annara hörmunga. Svo býr hér líka fólk sem hefur flust erlendis um tíma og lifað og hrærst í öðrum menningarheimum og komið svo aftur heim – þar með talið ég sjálf. Um skeið bjó ég í Bretlandi þar sem ég kynnist maka mínum, sem á móður sem fluttist þangað frá Indlandi á 8. áratug síðustu aldar. Það mætti því segja að ég hafi svo sannarlega blandast öðrum menningarheimum, og hef ég ekki hlotið skaða af. Þvert á móti hefur það auðgað líf mitt til muna, og gert mig víðsýnni og reyndari – og sömuleiðis gert mér kleift að kynnast ólíkum sjónarhornum, gildum og matseld, svo fátt sé nefnt. Forsætisráðherra sagði á fimmtudag í síðustu viku að við hefðum miklu að tapa ef á Íslandi yrði mikil blöndun menningarheima. Þetta er alls ekki í samræmi við mína reynslu, og raunar ótrúlega mikil vanvirðing við það fólk sem kemur frá öðrum menningarheimum og auðgar samfélagið okkar á hverjum degi. Á Íslandi eru 20% íbúa af erlendu bergi brotnir, og er þetta fólk sem vinnur í skólunum okkar, á hjúkrunarheimilum, á heilsugæslunum, í byggingarvinnu, hönnun, stjórnsýslunni og úti í búð. Þau tilheyra fjölskyldum okkar, eru vinnufélagar okkar og eru vinir barna okkar. Þau eru alveg jafn mikill hluti af okkar menningarheimi og hver annar Íslendingur, þó svo að þau hafi aðra lífsreynslu og við. Mér þykir það með öllu óásættanlegt að einstaklingur sem er í ábyrgðarstöðu gagnvart þjóðinni tali svona um hluta fólks í landinu, og geri lítið úr þeirra framlagi, þeirra sýn og þeirra lífsreynslu. Við sem þjóðfélag eigum miklu betra skilið betur frá kjörnum fulltrúum þjóðarinnar – og er ljóst að við þurfum eitthvað öðruvísi en þetta sama gamla sem hefur heldur betur sýnt sig að er ekki að ganga. Kjósum öðruvísi í næstu kosningum – kjósum Pírata. Höfundur er oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun