Ætluðu að hringsóla yfir Eyjar þegar flugvélarnar skullu saman Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. október 2024 11:07 Á flugleið vélanna á Flightradar má sjá hvar og hvernig þær rekast saman í loftinu. Hægra meginn sjást skemmdir á stéli vélarinnar sem var fyrir framan. Vísir Flugmenn tveggja flugvéla sem rákust saman í samflugi yfir Vestmannaeyjum ætluðu að fljúga í hring yfir Vestmannaeyjar þegar vélarnar rákust saman. Þeir létu flugumferðarstjórn ekki vita af árekstrinum fyrr en skemmdir á vélunum komu í ljós á Keflavíkuflugvelli. Tvær einkaflugvélar rákust saman á flugi við Vestmannaeyjar í febrúar síðastliðnum. Flugmaður og farþegi voru í annarri vélinni en aðeins flugmaður í hinni. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur lokið rannsókn á atvikinu. Í skýrslu RNSA segir að vélarnar hafi verið í svokölluðu ferjuflugi frá Belfast til Keflavíkur. Báðar vélarnar hafi verið af sömu gerð, King Air B200. Lagt hafi verið af stað frá Belfast klukkan 14:00. Fram kemur að báðir flugmenn hafi fengið leyfi um 16:27 til þess að færa sig neðar í lofthelginni, úr blindflugi yfir í svokallað sjónflug. Klukkan 16:31 hafi annar flugmaðurinn tilkynnt flugumferðarstjórn að vélarnar væru í samflugi, og aðeins 2000 fet væru á milli vélanna. Þá voru þeir suðaustan við Vík. Veðurskilyrði með besta móti Klukkan 16:33 var bilið milli vélanna orðið 0.01 NM (18 metrar) og næstu níu mínúturnar var það á bilinu 0.01 NM til 0.03 NM (18 - 56 metrar). Þá flugu þeir yfir Vík og Skóga og beygðu svo suður í átt að Vestmannaeyjum. Samkvæmt flugmönnunum voru veðurskilyrði með allra besta móti við Vestmannaeyjar. Klukkan 16:42:06 voru vélarnarnar rétt norðan við Heimaey, en ákvörðun hafði verið tekin um að fljúga hring yfir Vestmannaeyjar. Fremri vélin, sem var vinstra megin við aftari vélina og örlítið ofar, beygði þá til vinstri. Flugmaður aftari vélarinnar beygði þá einnig til vinstri, gaf aðeins í og ætlaði að lyfta vélinni örlítið. Skemmdir urðu á vinstri hreyfli aftari vélarinnar.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Þá fann hann fyrir vindhviðu frá fremri flugvélinni, sem olli því að að flugvél hans sveigði meira til vinstri en áætlað var, og nálgaðist hina vélina óðfluga. Flugmaðurinn segist hafa brugðist við með því að reyna beygja til hægri og bremsa. Það hafi hins vegar ekki tekist, en vinstri hreyfill aftari vélarinnar skall svo í stél fremri vélarinnar hægra meginn. Samkvæmt gögnum frá flugumferðarstjórn er talið líklegt að slysið hafi orðið klukkan 16:42:13. Skemmdir urðu á bæði hreyflinum og stélinu. Tilkynntu ekki um slysið Eftir áreksturinn dró flugmaður aftari vélarinnar úr hraðanum og fjarlægðist hinni vélinni. Þá hafi hann dregið úr kraftinum í vinstri hreyfli, þar sem hann hafði orðið fyrir skemmdum. Flugmennirnir voru svo í samskiptum og reyndu að meta skemmdirnar, en héldu fluginu svo áfram. Stélið á fremri vélinni.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Klukkan 16:44 hafði flugumferðarstjórn samband við báða flugmennina og sagði þeim hvert þeir ættu að fljúga. Hvorugur flugmaðurinn minntist á áreksturinn. Þeir segjast hafa verið uppteknir við að fylgjast með ástandi vélanna og að lenda þeim örugglega. Báðir flugmenn höfðu öll tilskylin leyfi og reynslu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa ítrekar að flugmenn skuli alltaf láta flugumferðarstjórn vita af öllum árekstrum og óhöppum sem verða, meðal annars svo að viðbragðsaðilar geti verið í viðbragðsstöðu. Vestmannaeyjar Samgönguslys Fréttir af flugi Tengdar fréttir Rannsókn á árekstri flugvélanna á frumstigi Rannsókn á árekstri tveggja flugvéla við Vestmannaeyjar á sunnudag er á frumstigi. Ekki er ljóst hvenær skýrsla um málið verður gefin út af Rannsóknarnefnd samgönguslysa. 15. febrúar 2024 15:45 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Sjá meira
Tvær einkaflugvélar rákust saman á flugi við Vestmannaeyjar í febrúar síðastliðnum. Flugmaður og farþegi voru í annarri vélinni en aðeins flugmaður í hinni. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur lokið rannsókn á atvikinu. Í skýrslu RNSA segir að vélarnar hafi verið í svokölluðu ferjuflugi frá Belfast til Keflavíkur. Báðar vélarnar hafi verið af sömu gerð, King Air B200. Lagt hafi verið af stað frá Belfast klukkan 14:00. Fram kemur að báðir flugmenn hafi fengið leyfi um 16:27 til þess að færa sig neðar í lofthelginni, úr blindflugi yfir í svokallað sjónflug. Klukkan 16:31 hafi annar flugmaðurinn tilkynnt flugumferðarstjórn að vélarnar væru í samflugi, og aðeins 2000 fet væru á milli vélanna. Þá voru þeir suðaustan við Vík. Veðurskilyrði með besta móti Klukkan 16:33 var bilið milli vélanna orðið 0.01 NM (18 metrar) og næstu níu mínúturnar var það á bilinu 0.01 NM til 0.03 NM (18 - 56 metrar). Þá flugu þeir yfir Vík og Skóga og beygðu svo suður í átt að Vestmannaeyjum. Samkvæmt flugmönnunum voru veðurskilyrði með allra besta móti við Vestmannaeyjar. Klukkan 16:42:06 voru vélarnarnar rétt norðan við Heimaey, en ákvörðun hafði verið tekin um að fljúga hring yfir Vestmannaeyjar. Fremri vélin, sem var vinstra megin við aftari vélina og örlítið ofar, beygði þá til vinstri. Flugmaður aftari vélarinnar beygði þá einnig til vinstri, gaf aðeins í og ætlaði að lyfta vélinni örlítið. Skemmdir urðu á vinstri hreyfli aftari vélarinnar.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Þá fann hann fyrir vindhviðu frá fremri flugvélinni, sem olli því að að flugvél hans sveigði meira til vinstri en áætlað var, og nálgaðist hina vélina óðfluga. Flugmaðurinn segist hafa brugðist við með því að reyna beygja til hægri og bremsa. Það hafi hins vegar ekki tekist, en vinstri hreyfill aftari vélarinnar skall svo í stél fremri vélarinnar hægra meginn. Samkvæmt gögnum frá flugumferðarstjórn er talið líklegt að slysið hafi orðið klukkan 16:42:13. Skemmdir urðu á bæði hreyflinum og stélinu. Tilkynntu ekki um slysið Eftir áreksturinn dró flugmaður aftari vélarinnar úr hraðanum og fjarlægðist hinni vélinni. Þá hafi hann dregið úr kraftinum í vinstri hreyfli, þar sem hann hafði orðið fyrir skemmdum. Flugmennirnir voru svo í samskiptum og reyndu að meta skemmdirnar, en héldu fluginu svo áfram. Stélið á fremri vélinni.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Klukkan 16:44 hafði flugumferðarstjórn samband við báða flugmennina og sagði þeim hvert þeir ættu að fljúga. Hvorugur flugmaðurinn minntist á áreksturinn. Þeir segjast hafa verið uppteknir við að fylgjast með ástandi vélanna og að lenda þeim örugglega. Báðir flugmenn höfðu öll tilskylin leyfi og reynslu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa ítrekar að flugmenn skuli alltaf láta flugumferðarstjórn vita af öllum árekstrum og óhöppum sem verða, meðal annars svo að viðbragðsaðilar geti verið í viðbragðsstöðu.
Vestmannaeyjar Samgönguslys Fréttir af flugi Tengdar fréttir Rannsókn á árekstri flugvélanna á frumstigi Rannsókn á árekstri tveggja flugvéla við Vestmannaeyjar á sunnudag er á frumstigi. Ekki er ljóst hvenær skýrsla um málið verður gefin út af Rannsóknarnefnd samgönguslysa. 15. febrúar 2024 15:45 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Sjá meira
Rannsókn á árekstri flugvélanna á frumstigi Rannsókn á árekstri tveggja flugvéla við Vestmannaeyjar á sunnudag er á frumstigi. Ekki er ljóst hvenær skýrsla um málið verður gefin út af Rannsóknarnefnd samgönguslysa. 15. febrúar 2024 15:45