Innlent

Ó­heppi­leg birting einkaskilaboða og æsi­spennandi úr­slita­leikur

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12:00.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12:00. Vísir

Stjórnmálafræðingur segir það óheppilegt fyrir formann Samfylkingarinnar að einkaskilaboð hennar um Dag B. Eggertsson hafi verið birt opinberlega. Hann segir þó ekki óvenjulegt að hvatt sé til að umdeildir frambjóðendur séu strokaðir út.

Fjallað verður um nýjustu vendingar í pólitíkinni í hádegisfréttum Bylgjunnar. Við heyrum til dæmis í Birgi Ármannssyni, forseta Alþingis, sem hefur ákveðið að hætta á þingi eftir meira en tuttugu ára setu.

Á fjórða tug slasaðist þegar flutningabíl var ekið inn í hóp eldra fólks í Tel Aviv í morgun. Atvikið er skilgreint sem hryðjuverk.

Prófessor í stjórnmálafræði segir að ef gengið yrði til kosninga í Bandaríkjunum í dag myndi Donald Trump, forsetaefni Repúblikana bera sigur úr býtum.

Við heyrum svo bæði í fyrirliða Breiðabliks og þjálfara Víkings en liðin keppa í dag um Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan tólf.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 27. október 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×