Innlent

Glóðvolg Maskínukönnun kynnt í há­degis­fréttum Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
bylgjan-frettir_2024-Vísir-frétt-3x2@2x-100 1

Í hádegisfrétum fjöllum við um glænýja fylgiskönnun sem Maskína gerði fyrir fréttastofuna en lokið var við gerð hennar nú rétt fyrir hádegið.

Við greinum frá helstu niðurstöðum og fáum álit stjórnamálafræðiprófessors á stöðunni eins og hún blasir við nú. 

Einnig fjöllum við um þing Norðurlandaráðs sem hefst í dag en þar ber vafalítið hæst heimsókn Volodómírs Selenskís Úkraínuforseta, sem mun meðal annars heimsækja Þingvelli í kvöld.

Að auki tökum við stöðuna á Ecoli smitinu á Mánagarði og verkfallsaðgerðum kennara, sem hefjast að óbreyttu á morgun. 

Í sportinu verður það svo glæstur sigur Blika á Íslandsmótinu í knattspyrnu sem verður aðal málið.

 

Klippa: Hádegisfréttir 28. október 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×