Kennarar óskast Helga Charlotta Reynisdóttir skrifar 28. október 2024 17:01 Auglýsingin „Leikskólakennari óskast“ er eitthvað sem við sjáum á hverju hausti, en þá keppast leikskólar landsins við að ráða inn nýtt starfsfólk, enda fastur liður í hverjum skóla að þurfa að ráða inn nýtt fólk. Hlutfall kennara á samkvæmt lögum að vera 2/3 í leikskólum en ætti þó auðvitað að vera sem allra mest, helst 100%. En það virðast vera draumórar enda leikskólakerfið sprungið fyrir löngu og marga kennara vantar svo hægt sé að manna allar stöður. Stöður sem losna vegna kennara sem fara á eftirlaun, kennara sem gefast upp vegna álags og stöður sem verða til á nýjum deildum sem eru opnaðar þar sem nú eru yngri börn í leikskólum en áður tíðkaðist. Að vera leikskólakennari er eitt það skemmtilegasta starf sem til er. Að kenna og hlúa að yngstu nemendum þjóðfélagsins og leggja grunn að þeim þáttum sem við sem foreldrar, kennarar og samfélagið teljum vera þeir mikilvægustu í námi þeirra svo börnin okkar verði besta útgáfan af sér. Ég vinn með yngstu börnunum og þar, eins og í öllum leikskólum, er leikurinn námsleið barna, þar sem allt er mögulegt og enginn dagur eins. Að fá þann heiður að vera með börnum sem eru að stíga sín fyrstu skref í átt að eignast sinn fyrsta vin, yfirstíga hræðslu og ná nýju markmiði gefur starfinu mínu sem leikskólakennari gildi og ánægju. Starfið krefst góðrar yfirsýnar, skipulags og undirbúnings sem er ekki sjálfsagtað við kennarar náum að fylgja eftir og gera á vinnutíma, enda eins og alþjóð hefur tekið eftir síðustu ár, er ekki hlaupið að því að fá kennara til starfa í leikskólanum, og þótt hjá okkur vinni frábært starfsfólk, vantar alltaf fleiri kennara. Það þarf nefnilega ekki bara gott fólk með áhuga og vilja heldur kennara með skilning á námi barna til að starfa með því mikilvægasta sem við eigum. Starfið er krefjandi og ekki fyrir alla að starfa með yngstu börnunum, enda fylgir því mikið álag að koma til móts við þarfir stórs hóps af ungum börnum, helst á sama tíma. Okkur á ekki að vera sama hvaða fólk kennir og annast börnin okkar í leikskólanum og pressan er mikil á hverju hausti þegar elstu börnin stíga sín fyrstu skref í grunnskólanum og nýr foreldrahópur bíður með eftirvæntingu eftir að börn þeirra fái pláss í leikskólanum og stígi sín fyrstu skref á fyrsta skólastiginu. Pressan frá foreldrum eftir plássi er fullkomlega skiljanlegt[KÁ1] enda fáir sem hafa tök á að vera heima með barninu sínu fram til tveggja ára, eða jafnvel þriggja ára aldurs í sumum tilvikum. En því miður er ekki barist um að koma og starfa í leikskólanum, góðæri er til dæmismunaður sem við í leikskólanum höfum ekki fundið fyrir. Við förum í sumarfrí í byrjun júlí, enda fastar lokanir þá. Á þeim tíma hefst leitin að nýjum kennurum sem vilja koma og vinna á besta vinnustað í heimi, leikskólanum, og við viljum vanda valið þar sem það marg borgar sig að fá fólk með áhuga, skilning og hæfni til að vinna með því mikilvægasta í lífi hvers foreldris - börnunum þeirra. Kennarar eru þrefalt líklegri til að halda áfram í kennslu en aðrir starfsmenn og stöðuleiki er afar mikilvægur í námi barna. Ef starfsmannavalið er ekki vandað eykst álagið á þá sem þegar starfa í skólanum og á endanum gefast sumir upp á að hlaupa hraðar og að ná ekki að halda uppi faglegu starfi. Enda getur enginn haldið uppi metnaðarfullu og faglegu starfi án stuðnings annarra kennara til lengdar. Ég hef mikinn metnað fyrir að halda úti faglegu starfi og sjá börnin blómstra og þroskast hvert á sinn hátt. Það er ekki hægt ef við höfum ekki gott og metnaðarfullt fólk okkur við hlið. Við þurfum helst nánast að geta lesið hugsanir hvors annars, þar sem mikið er um að vera og ýmislegt sem kemur upp sem krefst þess að við höfum hraðan á. Þá þurfum við ávallt aðvera meðvituð um að grípa námstækifærin þegar þau gefast. Við vinnum fulla vinnuviku, 40 tíma, eigum jú styttingu sem fer oftast í að vinna upp undirbúning sem næst ekki að sinna á vinnutíma vegna manneklu og veikinda, enda tók á að vera ómissandi framlínustétt í Covid-faraldrinum og hlaupa endalaust hraðar. Umgjörðin þarf að breytast og gera starfið samkeppnishæft. Þetta gengur ekki til lengri tíma og nú er tími til að girða sig í brók og fjárfesta í kennurum. Höfundur er leikskólakennari við leikskóla Seltjarnarness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Leikskólar Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Auglýsingin „Leikskólakennari óskast“ er eitthvað sem við sjáum á hverju hausti, en þá keppast leikskólar landsins við að ráða inn nýtt starfsfólk, enda fastur liður í hverjum skóla að þurfa að ráða inn nýtt fólk. Hlutfall kennara á samkvæmt lögum að vera 2/3 í leikskólum en ætti þó auðvitað að vera sem allra mest, helst 100%. En það virðast vera draumórar enda leikskólakerfið sprungið fyrir löngu og marga kennara vantar svo hægt sé að manna allar stöður. Stöður sem losna vegna kennara sem fara á eftirlaun, kennara sem gefast upp vegna álags og stöður sem verða til á nýjum deildum sem eru opnaðar þar sem nú eru yngri börn í leikskólum en áður tíðkaðist. Að vera leikskólakennari er eitt það skemmtilegasta starf sem til er. Að kenna og hlúa að yngstu nemendum þjóðfélagsins og leggja grunn að þeim þáttum sem við sem foreldrar, kennarar og samfélagið teljum vera þeir mikilvægustu í námi þeirra svo börnin okkar verði besta útgáfan af sér. Ég vinn með yngstu börnunum og þar, eins og í öllum leikskólum, er leikurinn námsleið barna, þar sem allt er mögulegt og enginn dagur eins. Að fá þann heiður að vera með börnum sem eru að stíga sín fyrstu skref í átt að eignast sinn fyrsta vin, yfirstíga hræðslu og ná nýju markmiði gefur starfinu mínu sem leikskólakennari gildi og ánægju. Starfið krefst góðrar yfirsýnar, skipulags og undirbúnings sem er ekki sjálfsagtað við kennarar náum að fylgja eftir og gera á vinnutíma, enda eins og alþjóð hefur tekið eftir síðustu ár, er ekki hlaupið að því að fá kennara til starfa í leikskólanum, og þótt hjá okkur vinni frábært starfsfólk, vantar alltaf fleiri kennara. Það þarf nefnilega ekki bara gott fólk með áhuga og vilja heldur kennara með skilning á námi barna til að starfa með því mikilvægasta sem við eigum. Starfið er krefjandi og ekki fyrir alla að starfa með yngstu börnunum, enda fylgir því mikið álag að koma til móts við þarfir stórs hóps af ungum börnum, helst á sama tíma. Okkur á ekki að vera sama hvaða fólk kennir og annast börnin okkar í leikskólanum og pressan er mikil á hverju hausti þegar elstu börnin stíga sín fyrstu skref í grunnskólanum og nýr foreldrahópur bíður með eftirvæntingu eftir að börn þeirra fái pláss í leikskólanum og stígi sín fyrstu skref á fyrsta skólastiginu. Pressan frá foreldrum eftir plássi er fullkomlega skiljanlegt[KÁ1] enda fáir sem hafa tök á að vera heima með barninu sínu fram til tveggja ára, eða jafnvel þriggja ára aldurs í sumum tilvikum. En því miður er ekki barist um að koma og starfa í leikskólanum, góðæri er til dæmismunaður sem við í leikskólanum höfum ekki fundið fyrir. Við förum í sumarfrí í byrjun júlí, enda fastar lokanir þá. Á þeim tíma hefst leitin að nýjum kennurum sem vilja koma og vinna á besta vinnustað í heimi, leikskólanum, og við viljum vanda valið þar sem það marg borgar sig að fá fólk með áhuga, skilning og hæfni til að vinna með því mikilvægasta í lífi hvers foreldris - börnunum þeirra. Kennarar eru þrefalt líklegri til að halda áfram í kennslu en aðrir starfsmenn og stöðuleiki er afar mikilvægur í námi barna. Ef starfsmannavalið er ekki vandað eykst álagið á þá sem þegar starfa í skólanum og á endanum gefast sumir upp á að hlaupa hraðar og að ná ekki að halda uppi faglegu starfi. Enda getur enginn haldið uppi metnaðarfullu og faglegu starfi án stuðnings annarra kennara til lengdar. Ég hef mikinn metnað fyrir að halda úti faglegu starfi og sjá börnin blómstra og þroskast hvert á sinn hátt. Það er ekki hægt ef við höfum ekki gott og metnaðarfullt fólk okkur við hlið. Við þurfum helst nánast að geta lesið hugsanir hvors annars, þar sem mikið er um að vera og ýmislegt sem kemur upp sem krefst þess að við höfum hraðan á. Þá þurfum við ávallt aðvera meðvituð um að grípa námstækifærin þegar þau gefast. Við vinnum fulla vinnuviku, 40 tíma, eigum jú styttingu sem fer oftast í að vinna upp undirbúning sem næst ekki að sinna á vinnutíma vegna manneklu og veikinda, enda tók á að vera ómissandi framlínustétt í Covid-faraldrinum og hlaupa endalaust hraðar. Umgjörðin þarf að breytast og gera starfið samkeppnishæft. Þetta gengur ekki til lengri tíma og nú er tími til að girða sig í brók og fjárfesta í kennurum. Höfundur er leikskólakennari við leikskóla Seltjarnarness.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun