Hve mörgum lífum má fórna fyrir þægindi sumra? Hlynur Orri Stefánsson skrifar 29. október 2024 11:32 Nú þegar alþingiskosningar nálgast vilja sumir gera sölu áfengis að kosningamáli, og sérstaklega þá sölu áfengis á netinu og í matvöruverslunum. Það væri að mörgu leyti mjög jákvætt ef kosningabaráttan yrði til þess að vönduð, opinber umræða skapaðist um þetta mál. Í raun snýst það um siðferðilega spurningu: hvernig berum við aukin þægindi meirihlutans saman við þjáningu og jafnvel dauða annarra? Þau sem rannsakað hafa áhrif aukins aðgengis að áfengi eru flestöll sammála um það að aukið aðgengi leiði almennt til aukinnar neyslu og hafi neikvæð áhrif félagslega og á lýðheilsu. Fleiri deyi úr krabbameini vegna áfengisneyslu, fleiri ofbeldisverk verði framin í ölæði, fleiri börn verði fyrir skaða vegna drykkju foreldra og annarra nákominna, og svo framvegis. Af þeim sökum er takmörkun á aðgengi ein af þremur aðgerðum sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) mælir helst með til að draga úr skaða vegna áfengisneyslu. Hinar tvær eru að hækka skatta á áfengi og að banna eða takmarka áfengisauglýsingar. Stinga höfðinu í sandinn Eins og kannski við er að búast velja mörg þau sem sjá fjárhagslegan ávinning í auknu aðgengi að áfengi að líta fram hjá þessum rannsóknum. Og auðvitað er oft hægt að finna einstaka rannsókn sem gengur þvert á það sem aðrar niðurstöður benda til. Fyrir þau sem hafa hag af því að sá efasemdum um niðurstöður lýðheilsuvísinda er auðvitað freistandi að einblína á slík frávik. Lengi vel notuðust olíu- og tóbaksframleiðendur við slíka taktík, sem þekkt er. Hins vegar væri mun virðingarverðara ef þau sem vilja aukið aðgengi að áfengi – t.d. með því að sala verði leyfð á netinu og í matvöruverslunum – viðurkenndu þann fórnarkostnað sem þau eru þar með að samþykkja. Fyrir marga hefur aukið aðgengi í för með sér talsverð þægindi; til dæmis þarf þá ekki lengur að fara yfir í næstu Vínbúð, þegar hún opin, til að kaupa vín með matnum. Kostnaðurinn við þessi þægindi er hins vegar þjáning, heilsubrestur, og jafnvel dauði annarra. Ásættanlegur fórnarkostnaður? Í sumum tilfellum samþykkjum við að aukin þægindi meirihlutans fái að kosta þjáningu og andlát annarra. Þegar ég ók yfir Hellisheiði um helgina var ég minntur á að þrettán hafa látist í umferðinni það sem af er þessu ári. Mögulega hefði verið hægt að koma í veg fyrir einhver þessara dauðsfalla með 70 km hámarkshraða og fleiri hraðamyndavélum. En það er ekki víst að við værum tilbúin til að sætta okkur við slíkar takmarkanir, jafnvel þótt gera mætti ráð fyrir að þær myndu bjarga einhverjum mannslífum. Að keyra hringinn á 70 km hámarkshraða væri kannski of leiðinlegt og þreytandi fyrir flesta. Að sama skapi má færa rök fyrir því að einhver þjáning og heilsubrestur sé ásættanlegur fórnarkostnaður þess að meirihlutinn geti keypt sér áfengi í næstu matvöruverslun og á netinu. En þeir sem berjast fyrir auknu aðgengi að áfengi þurfa að geta varið þann fórnarkostnað sem því fylgir, og að geta staðið við þá siðferðilegu afstöðu að þægindi meirihlutans réttlæti í þessu tilfelli þjáningu og heilsubrest annarra. Að einfaldlega hunsa nánast einróma niðurstöður þeirra sem rannsakað hafa málið er hins vegar ekki boðlegt í opinberri umræðu. Verður ný ríkisstjórn með áfengisstefnu? Núverandi staða í áfengissölu á Íslandi, þar sem sumir komast upp með að brjóta lög og reglur án þess að hljóta nokkra refsingu, er til þess fallin að grafa undan samfélagssáttmálanum og trausti almennings til laga og ríkisvalds. Það er því óskandi að ný ríkisstjórn sem að líkindum tekur til starfa eftir nokkrar vikur verði með skýra stefnu um áfengissölu og vinni að því að allir spili eftir sömu reglum í þeim efnum. Mögulega verður sú ríkisstjórn hlynnt frekara frjálsræði í áfengissölu. En vonandi verða ráðamenn hennar þá líka tilbúnir til að verja opinberlega þá þjáningu og þann heilsubrest sem gera má ráð fyrir að því fylgir. Höfundur er prófessor í hagnýtri heimspeki við Stokkhólmsháskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Netverslun með áfengi Fíkn Skattar og tollar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller Skoðun Að auka virði sitt Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Að auka virði sitt Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fegurð landsins Adeline Tracz skrifar Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Sósíalismi, alþjóðasamvinna og blómleg viðskipti Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Sjálfbærni er þjóðaröryggismál Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Illmælgi sem kosningamál Björn Þorláksson skrifar Skoðun Nei eða já? Af eða á? Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrirmynd í raforkuviðskiptum Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Tekur þú Orkulán? Hver skeið skiptir máli Guðrún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hvernig líður þér? Jón Gnarr skrifar Sjá meira
Nú þegar alþingiskosningar nálgast vilja sumir gera sölu áfengis að kosningamáli, og sérstaklega þá sölu áfengis á netinu og í matvöruverslunum. Það væri að mörgu leyti mjög jákvætt ef kosningabaráttan yrði til þess að vönduð, opinber umræða skapaðist um þetta mál. Í raun snýst það um siðferðilega spurningu: hvernig berum við aukin þægindi meirihlutans saman við þjáningu og jafnvel dauða annarra? Þau sem rannsakað hafa áhrif aukins aðgengis að áfengi eru flestöll sammála um það að aukið aðgengi leiði almennt til aukinnar neyslu og hafi neikvæð áhrif félagslega og á lýðheilsu. Fleiri deyi úr krabbameini vegna áfengisneyslu, fleiri ofbeldisverk verði framin í ölæði, fleiri börn verði fyrir skaða vegna drykkju foreldra og annarra nákominna, og svo framvegis. Af þeim sökum er takmörkun á aðgengi ein af þremur aðgerðum sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) mælir helst með til að draga úr skaða vegna áfengisneyslu. Hinar tvær eru að hækka skatta á áfengi og að banna eða takmarka áfengisauglýsingar. Stinga höfðinu í sandinn Eins og kannski við er að búast velja mörg þau sem sjá fjárhagslegan ávinning í auknu aðgengi að áfengi að líta fram hjá þessum rannsóknum. Og auðvitað er oft hægt að finna einstaka rannsókn sem gengur þvert á það sem aðrar niðurstöður benda til. Fyrir þau sem hafa hag af því að sá efasemdum um niðurstöður lýðheilsuvísinda er auðvitað freistandi að einblína á slík frávik. Lengi vel notuðust olíu- og tóbaksframleiðendur við slíka taktík, sem þekkt er. Hins vegar væri mun virðingarverðara ef þau sem vilja aukið aðgengi að áfengi – t.d. með því að sala verði leyfð á netinu og í matvöruverslunum – viðurkenndu þann fórnarkostnað sem þau eru þar með að samþykkja. Fyrir marga hefur aukið aðgengi í för með sér talsverð þægindi; til dæmis þarf þá ekki lengur að fara yfir í næstu Vínbúð, þegar hún opin, til að kaupa vín með matnum. Kostnaðurinn við þessi þægindi er hins vegar þjáning, heilsubrestur, og jafnvel dauði annarra. Ásættanlegur fórnarkostnaður? Í sumum tilfellum samþykkjum við að aukin þægindi meirihlutans fái að kosta þjáningu og andlát annarra. Þegar ég ók yfir Hellisheiði um helgina var ég minntur á að þrettán hafa látist í umferðinni það sem af er þessu ári. Mögulega hefði verið hægt að koma í veg fyrir einhver þessara dauðsfalla með 70 km hámarkshraða og fleiri hraðamyndavélum. En það er ekki víst að við værum tilbúin til að sætta okkur við slíkar takmarkanir, jafnvel þótt gera mætti ráð fyrir að þær myndu bjarga einhverjum mannslífum. Að keyra hringinn á 70 km hámarkshraða væri kannski of leiðinlegt og þreytandi fyrir flesta. Að sama skapi má færa rök fyrir því að einhver þjáning og heilsubrestur sé ásættanlegur fórnarkostnaður þess að meirihlutinn geti keypt sér áfengi í næstu matvöruverslun og á netinu. En þeir sem berjast fyrir auknu aðgengi að áfengi þurfa að geta varið þann fórnarkostnað sem því fylgir, og að geta staðið við þá siðferðilegu afstöðu að þægindi meirihlutans réttlæti í þessu tilfelli þjáningu og heilsubrest annarra. Að einfaldlega hunsa nánast einróma niðurstöður þeirra sem rannsakað hafa málið er hins vegar ekki boðlegt í opinberri umræðu. Verður ný ríkisstjórn með áfengisstefnu? Núverandi staða í áfengissölu á Íslandi, þar sem sumir komast upp með að brjóta lög og reglur án þess að hljóta nokkra refsingu, er til þess fallin að grafa undan samfélagssáttmálanum og trausti almennings til laga og ríkisvalds. Það er því óskandi að ný ríkisstjórn sem að líkindum tekur til starfa eftir nokkrar vikur verði með skýra stefnu um áfengissölu og vinni að því að allir spili eftir sömu reglum í þeim efnum. Mögulega verður sú ríkisstjórn hlynnt frekara frjálsræði í áfengissölu. En vonandi verða ráðamenn hennar þá líka tilbúnir til að verja opinberlega þá þjáningu og þann heilsubrest sem gera má ráð fyrir að því fylgir. Höfundur er prófessor í hagnýtri heimspeki við Stokkhólmsháskóla.
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar