Kunnum við að rífast? Katrín Þrastardóttir skrifar 29. október 2024 12:03 Í samskiptum og samvinnu við fólkið í lífi okkar, hvort sem um ræðir fjölskyldumeðlimi, maka, vini eða vinnufélaga er eðlilegt að greina stundum á. Fólk byggir hegðun sína og samskipti á ólíkum gildum og viðhorfum. Ástarsambandið er ekki undanskilið þessu. Áralangar rannsóknir á pörum hafa sýnt að þau sem eru góð í að takast á við ágreining – þau sem kunna að rífast – eru margfalt líklegri til þess að eiga í löngu og hamingjuríku sambandi heldur en þau sem eiga í vandræðum með að takast á við ágreining. En hvernig veit ég hvort ég sé góð í að rífast? Einn af lykilþáttum í að viðhalda heilbrigðu ástarsambandi er að vera góð í að takast á við ágreining í sameiningu. Það getur komið sér vel að vera góður í að vera óánægður og kunna að velja viðbörgðin sín. Við erum mörg gjörn á að bregðast við á sjálfsstýringu án þess að velta fyrir okkur hvernig væri heppilegast að bregðast við. Það getur verið freistandi eða jafnvel sjálfvirkt viðbragð að grípa til ásakana, gagnrýna og fara í vörn en hjálplegra er að mæta til leiks með viljann að vopni. Það er viljann til þess að komast að samkomulagi og gera málamiðlanir. Með því erum við að velja viðbrögðin okkar. Viljinn til samvinnu kemur okkur hálfa leið. Þau pör sem eru gjörn að bregðast við með vörn og/eða ásökunum eru ekki að mæta ágreiningnum í sameiningu og persónugera vandann jafnvel, þ.e. fara að kenna hvort öðru um í stað þess að líta á vandann sem sjálfstæðan og leita lausna í sameiningu. Þessi pör eru því miður ólíklegri til þess að endast og eiga í hamingjuríku ástarsambandi. Örvæntið þó ekki, því það er vel hægt að læra að rífast með árangursríkari hætti. Ef ástarsambandið er orðið fast í hjólförum vanans, jafnvel farið að taka orku frekar en að gefa orku, ef við erum farin að glíma við tíðan ágreining eða ef við hreinlega viljum hressa upp á samskiptin, þá getur reynst gagnlegt að leita til fagaðila og fá stuðning. Parameðferð hjá fjölskyldufræðingi er ekki bara árangursríkt úrræði sem byggir á gagnreyndum aðferðum heldur getur líka verið skemmtilegt og fræðandi að sækja slíka meðferð og vinna þannig að hamingjuríku ástarsambandi. Höfundur er fjölskyldufræðingur hjá Auðnast Klíník. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Fjölskyldumál Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í samskiptum og samvinnu við fólkið í lífi okkar, hvort sem um ræðir fjölskyldumeðlimi, maka, vini eða vinnufélaga er eðlilegt að greina stundum á. Fólk byggir hegðun sína og samskipti á ólíkum gildum og viðhorfum. Ástarsambandið er ekki undanskilið þessu. Áralangar rannsóknir á pörum hafa sýnt að þau sem eru góð í að takast á við ágreining – þau sem kunna að rífast – eru margfalt líklegri til þess að eiga í löngu og hamingjuríku sambandi heldur en þau sem eiga í vandræðum með að takast á við ágreining. En hvernig veit ég hvort ég sé góð í að rífast? Einn af lykilþáttum í að viðhalda heilbrigðu ástarsambandi er að vera góð í að takast á við ágreining í sameiningu. Það getur komið sér vel að vera góður í að vera óánægður og kunna að velja viðbörgðin sín. Við erum mörg gjörn á að bregðast við á sjálfsstýringu án þess að velta fyrir okkur hvernig væri heppilegast að bregðast við. Það getur verið freistandi eða jafnvel sjálfvirkt viðbragð að grípa til ásakana, gagnrýna og fara í vörn en hjálplegra er að mæta til leiks með viljann að vopni. Það er viljann til þess að komast að samkomulagi og gera málamiðlanir. Með því erum við að velja viðbrögðin okkar. Viljinn til samvinnu kemur okkur hálfa leið. Þau pör sem eru gjörn að bregðast við með vörn og/eða ásökunum eru ekki að mæta ágreiningnum í sameiningu og persónugera vandann jafnvel, þ.e. fara að kenna hvort öðru um í stað þess að líta á vandann sem sjálfstæðan og leita lausna í sameiningu. Þessi pör eru því miður ólíklegri til þess að endast og eiga í hamingjuríku ástarsambandi. Örvæntið þó ekki, því það er vel hægt að læra að rífast með árangursríkari hætti. Ef ástarsambandið er orðið fast í hjólförum vanans, jafnvel farið að taka orku frekar en að gefa orku, ef við erum farin að glíma við tíðan ágreining eða ef við hreinlega viljum hressa upp á samskiptin, þá getur reynst gagnlegt að leita til fagaðila og fá stuðning. Parameðferð hjá fjölskyldufræðingi er ekki bara árangursríkt úrræði sem byggir á gagnreyndum aðferðum heldur getur líka verið skemmtilegt og fræðandi að sækja slíka meðferð og vinna þannig að hamingjuríku ástarsambandi. Höfundur er fjölskyldufræðingur hjá Auðnast Klíník.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar