„Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Jón Þór Stefánsson skrifar 29. október 2024 13:01 Jón Ingi Sveinsson hélt blaði fyrir andliti sínu við upphaf aðalmeðferðarinnar í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Vísir/Vilhelm Jón Ingi Sveinsson, grunaður höfuðpaur í umfangsmiklu fíkniefnamáli, gaf skýrslu í annað sinn á tveimur dögum í aðalmeðferð Sólheimajökulsmálsins svokallaða. Áætlað er að hann muni gefa skýrslu aftur. Málið hefur verið kennt við Sólheimajökul sem var nafn á hópspjalli fólks á samskiptaforritinu Signal. Sakborningarnir voru upphaflega átján talsins en þrír ákærðu hafa játað sök. Mál þeirra verða tekin fyrir sérstaklega. Í gær gaf Jón Ingi skýrslu varðandi meinta skipulagða brotastarfsemi sem snerist um sölu og dreifingu fíkniefna sem mun hafa verið í gangi frá síðasta ári til aprílmánaðar á þessu ári. Í dag var hann spurður út í tvo ákæruliði sem báðir varða skipulagða brotastarfsemi og peningaþvætti. Kom af fjöllum „Ég hafna þessu algjörlega,“ sagði Jón Ingi, klæddur í svarta Real Madrid-treyju, þegar hann var spurður út í fyrri ákæruliðinn af áðurnefndum tveimur. „Ég veit ekkert um þessa peninga. Ég kem alveg af fjöllum.“ Í ákæruliðnum er honum og Pétri Þór Elíassyni gefið að sök að hafa í vörslum sínum tæplega 12,4 milljónir króna í reiðufé sem hafi verið ávinningur skipulagðrar brotastarfsemi. Jón Ingi er sagður hafa afhent öðrum sakborningi málsins peninginn á heimili sínu í Reykjavík. Sá sakborningur hafi síðan farið með peninginn á bifreiðaverkstæði Péturs og afhent Pétri þá. Hann hafi síðan daginn eftir afhent peninga enn öðrum sakborningnum, en lögregla stöðvaði lögregla akstur hans. „Veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Að sögn Jóns Inga var sakborningurinn sem sótti peningana nágranni hans, og hafði jafnframt verið með honum á sjó. Sakborningurinn hafi komið nokkrum sinnum heim til hans, en Jón Ingi kannast ekki við að hafa gefið honum poka eða að hann hafi verið að gera eitthvað fyrir hann. Sá sakborningur mun hafa sagt við lögreglu að hann hafi tekið við peningunum frá Jóni Inga. „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt,“ sagði Jón Ingi. „Við vorum alveg félagar. Ég veit ekki af hverju hann ætti að segja að ég hafi rétt honum einhvern poka.“ Hann sagði að honum þætti þetta mál ofboðslega langsótt. Miðað við lýsingarnar hafi tólf milljónir verið geymdar um nótt á bifreiðaverkstæði, sem Jóni þyki sérkennilegt og hæpið „Mér finnst þetta svo skrýtið. Og það er skrýtið að bendla mig við þetta allt.“ „Ekki ég í þessu símtali“ Hinn ákæruliðurinn sem Jón Ingi var spurður út í var að mörgu leyti svipaður, en hann varðar tæplega 16,2 milljónir króna og flutning á peningunum um höfuðborgarsvæðið. Karl Ingi Vilbergsson vísaði til hljóðritaðs símtals þegar hann spurði Jón Inga út í málið. „Þetta er ekki ég í þessu símtali,“ sagði hann og bætti síðan við að hann gæti fullyrt það. Hann var spurður út í að hinn sakborningurinn hefði komið heim til hans. Jón Ingi sagði það vel geta passað. Sakborningurinn hafi stundum komið til hans, borðað langloku, drukkið kaffi og farið svo. „Hann var með bréfpoka með sér?“ spurði Karl Ingi. „Ætli það hafi ekki bara verið samloka?“ svaraði Jón Ingi. „Það er ekkert óeðlilegt að hann hafi komið heim til mín,“ sagði Jón Ingi sem gagnrýndi lögregluna. „Mér finnst löggan vera að reyna að setja mig í þetta hlutverk, og henni langar það svo rosalega mikið.“ Há en ekki óeðlileg upphæð Jafnframt gagnrýndi Jón Ingi að rúmlega 24 þúsund evrur sem væru í hans eigu hefðu verið gerðar upptækar af lögreglu. Hann sagðist hafa aflað þeirra með því að þjónusta erlenda laxveiðimenn víða um land, og fyrir það hefði hann fengið greitt í evrum því hann væri ekki með posa. Hann útskýrði að hann væri að leigja þessum mönnum búnað, kaupa mat handa þeim og áfengi. Jón Ingi sagðist hafa gert grein fyrir þessum tekjum í skattframtali. „Þetta er há upphæð, ég veit það, en þetta er ekki óeðlileg upphæð.“ Mikið að gera á verkstæðinu Pétur gaf einnig sína aðra skýrslu í dag. Hann var spurður út í meint peningaþvætti sem líkt og áður segir tengdist bílaverkstæði hans. Hann sagðist ekki vera viss um hvort hann hafi verið á vettvangi þegar peningurinn kom á verkstæðið. Það væri vegna þess að þegar hann væri að vinna væri mikið að gera hjá honum, og stundum væri hann ekki á sjálfu verkstæðinu heldur að sækja varahluti úti í bæ. Sólheimajökulsmálið Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Málið hefur verið kennt við Sólheimajökul sem var nafn á hópspjalli fólks á samskiptaforritinu Signal. Sakborningarnir voru upphaflega átján talsins en þrír ákærðu hafa játað sök. Mál þeirra verða tekin fyrir sérstaklega. Í gær gaf Jón Ingi skýrslu varðandi meinta skipulagða brotastarfsemi sem snerist um sölu og dreifingu fíkniefna sem mun hafa verið í gangi frá síðasta ári til aprílmánaðar á þessu ári. Í dag var hann spurður út í tvo ákæruliði sem báðir varða skipulagða brotastarfsemi og peningaþvætti. Kom af fjöllum „Ég hafna þessu algjörlega,“ sagði Jón Ingi, klæddur í svarta Real Madrid-treyju, þegar hann var spurður út í fyrri ákæruliðinn af áðurnefndum tveimur. „Ég veit ekkert um þessa peninga. Ég kem alveg af fjöllum.“ Í ákæruliðnum er honum og Pétri Þór Elíassyni gefið að sök að hafa í vörslum sínum tæplega 12,4 milljónir króna í reiðufé sem hafi verið ávinningur skipulagðrar brotastarfsemi. Jón Ingi er sagður hafa afhent öðrum sakborningi málsins peninginn á heimili sínu í Reykjavík. Sá sakborningur hafi síðan farið með peninginn á bifreiðaverkstæði Péturs og afhent Pétri þá. Hann hafi síðan daginn eftir afhent peninga enn öðrum sakborningnum, en lögregla stöðvaði lögregla akstur hans. „Veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Að sögn Jóns Inga var sakborningurinn sem sótti peningana nágranni hans, og hafði jafnframt verið með honum á sjó. Sakborningurinn hafi komið nokkrum sinnum heim til hans, en Jón Ingi kannast ekki við að hafa gefið honum poka eða að hann hafi verið að gera eitthvað fyrir hann. Sá sakborningur mun hafa sagt við lögreglu að hann hafi tekið við peningunum frá Jóni Inga. „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt,“ sagði Jón Ingi. „Við vorum alveg félagar. Ég veit ekki af hverju hann ætti að segja að ég hafi rétt honum einhvern poka.“ Hann sagði að honum þætti þetta mál ofboðslega langsótt. Miðað við lýsingarnar hafi tólf milljónir verið geymdar um nótt á bifreiðaverkstæði, sem Jóni þyki sérkennilegt og hæpið „Mér finnst þetta svo skrýtið. Og það er skrýtið að bendla mig við þetta allt.“ „Ekki ég í þessu símtali“ Hinn ákæruliðurinn sem Jón Ingi var spurður út í var að mörgu leyti svipaður, en hann varðar tæplega 16,2 milljónir króna og flutning á peningunum um höfuðborgarsvæðið. Karl Ingi Vilbergsson vísaði til hljóðritaðs símtals þegar hann spurði Jón Inga út í málið. „Þetta er ekki ég í þessu símtali,“ sagði hann og bætti síðan við að hann gæti fullyrt það. Hann var spurður út í að hinn sakborningurinn hefði komið heim til hans. Jón Ingi sagði það vel geta passað. Sakborningurinn hafi stundum komið til hans, borðað langloku, drukkið kaffi og farið svo. „Hann var með bréfpoka með sér?“ spurði Karl Ingi. „Ætli það hafi ekki bara verið samloka?“ svaraði Jón Ingi. „Það er ekkert óeðlilegt að hann hafi komið heim til mín,“ sagði Jón Ingi sem gagnrýndi lögregluna. „Mér finnst löggan vera að reyna að setja mig í þetta hlutverk, og henni langar það svo rosalega mikið.“ Há en ekki óeðlileg upphæð Jafnframt gagnrýndi Jón Ingi að rúmlega 24 þúsund evrur sem væru í hans eigu hefðu verið gerðar upptækar af lögreglu. Hann sagðist hafa aflað þeirra með því að þjónusta erlenda laxveiðimenn víða um land, og fyrir það hefði hann fengið greitt í evrum því hann væri ekki með posa. Hann útskýrði að hann væri að leigja þessum mönnum búnað, kaupa mat handa þeim og áfengi. Jón Ingi sagðist hafa gert grein fyrir þessum tekjum í skattframtali. „Þetta er há upphæð, ég veit það, en þetta er ekki óeðlileg upphæð.“ Mikið að gera á verkstæðinu Pétur gaf einnig sína aðra skýrslu í dag. Hann var spurður út í meint peningaþvætti sem líkt og áður segir tengdist bílaverkstæði hans. Hann sagðist ekki vera viss um hvort hann hafi verið á vettvangi þegar peningurinn kom á verkstæðið. Það væri vegna þess að þegar hann væri að vinna væri mikið að gera hjá honum, og stundum væri hann ekki á sjálfu verkstæðinu heldur að sækja varahluti úti í bæ.
Sólheimajökulsmálið Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira