Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Árni Jóhannsson skrifar 29. október 2024 19:31 Úr leik kvöldsins. Anna Lára Vignisdóttir skilaði 15 stigum fyrir Keflavík. Vísir/Diego Grindavík vann frábæran sigur á Keflavík háspennuleik í Smáranum í kvöld í Bónus deild kvenna. Munurinn ekki nema eitt stig og réðst á lokasekúndunum. Lokastaðan 68-67 og Grindavík jafnaði Keflavík að stigum í deildinni. Saga fyrri hálfleiksins er saga tveggja leikhluta. Grindavík mættu til leiks frá byrjun leiksins á meðan Keflvíkingar voru ekki með fyrstu tíu mínúturnar. Gestirnir skoruðu ekki körfu utan af velli fyrr að um fjórar mínútur voru liðnar en þá voru Grindvíkingar búnar að setja 12 stig á töfluna og héldu ótrauðar áfram. Fyrsti leikhlutinn endaði 25-12 fyrir Grindavík og var jafnvægið á leik þeirra mjög mikið. Heimakonur hittu úr 68% skota sinna á meðan Keflvíkingar hittu úr 28% skota sinna. Jasmine Dickey og Isabella Sigurðardóttir í baráttunni undir körfunniVísir / Pawel Cieslikiewicz Keflvíkingar voru allt annað lið í öðrum leikhluta. Þær höfðu fengið sjálfstraust sem byggðist á því að geta stöðvað Grindvíkinga í sínum aðgerðum sóknarlega. Gestirnir komust á 14-0 sprett og þurrkuðu upp forskotið sem Grindavík hafði unnið sér inn í upphafi leiks. Keflavík komst í 21-5 í leikhlutanum og voru þremur stigum yfir þegar þrjár mínútur voru til hálfleiks og staðan 30-33 fyrir gestina. Þá tóku Grindvíkingar fið sér og unnu síðustu mínúturnar 10-2. Keflvíkingar fóru aftur að eiga í erfiðleikum sóknarlega og misstu við það sjálfstraustið sem hafði flúið þær í fyrsta leikhluta. Staðan 40-35 og jafnvægi komið á leikinn. Ólöf Óladóttir lagði sín lóð á vogaskálarnar varnarlega fyrst og fremst.Vísir / Pawel Cieslikiewicz Seinni hálfleikur var eins og boxbardagi tveggja þungavigtarkappa. Lítið skorað og varnarleikurinn í fyrirrúmi hjá báðum liðum. Áhlaupin komu í litlum skorpum og hvorugt liðið náði afgerandi forskoti. Grindavík náði mest níu stiga forskoti á meðan Keflvíkingar náðu mest þriggja stiga forskoti. Það virtist því ætla að skipta máli að liðin væru yfir á nákvæmlega rétta augnablikinu. Varnarleikur í fyrirrúmiVísir / Pawel Cieslikiewicz Sú varð raunin en Keflavík komst yfir 66-67 þegar minna en tvær mínútur voru eftir af leiknum. Liðin skiptust þá á því að missa boltann eða geiga úr skotunum sínum. Keflavík átti boltann þegar 14,8 sekúndur voru eftir og hefðu getað átt lokaskotið. Dickey framdi hinsvegar sóknarvillu og Grindavíkingar fengu boltann þegar 11 sekúndur voru eftir. Alexis Morris skorar sigurkörfuna án þess að Anna Lára komi vörnum við.Vísir / Pawel Cieslikiewicz Alexis Morris fékk boltann og óð inn í teig og lagði boltann ofan í til að koma Grindavík yfir 68-67. Þá voru 3 sekúndur eftir og Keflvíkingar áttu lokaskotið. Jasmine Dickey fékk boltann í góðri stöðu en skot hennar geigaði. Anna Ingunn Svansdóttir náði sóknarfrákastinu en náði ekki að blaka boltanum ofan í. Varnarleikur heimakvenna var ákafur í þessu lokaskoti og vildu Keflvíkingar fá villu en dómararnir vildu ekki heyra á það minnst. Leiknum var lokið og Friðrik Ingi Rúnarsson alveg brjálaður og heimtaði útskýringar á þessu öllu saman. Jasmine Dickey náði ekki að tryggja Keflvíkingum sigurinn.Vísir / Pawel Cieslikiewicz Atvik leiksins Loka andartök leiksins eru atvik leiksins. Sigurkarfan var vel framkvæmd og loka sókn Keflvíkinga hefði getað endað öðruvísi annað hvort með körfu eða villu og vítaskotum. Þá er aldrei að vita nema sigurinn hefði endað hinum megin. Grindavík tekur sigrinum fagnandi og jafnar Keflavík að stigum og hoppa upp í annað sæti. Stjörnur og skúrkar Auðvelt er að velja mann stjörnu leiksins. Alexis Morris er frábær leikmaður og með mörg vopn í vopnabúrin sínu sóknarlega. Hún skoraði 33 stig í leiknum og skoraði körfuna sem skildi á milli liðanna. Hún hefur skorað 28 stig að meðaltali í leik það sem af er. Alexis Morris geysist framhjá vörninni.Vísir / Pawel Cieslikiewicz Jasmine Diceky og Anna Lára voru stigahæstar hjá Keflvíkingum en í heildina þá voru Keflvíkingar rúnir sjálfstrausti sóknarlega á löngum köflum þar sem sniðskot geiguðu eða boltinn tapaðist. Umgjörð og stemmning Það hefðu mátt fleiri leggja leið sína í Smárann sem eins og alltaf skartaði sínu fegursta. Stemmningin var á lágu nótunum þó að úr varð flottur og spennandi körfuboltaleikur. Öllum brögðum beitt til að stöðva sóknirnar.Vísir / Pawel Cieslikiewicz Dómararnir Það var skrýtin lína lögð hjá þríeykinu í þessum leik. Það hallaði á hvorugt lið en ýmsu sleppt, harka leyfð og svo flautað á litlar sakir. Lokaandartakið líka umdeilt og verður að skoða það aftur til að leggja mat á það. Látum það í hendurnar á sérfræðingum Körfuboltakvölds. Friðrik Ingi vildi útskýringar á ýmsu.Vísir / Pawel Cieslikiewicz Viðtöl Friðrik Ingi: Vorum ekki nógu skörp Friðrik Ingi var ekki alveg nógu ánægður með sína leikmenn.Vísir / Pawel Cieslikiewicz Þjálfari Keflavíkur, Friðrik Ingi Rúnarsson, var í hörkusamræðum við dómarana eftir leikinn í kvöld en öllum Keflavíkur megin fannst eins og hefði mátt flauta villu á Grindavíkinga í lokaskoti Keflvíkinga. Hann var spurður að því hvað hann var að ræða við þríeykið. „Bara að fá útskýringar á nokkrum atriðum í kvöld en það er í sjálfu sér algjört aukaatriði.“ Hvað klikkaði þá hjá Keflavík? „Við vorum bara ekki nógu skörp í upphafi leiks og lentum strax á eftir. Ég var mjög ánægður hvernig við komum inn í seinni hálfleikinn og hvað við fengum frá leikmönnum af bekknum. Eins og t.d. Hönnu Gróu sem hefur ekki fengið margar mínútur en er á leiðinni. Ég var mjög ánægður með hana. Síðan vorum við bara í séns að vinna þrátt fyrir að vera að spila á of löngum köflum ekki nógu vel. Mikið um hik og klafs en þessi leikur var bara svoleiðis. Bæði lið taugaóstyrk og þetta var mikill barningur þar sem sigurinn hefði getað dottið hvoru megin.“ Fannst Friðrik að liðið hans hefði átt að fá villu í blá lokin á leiknum? „Mér fannst það. Ég get auðvitað ekki fullyrt það en annað atvikið í það minnsta þá var einhver snerting þarna. Við vorum í séns en náðum ekki að loka því en fengum tvö prýðis tækifæri undir restina og maður biður um það. Maður vill hafa örlögin í eigin höndum en því miður vildi boltinn ekki niður. Það var líka saga leiksins hjá okkur við vorum að klikka á býsna opnum sniðskotum sem fóru ekki niður því miður. Það telur í svona jöfnum leik.“ Þarf Friðrik Ingi að segja eitthvað sérstakt við sínar stelpur eftir þennan leik? „Áfram gakk bara. Við höldum áfram og lærum af þessum leik. Það er það sem við þurfum að gera.“ Þorleifur: Þær komu inn með það gamla góða, að berjast Þorleifur Ólafsson gat gengið sáttur inn í landsleikjahléið.Vísir / Pawel Cieslikiewicz „Þetta gefur okkur bara mikið. Við vorum að vinna Keflavík og flott að fara í fríið með sigur á Keflavík í farteskinu“, sagði þjálfari Grindavíkur, Þorleifur Ólafsson, þegar hann var spurður að því hvað svona sigur gæfi liðinu hans. Varnarleikur hefur verið aðalsmerki Grindvíkinga það sem af er vetri og var Þorleifur spurður að því hvort allt hafi gengið upp varnarlega hjá honum í kvöld. „Ég er mjög sáttur með varnarleikinn í kvöld. Við settum upp nokkrar hluti sem gengu upp oft á tíðum en ég var ósáttur við annan leikhluta. Þar sem við vorum ekki einbeittar en restina af leiknum vorum við með mikinn fókus.“ Það hallar ekki á neinn að útnefna Alexis Morris mann leiksins en hún tryggði sigurinn og skoraði nærrum helming stiga heimakvenna. Hvað getur Þorleifur sagt um þennan gæðaleikmann? „Hún er bara hörkuleikmaður en hún getur meira. Það vantar hörkuna og kraftinn og þegar það kemur verður hún frábær. Hún getur skorað boltanum og er fínn varnarmaður. Hún er góð fyrir okkar lið og heldur bara áfram að vaxa.“ Grindavík fékk fínt framlag af bekk sínum í kvöld. „Mjög sáttur með liðsheildina. Sérstaklega varnarlega, ég er ekki sáttur með þetta sóknarlega en varnarlega vorum við flottar og með innkomu leikmanna. Þær komu inn með það gamla góða, að berjast. Sigur er sigur en við eigum langt í land og ýmislegt sem við þurfum að laga og bæta.“ Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Keflavík ÍF
Grindavík vann frábæran sigur á Keflavík háspennuleik í Smáranum í kvöld í Bónus deild kvenna. Munurinn ekki nema eitt stig og réðst á lokasekúndunum. Lokastaðan 68-67 og Grindavík jafnaði Keflavík að stigum í deildinni. Saga fyrri hálfleiksins er saga tveggja leikhluta. Grindavík mættu til leiks frá byrjun leiksins á meðan Keflvíkingar voru ekki með fyrstu tíu mínúturnar. Gestirnir skoruðu ekki körfu utan af velli fyrr að um fjórar mínútur voru liðnar en þá voru Grindvíkingar búnar að setja 12 stig á töfluna og héldu ótrauðar áfram. Fyrsti leikhlutinn endaði 25-12 fyrir Grindavík og var jafnvægið á leik þeirra mjög mikið. Heimakonur hittu úr 68% skota sinna á meðan Keflvíkingar hittu úr 28% skota sinna. Jasmine Dickey og Isabella Sigurðardóttir í baráttunni undir körfunniVísir / Pawel Cieslikiewicz Keflvíkingar voru allt annað lið í öðrum leikhluta. Þær höfðu fengið sjálfstraust sem byggðist á því að geta stöðvað Grindvíkinga í sínum aðgerðum sóknarlega. Gestirnir komust á 14-0 sprett og þurrkuðu upp forskotið sem Grindavík hafði unnið sér inn í upphafi leiks. Keflavík komst í 21-5 í leikhlutanum og voru þremur stigum yfir þegar þrjár mínútur voru til hálfleiks og staðan 30-33 fyrir gestina. Þá tóku Grindvíkingar fið sér og unnu síðustu mínúturnar 10-2. Keflvíkingar fóru aftur að eiga í erfiðleikum sóknarlega og misstu við það sjálfstraustið sem hafði flúið þær í fyrsta leikhluta. Staðan 40-35 og jafnvægi komið á leikinn. Ólöf Óladóttir lagði sín lóð á vogaskálarnar varnarlega fyrst og fremst.Vísir / Pawel Cieslikiewicz Seinni hálfleikur var eins og boxbardagi tveggja þungavigtarkappa. Lítið skorað og varnarleikurinn í fyrirrúmi hjá báðum liðum. Áhlaupin komu í litlum skorpum og hvorugt liðið náði afgerandi forskoti. Grindavík náði mest níu stiga forskoti á meðan Keflvíkingar náðu mest þriggja stiga forskoti. Það virtist því ætla að skipta máli að liðin væru yfir á nákvæmlega rétta augnablikinu. Varnarleikur í fyrirrúmiVísir / Pawel Cieslikiewicz Sú varð raunin en Keflavík komst yfir 66-67 þegar minna en tvær mínútur voru eftir af leiknum. Liðin skiptust þá á því að missa boltann eða geiga úr skotunum sínum. Keflavík átti boltann þegar 14,8 sekúndur voru eftir og hefðu getað átt lokaskotið. Dickey framdi hinsvegar sóknarvillu og Grindavíkingar fengu boltann þegar 11 sekúndur voru eftir. Alexis Morris skorar sigurkörfuna án þess að Anna Lára komi vörnum við.Vísir / Pawel Cieslikiewicz Alexis Morris fékk boltann og óð inn í teig og lagði boltann ofan í til að koma Grindavík yfir 68-67. Þá voru 3 sekúndur eftir og Keflvíkingar áttu lokaskotið. Jasmine Dickey fékk boltann í góðri stöðu en skot hennar geigaði. Anna Ingunn Svansdóttir náði sóknarfrákastinu en náði ekki að blaka boltanum ofan í. Varnarleikur heimakvenna var ákafur í þessu lokaskoti og vildu Keflvíkingar fá villu en dómararnir vildu ekki heyra á það minnst. Leiknum var lokið og Friðrik Ingi Rúnarsson alveg brjálaður og heimtaði útskýringar á þessu öllu saman. Jasmine Dickey náði ekki að tryggja Keflvíkingum sigurinn.Vísir / Pawel Cieslikiewicz Atvik leiksins Loka andartök leiksins eru atvik leiksins. Sigurkarfan var vel framkvæmd og loka sókn Keflvíkinga hefði getað endað öðruvísi annað hvort með körfu eða villu og vítaskotum. Þá er aldrei að vita nema sigurinn hefði endað hinum megin. Grindavík tekur sigrinum fagnandi og jafnar Keflavík að stigum og hoppa upp í annað sæti. Stjörnur og skúrkar Auðvelt er að velja mann stjörnu leiksins. Alexis Morris er frábær leikmaður og með mörg vopn í vopnabúrin sínu sóknarlega. Hún skoraði 33 stig í leiknum og skoraði körfuna sem skildi á milli liðanna. Hún hefur skorað 28 stig að meðaltali í leik það sem af er. Alexis Morris geysist framhjá vörninni.Vísir / Pawel Cieslikiewicz Jasmine Diceky og Anna Lára voru stigahæstar hjá Keflvíkingum en í heildina þá voru Keflvíkingar rúnir sjálfstrausti sóknarlega á löngum köflum þar sem sniðskot geiguðu eða boltinn tapaðist. Umgjörð og stemmning Það hefðu mátt fleiri leggja leið sína í Smárann sem eins og alltaf skartaði sínu fegursta. Stemmningin var á lágu nótunum þó að úr varð flottur og spennandi körfuboltaleikur. Öllum brögðum beitt til að stöðva sóknirnar.Vísir / Pawel Cieslikiewicz Dómararnir Það var skrýtin lína lögð hjá þríeykinu í þessum leik. Það hallaði á hvorugt lið en ýmsu sleppt, harka leyfð og svo flautað á litlar sakir. Lokaandartakið líka umdeilt og verður að skoða það aftur til að leggja mat á það. Látum það í hendurnar á sérfræðingum Körfuboltakvölds. Friðrik Ingi vildi útskýringar á ýmsu.Vísir / Pawel Cieslikiewicz Viðtöl Friðrik Ingi: Vorum ekki nógu skörp Friðrik Ingi var ekki alveg nógu ánægður með sína leikmenn.Vísir / Pawel Cieslikiewicz Þjálfari Keflavíkur, Friðrik Ingi Rúnarsson, var í hörkusamræðum við dómarana eftir leikinn í kvöld en öllum Keflavíkur megin fannst eins og hefði mátt flauta villu á Grindavíkinga í lokaskoti Keflvíkinga. Hann var spurður að því hvað hann var að ræða við þríeykið. „Bara að fá útskýringar á nokkrum atriðum í kvöld en það er í sjálfu sér algjört aukaatriði.“ Hvað klikkaði þá hjá Keflavík? „Við vorum bara ekki nógu skörp í upphafi leiks og lentum strax á eftir. Ég var mjög ánægður hvernig við komum inn í seinni hálfleikinn og hvað við fengum frá leikmönnum af bekknum. Eins og t.d. Hönnu Gróu sem hefur ekki fengið margar mínútur en er á leiðinni. Ég var mjög ánægður með hana. Síðan vorum við bara í séns að vinna þrátt fyrir að vera að spila á of löngum köflum ekki nógu vel. Mikið um hik og klafs en þessi leikur var bara svoleiðis. Bæði lið taugaóstyrk og þetta var mikill barningur þar sem sigurinn hefði getað dottið hvoru megin.“ Fannst Friðrik að liðið hans hefði átt að fá villu í blá lokin á leiknum? „Mér fannst það. Ég get auðvitað ekki fullyrt það en annað atvikið í það minnsta þá var einhver snerting þarna. Við vorum í séns en náðum ekki að loka því en fengum tvö prýðis tækifæri undir restina og maður biður um það. Maður vill hafa örlögin í eigin höndum en því miður vildi boltinn ekki niður. Það var líka saga leiksins hjá okkur við vorum að klikka á býsna opnum sniðskotum sem fóru ekki niður því miður. Það telur í svona jöfnum leik.“ Þarf Friðrik Ingi að segja eitthvað sérstakt við sínar stelpur eftir þennan leik? „Áfram gakk bara. Við höldum áfram og lærum af þessum leik. Það er það sem við þurfum að gera.“ Þorleifur: Þær komu inn með það gamla góða, að berjast Þorleifur Ólafsson gat gengið sáttur inn í landsleikjahléið.Vísir / Pawel Cieslikiewicz „Þetta gefur okkur bara mikið. Við vorum að vinna Keflavík og flott að fara í fríið með sigur á Keflavík í farteskinu“, sagði þjálfari Grindavíkur, Þorleifur Ólafsson, þegar hann var spurður að því hvað svona sigur gæfi liðinu hans. Varnarleikur hefur verið aðalsmerki Grindvíkinga það sem af er vetri og var Þorleifur spurður að því hvort allt hafi gengið upp varnarlega hjá honum í kvöld. „Ég er mjög sáttur með varnarleikinn í kvöld. Við settum upp nokkrar hluti sem gengu upp oft á tíðum en ég var ósáttur við annan leikhluta. Þar sem við vorum ekki einbeittar en restina af leiknum vorum við með mikinn fókus.“ Það hallar ekki á neinn að útnefna Alexis Morris mann leiksins en hún tryggði sigurinn og skoraði nærrum helming stiga heimakvenna. Hvað getur Þorleifur sagt um þennan gæðaleikmann? „Hún er bara hörkuleikmaður en hún getur meira. Það vantar hörkuna og kraftinn og þegar það kemur verður hún frábær. Hún getur skorað boltanum og er fínn varnarmaður. Hún er góð fyrir okkar lið og heldur bara áfram að vaxa.“ Grindavík fékk fínt framlag af bekk sínum í kvöld. „Mjög sáttur með liðsheildina. Sérstaklega varnarlega, ég er ekki sáttur með þetta sóknarlega en varnarlega vorum við flottar og með innkomu leikmanna. Þær komu inn með það gamla góða, að berjast. Sigur er sigur en við eigum langt í land og ýmislegt sem við þurfum að laga og bæta.“
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti