Skoða að leyfa fólki að hirða muni sem á að farga Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. nóvember 2024 23:01 Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu Vísir/Stefán Sorpa segist vera tilbúin að skoða nýjar leiðir til að gera fólki kleift að taka við ónothæfum hlutum sem berast með nytjagámum sem á að farga. Þróunarstjóri segir það geta verið hættulegt þegar fólk reynir að bjarga hlutum frá förgun á endurvinnslustöðum. Góða hirðinum berast tveir til þrír nytjagámar á hverjum degi sem eru yfirfullir af munum og alls konar hlutum. Um er að ræða sjö til tíu tonn á degi hverjum. Samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir að um 30 til 40 prósent af því sem berst sé fargað. „Hérna hjá Góða hirðinum tökum við á móti, eins og þú segir, tveimur til þremur gámum á dag og af þessu tekst okkur að selja um 60 til 70 prósent af öllu sem kemur. Það sem ekki selst er þá ýmist ekki söluhæf vara eða eitthvað sem skemmist í flutningum hjá okkur.“ Vildi eignast hlut sem átti að farga Það sem fer ekki í sölu er fargað en á dögunum myndaðist umræða inni á hópi á Facbook fyrir áhugamenn um endurvinnslu þar sem fólk deildi sögum af því þegar þau ætluðu að sækjast eftir að taka við munum sem voru á leið í förgun. Var það harðlega gagnrýnt af ýmsum að ekki mætti bjarga umræddum munum. „Ég horfði eitt sinn á starfsmann vera að taka til í nytjagámnum og henda út því sem var ekki söluvænlegt. Ég ætlaði að hirða þar hillu og hann stoppaði mig. Ég spurði hvort þetta væri ekki á leið í ruslið og hann sagði svo vera en það mætti samt ekki taka það. Ég reyndi að segja honum að þessi hilla væri í fínu lagi og hún væri nákvæmlega eins og önnur hilla sem ég ætti heima, hvort ég mætti ekki lauma henni með mér. Neibb, hann var alveg harður. Ferlega fúlt að þau vilji frekar henda einhverju en að einhver nýti það áfram,“ segir í færslunni. Hættulegt að fara inn í gáma Gunnar segir að það geti verið varhugavert að ætla taka ónothæfa hluti. „Það sem við lendum í þegar fólk er að horfa á það að taka á endurvinnslustöðinni hjá okkur eru fyrst og fremst öryggismálin. Það að fara ofan í gáma eða inn í gáma getur verið hættulegt. Sérstaklega þegar búið er að raða hlutum upp til að skorða þá inni í gámum og svoleiðis. Það er fyrst og fremst öryggi viðskiptavina sem við erum að horfa á.“ Skoða nýja útfærslu Gunnar segir það koma til greina að finna útfærslu þar sem fólk getur tekið við hlutum sem á að farga. Það komi fyrir að hlutum sé fargað einfaldlega vegna þess að þeir seljast ekki. „Sumir hlutir eru einfaldlega ónýtir. Það breytir því ekki að við heyrum þessa umræðu um að það ætti að vera meira aðgengi að hlutum sem að við dæmum ekki nothæfa fyrir þá sem eru á annari skoðun og þetta er eitthvað sem er sjálfsagt að skoða. Við erum að etja stöðugu kappi við markaðshyggjuna. Hér eru fluttir inn endalaust af hlutum til að kaupa og flestir þeirra enda á einhverjum tímapunkti hjá okkur.“ Sorpa Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Góða hirðinum berast tveir til þrír nytjagámar á hverjum degi sem eru yfirfullir af munum og alls konar hlutum. Um er að ræða sjö til tíu tonn á degi hverjum. Samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir að um 30 til 40 prósent af því sem berst sé fargað. „Hérna hjá Góða hirðinum tökum við á móti, eins og þú segir, tveimur til þremur gámum á dag og af þessu tekst okkur að selja um 60 til 70 prósent af öllu sem kemur. Það sem ekki selst er þá ýmist ekki söluhæf vara eða eitthvað sem skemmist í flutningum hjá okkur.“ Vildi eignast hlut sem átti að farga Það sem fer ekki í sölu er fargað en á dögunum myndaðist umræða inni á hópi á Facbook fyrir áhugamenn um endurvinnslu þar sem fólk deildi sögum af því þegar þau ætluðu að sækjast eftir að taka við munum sem voru á leið í förgun. Var það harðlega gagnrýnt af ýmsum að ekki mætti bjarga umræddum munum. „Ég horfði eitt sinn á starfsmann vera að taka til í nytjagámnum og henda út því sem var ekki söluvænlegt. Ég ætlaði að hirða þar hillu og hann stoppaði mig. Ég spurði hvort þetta væri ekki á leið í ruslið og hann sagði svo vera en það mætti samt ekki taka það. Ég reyndi að segja honum að þessi hilla væri í fínu lagi og hún væri nákvæmlega eins og önnur hilla sem ég ætti heima, hvort ég mætti ekki lauma henni með mér. Neibb, hann var alveg harður. Ferlega fúlt að þau vilji frekar henda einhverju en að einhver nýti það áfram,“ segir í færslunni. Hættulegt að fara inn í gáma Gunnar segir að það geti verið varhugavert að ætla taka ónothæfa hluti. „Það sem við lendum í þegar fólk er að horfa á það að taka á endurvinnslustöðinni hjá okkur eru fyrst og fremst öryggismálin. Það að fara ofan í gáma eða inn í gáma getur verið hættulegt. Sérstaklega þegar búið er að raða hlutum upp til að skorða þá inni í gámum og svoleiðis. Það er fyrst og fremst öryggi viðskiptavina sem við erum að horfa á.“ Skoða nýja útfærslu Gunnar segir það koma til greina að finna útfærslu þar sem fólk getur tekið við hlutum sem á að farga. Það komi fyrir að hlutum sé fargað einfaldlega vegna þess að þeir seljast ekki. „Sumir hlutir eru einfaldlega ónýtir. Það breytir því ekki að við heyrum þessa umræðu um að það ætti að vera meira aðgengi að hlutum sem að við dæmum ekki nothæfa fyrir þá sem eru á annari skoðun og þetta er eitthvað sem er sjálfsagt að skoða. Við erum að etja stöðugu kappi við markaðshyggjuna. Hér eru fluttir inn endalaust af hlutum til að kaupa og flestir þeirra enda á einhverjum tímapunkti hjá okkur.“
Sorpa Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira